Upplausn í skólum 16. nóvember 2004 00:01 Kennarar verða að fara að lögum eins og aðrir þótt þeir séu að berjst fyrir betri kjörum. Sú upplausn sem varð víða í grunnskólum landsins í gær þegar kennarar mættu ekki til starfa er óviðunandi. Kennarar verða að hugsa um börnin sem þeir eiga að vera fyrirmynd þrátt fyrir erfiða kjarabaráttu. Það var ömurlegt að horfa upp á börn sem voru á leið heim úr skólanum í gærmorgun, eftir að hafa farið í skólann og uppgötvað að þar var enginn kennari til að kenna þeim. Alþingi samþykkti lög á kennaraverkfallið á laugardag og eftir þeim lögum bar kennurum að fara. Þegar lagafrumvarpið kom fram fyrir helgi var greinilegt að stjórnvöld vildu fara mjúku leiðina í þessu máli og gefa deilendum kost á að semja í þessari langvinnu og hatrömmu deilu. Sú leið var líka valin vegna ábendinga frá Alþjóðavinnumálastofnuninni, sem greinilega hefur fylgst með framvindu mála hér á landi. Kjaradeilur hér hafa komið til kasta þeirrar stofnunar, sem gert hefur sínar athugasemdir við gang mála. Þá gerðu stjórnvöld líka hárrétt í því að breyta frumvarpinu á laugardag til að koma til móts við kennara í deilunni. Enn var reynt að koma til móts við kennara á samningafundi á sunnudagskvöld, en ekkert virðist hafa dugað. Þegar eingreiðslan hafði verið samþykkt ólu sumir þá von í brjósti að forysta kennara tæki af skarið og höfðaði ekki til samvisku hvers og eins kennara, um hvort þeir myndu mæta til vinnu í gær, heldur hvettu kennara til að taka upp eðlilegt skólastarf. Það gerði forystan ekki, þessvegna varð víða upplausn í grunnskólum landsins í gærmorgun. Fagnaðarlæti kennara við úrslitum atkvæðagreiðslunnar um miðlunartilllögu sáttasemjara fóru fyrir brjóstið á morgun þótt kennarar væru að sjálfsögðu ekki að fagna áframhaldandi verkfalli heldur samstöðunni um afstöðu til tillögunnar. Fjarvera margra kennara í gær hefur eflaust haft svipuð áhrif. Svo virðist sem menn hafi ekki sem skyldi áttað sig á síðustu kjarasamningum þegar þeir voru gerðir. Síðan hefur verið lögð áhersla á einsetningu skóla þar sem slíkt fyrirkomulag var ekki fyrir, og með einsetningunni og ýmsum öðrum skipulagsbreytingum hafa möguleikar ungra og þróttmikilla kennara til yfirvinnu minnkað. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga hafa nú frest út þessa viku til að ganga frá nýjum samningum áður en gerðardómur tekur til starfa. Vonandi tekst að ná samkomulagi á þeim tíma. Það er deginum ljósara að það þarf að bæta kjör kennara og þeir hafa með réttu bent á mörg atriði máli sínu til stuðnings. Kennarar þurfa líka að hafa þjóðfélagið með sér í kjarabaráttunni, því að störf þeirra snerta meira og minna hvert einasta heimili í landinu. Kennarar mega ekki ofbjóða fólki í stundaræsingi, þeir verða að reyna að halda ró sinni og muna að þeir eru mikilvæg fyrirmynd. Ef þeim tekst það eiga þeir vísan góðan stuðning við sanngjarnan málstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Kennarar verða að fara að lögum eins og aðrir þótt þeir séu að berjst fyrir betri kjörum. Sú upplausn sem varð víða í grunnskólum landsins í gær þegar kennarar mættu ekki til starfa er óviðunandi. Kennarar verða að hugsa um börnin sem þeir eiga að vera fyrirmynd þrátt fyrir erfiða kjarabaráttu. Það var ömurlegt að horfa upp á börn sem voru á leið heim úr skólanum í gærmorgun, eftir að hafa farið í skólann og uppgötvað að þar var enginn kennari til að kenna þeim. Alþingi samþykkti lög á kennaraverkfallið á laugardag og eftir þeim lögum bar kennurum að fara. Þegar lagafrumvarpið kom fram fyrir helgi var greinilegt að stjórnvöld vildu fara mjúku leiðina í þessu máli og gefa deilendum kost á að semja í þessari langvinnu og hatrömmu deilu. Sú leið var líka valin vegna ábendinga frá Alþjóðavinnumálastofnuninni, sem greinilega hefur fylgst með framvindu mála hér á landi. Kjaradeilur hér hafa komið til kasta þeirrar stofnunar, sem gert hefur sínar athugasemdir við gang mála. Þá gerðu stjórnvöld líka hárrétt í því að breyta frumvarpinu á laugardag til að koma til móts við kennara í deilunni. Enn var reynt að koma til móts við kennara á samningafundi á sunnudagskvöld, en ekkert virðist hafa dugað. Þegar eingreiðslan hafði verið samþykkt ólu sumir þá von í brjósti að forysta kennara tæki af skarið og höfðaði ekki til samvisku hvers og eins kennara, um hvort þeir myndu mæta til vinnu í gær, heldur hvettu kennara til að taka upp eðlilegt skólastarf. Það gerði forystan ekki, þessvegna varð víða upplausn í grunnskólum landsins í gærmorgun. Fagnaðarlæti kennara við úrslitum atkvæðagreiðslunnar um miðlunartilllögu sáttasemjara fóru fyrir brjóstið á morgun þótt kennarar væru að sjálfsögðu ekki að fagna áframhaldandi verkfalli heldur samstöðunni um afstöðu til tillögunnar. Fjarvera margra kennara í gær hefur eflaust haft svipuð áhrif. Svo virðist sem menn hafi ekki sem skyldi áttað sig á síðustu kjarasamningum þegar þeir voru gerðir. Síðan hefur verið lögð áhersla á einsetningu skóla þar sem slíkt fyrirkomulag var ekki fyrir, og með einsetningunni og ýmsum öðrum skipulagsbreytingum hafa möguleikar ungra og þróttmikilla kennara til yfirvinnu minnkað. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga hafa nú frest út þessa viku til að ganga frá nýjum samningum áður en gerðardómur tekur til starfa. Vonandi tekst að ná samkomulagi á þeim tíma. Það er deginum ljósara að það þarf að bæta kjör kennara og þeir hafa með réttu bent á mörg atriði máli sínu til stuðnings. Kennarar þurfa líka að hafa þjóðfélagið með sér í kjarabaráttunni, því að störf þeirra snerta meira og minna hvert einasta heimili í landinu. Kennarar mega ekki ofbjóða fólki í stundaræsingi, þeir verða að reyna að halda ró sinni og muna að þeir eru mikilvæg fyrirmynd. Ef þeim tekst það eiga þeir vísan góðan stuðning við sanngjarnan málstað.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun