Til marks um aukna hörku BNA 16. nóvember 2004 00:01 Til eru þeir sem telja kvíðvænlegt að Condoleezza Rice taki við stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna af Colin Powell og telja það til marks um að enn verði aukin harka í utanríkispólitík landsins. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína, telur skiptin ekki benda til að "stríðsforsetinn" ætli að laga til í utanríkismálunum þjóðar sinnar. "Maður hefur ekki heyrt annað en að hún hafi verið harðlínumegin í þessu liði hans," segir Sveinn Rúnar. Hans Kristján Árnason hagfræðingur tekur undir að skiptin séu kvíðvænleg. "Menn telja að Powell hafi trúlega sjálfur verið sjálfur á móti árásinni í Írak," sagði hann og taldi að með afsögn hans hljóðnuðu hófsamari raddir í harðasta kjarna repúblíkana í Hvíta húsinu. Hans Kristján taldi erfiðara að spá fyrir um hvort mannaskiptin snertu íslensku þjóðina með beinni hætti. "Hún var búin að kynna sér varnarmálin og þótt hún teljist til harðlínunnar er ekki þar með sagt að hún sé fjandsamleg Íslendingum," sagði hann. Jón Hákon Magnússon, formaður Almannatengslafélags Íslands og fjölmiðlamaður, telur um margt heppilegt fyrir Íslendinga að Rice skyldi taka við. Hann segir að sem herforingi og Nato-maður hafi Colin Powell skilið bæði þarfir Íslands og varnir í Norður Atlantshafi. "Condoleezza Rice er hins vegar sérfræðingur í Rússlandi og gömlu Sovétblokkinni og áttar sig því líka á tengslum landa og mikilvægi svæðisins," segir hann. Þá telur Jón Hákon að tal um "hauka" í Hvíta húsinu dálítið klisjukennt. "Núna kemur í ljóst hvort hún er það eða ekki. Hún er hins vegar mikil menningarmanneskja, hefur meira að segja komið fram sem klassískur píanisti. Hún er örugglega eldklár manneskja og ég held hún sé ekki sá "haukur" sem menn vilja vera láta," segir hann og bendir á að enginn í Bandaríska stjórnkerfinu hafi jafn góðan aðgang að Bandaríkjaforseta, en hún er vinur fjölskyldunnar og hefur eitt drjúgum tíma með Bush. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Til eru þeir sem telja kvíðvænlegt að Condoleezza Rice taki við stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna af Colin Powell og telja það til marks um að enn verði aukin harka í utanríkispólitík landsins. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína, telur skiptin ekki benda til að "stríðsforsetinn" ætli að laga til í utanríkismálunum þjóðar sinnar. "Maður hefur ekki heyrt annað en að hún hafi verið harðlínumegin í þessu liði hans," segir Sveinn Rúnar. Hans Kristján Árnason hagfræðingur tekur undir að skiptin séu kvíðvænleg. "Menn telja að Powell hafi trúlega sjálfur verið sjálfur á móti árásinni í Írak," sagði hann og taldi að með afsögn hans hljóðnuðu hófsamari raddir í harðasta kjarna repúblíkana í Hvíta húsinu. Hans Kristján taldi erfiðara að spá fyrir um hvort mannaskiptin snertu íslensku þjóðina með beinni hætti. "Hún var búin að kynna sér varnarmálin og þótt hún teljist til harðlínunnar er ekki þar með sagt að hún sé fjandsamleg Íslendingum," sagði hann. Jón Hákon Magnússon, formaður Almannatengslafélags Íslands og fjölmiðlamaður, telur um margt heppilegt fyrir Íslendinga að Rice skyldi taka við. Hann segir að sem herforingi og Nato-maður hafi Colin Powell skilið bæði þarfir Íslands og varnir í Norður Atlantshafi. "Condoleezza Rice er hins vegar sérfræðingur í Rússlandi og gömlu Sovétblokkinni og áttar sig því líka á tengslum landa og mikilvægi svæðisins," segir hann. Þá telur Jón Hákon að tal um "hauka" í Hvíta húsinu dálítið klisjukennt. "Núna kemur í ljóst hvort hún er það eða ekki. Hún er hins vegar mikil menningarmanneskja, hefur meira að segja komið fram sem klassískur píanisti. Hún er örugglega eldklár manneskja og ég held hún sé ekki sá "haukur" sem menn vilja vera láta," segir hann og bendir á að enginn í Bandaríska stjórnkerfinu hafi jafn góðan aðgang að Bandaríkjaforseta, en hún er vinur fjölskyldunnar og hefur eitt drjúgum tíma með Bush.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira