Gerðardómurinn var óhjákvæmilegur 14. nóvember 2004 00:01 Skiljanlegt er að margir grunnskólakennarar séu sárir og gramir yfir því að Alþingi skuli hafa bundið enda á verkfall þeirra með lögum sem fela gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör stéttarinnar, náist ekki innan viku samkomulag um nýjan kjarasamning á milli Kennarasambandsins og sveitarfélaganna. Við blasir að hver og einn kennari hefur eftir sjö vikna verkfall orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum fyrir utan þá vanlíðan og streitu sem hlýtur að fylgja svo löngu tímabili óvissu og spennu. Þá er líklegt að mjög hafi gengið á verkfallssjóð Kennarasambandsins, sem var digur í upphafi vinnudeilunnar. En kennarar eiga ekki að beina gremju sinni að ríkisstjórn og Alþingi heldur eigin forystumönnum. Gerðardómslögin voru óhjákvæmileg og hefðu þurft að koma til miklu fyrr eins og hvatt var til hér á þessum vettvangi. Grunnskólakennarar sem heild hljóta líka að líta í eigin barm og spyrja sig hvers vegna þeir misreiknuðu sig svona hrapallega. Meginskýringin á óförunum er líklega sú að samninganefnd kennara virðist ekki hafa haft um það raunsæjar hugmyndir í upphafi hvernig ljúka ætti vinnudeilunni. Án slíkra hugmynda er í raun um misbeitingu verkfallsvopnsins að ræða. Og þegar kennarastéttin gremst yfir úrslitunum má hún ekki gleyma því að verkfall hennar hefur einnig skaðað þjóðlífið: börnin okkar, heimilin, atvinnulífið og menntakerfið. Og það er ekki til fyrirmyndar hvernig sumir baráttumenn í röðum kennara hegðuðu sér stundum á almannafæri. Kennarinn sem skar á öryggisborða lögreglunnar fyrir framan Alþingishúsið á föstudaginn eins og sjá mátti á forsíðu Fréttablaðsins í gær getur ekki talist góð fyrirmynd barna. Hvað skyldu nemendur viðkomandi kennara hugsa? En kennarar eru sannarlega ekki einir um að þurfa að hugsa sinn gang. Yfirvöld í landinu og foreldrar skólabarna verða að svara þeirri spurningu hvort þau telji það viðunandi að jafn fjölmenn og mikilvæg starfsstétt og kennarar sé svo óánægð með kaup og kjör að stór hópur innan hennar sé farinn að velta af alvöru fyrir sér uppsögn úr starfi. Með réttu má gagnrýna viðsemjendur kennara fyrir að hefja ekki alvarlegar viðræður við þá þegar í vor í stað þess að láta marga mánuði líða án þess að skoða kröfugerðina og röksemdirnar og reyna að finna lausn áður en í óefni stefndi. Enn hafa samninganefndir kennara og sveitarfélaga nokkurra daga frest til að ljúka vinnudeilunni með frjálsum samningi áður en gerðardómurinn tekur til starfa. Þeir eiga að reyna það af fremsta megni. Báðir deilendur verða þá að teygja sig eins langt í samkomulagsátt og nokkur möguleiki er á. Samkomulag á elleftu stundu yrði þeim báðum til sóma og gæti markað upphaf þess að þjóðfélagið í heild færi að skoða rekstur skólakerfisins með það í huga að til ófriðar og ósættis af því tagi sem við höfum orðið vitni að undanfarna tvo mánuði komi aldrei aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun
Skiljanlegt er að margir grunnskólakennarar séu sárir og gramir yfir því að Alþingi skuli hafa bundið enda á verkfall þeirra með lögum sem fela gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör stéttarinnar, náist ekki innan viku samkomulag um nýjan kjarasamning á milli Kennarasambandsins og sveitarfélaganna. Við blasir að hver og einn kennari hefur eftir sjö vikna verkfall orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum fyrir utan þá vanlíðan og streitu sem hlýtur að fylgja svo löngu tímabili óvissu og spennu. Þá er líklegt að mjög hafi gengið á verkfallssjóð Kennarasambandsins, sem var digur í upphafi vinnudeilunnar. En kennarar eiga ekki að beina gremju sinni að ríkisstjórn og Alþingi heldur eigin forystumönnum. Gerðardómslögin voru óhjákvæmileg og hefðu þurft að koma til miklu fyrr eins og hvatt var til hér á þessum vettvangi. Grunnskólakennarar sem heild hljóta líka að líta í eigin barm og spyrja sig hvers vegna þeir misreiknuðu sig svona hrapallega. Meginskýringin á óförunum er líklega sú að samninganefnd kennara virðist ekki hafa haft um það raunsæjar hugmyndir í upphafi hvernig ljúka ætti vinnudeilunni. Án slíkra hugmynda er í raun um misbeitingu verkfallsvopnsins að ræða. Og þegar kennarastéttin gremst yfir úrslitunum má hún ekki gleyma því að verkfall hennar hefur einnig skaðað þjóðlífið: börnin okkar, heimilin, atvinnulífið og menntakerfið. Og það er ekki til fyrirmyndar hvernig sumir baráttumenn í röðum kennara hegðuðu sér stundum á almannafæri. Kennarinn sem skar á öryggisborða lögreglunnar fyrir framan Alþingishúsið á föstudaginn eins og sjá mátti á forsíðu Fréttablaðsins í gær getur ekki talist góð fyrirmynd barna. Hvað skyldu nemendur viðkomandi kennara hugsa? En kennarar eru sannarlega ekki einir um að þurfa að hugsa sinn gang. Yfirvöld í landinu og foreldrar skólabarna verða að svara þeirri spurningu hvort þau telji það viðunandi að jafn fjölmenn og mikilvæg starfsstétt og kennarar sé svo óánægð með kaup og kjör að stór hópur innan hennar sé farinn að velta af alvöru fyrir sér uppsögn úr starfi. Með réttu má gagnrýna viðsemjendur kennara fyrir að hefja ekki alvarlegar viðræður við þá þegar í vor í stað þess að láta marga mánuði líða án þess að skoða kröfugerðina og röksemdirnar og reyna að finna lausn áður en í óefni stefndi. Enn hafa samninganefndir kennara og sveitarfélaga nokkurra daga frest til að ljúka vinnudeilunni með frjálsum samningi áður en gerðardómurinn tekur til starfa. Þeir eiga að reyna það af fremsta megni. Báðir deilendur verða þá að teygja sig eins langt í samkomulagsátt og nokkur möguleiki er á. Samkomulag á elleftu stundu yrði þeim báðum til sóma og gæti markað upphaf þess að þjóðfélagið í heild færi að skoða rekstur skólakerfisins með það í huga að til ófriðar og ósættis af því tagi sem við höfum orðið vitni að undanfarna tvo mánuði komi aldrei aftur.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun