...eina litla teskeið pipar 27. nóvember 2004 00:01 Í dag voru bökuð og skreytt 2000 piparkökuhjörtu í Kringlunni af útskriftarnemum Hótel- og matvælaskólans. Tilefnið var Piparkökuhúsaleikur Kötlu sem nú er haldinn 12. árið í röð. Til mikils að vinna og börnin sérstaklega hvött til þess að taka þátt. Konungshallir, raðhúsalengjur, einbýlishús og blokkir eru meðal þeirra listaverka sem sett hafa verið saman í Piparkökuhúsaleik Kötlu á undanförnum árum. Leikurinn, sem hjá mörgum markar upphaf jólanna, hefst í Kringlunni þann 3. desember n.k. þegar tekið verður á móti piparkökuhúsum á milli kl. 18 og 20. "Við viljum endilega hvetja sem flesta til þess að taka þátt – unga sem aldna, konur og karla," segir Bergsveinn Arilíusson, forsvarsmaður bakarsviðs Kötlu. Hann viðurkennir að keppnin sé oft hörð enda margir þátttakendur orðnir sjóaðir í gerð piparkökuhúsa: "Jú, sumir keppendur taka þátt ár eftir ár og bera stundum sigur úr bítum og stundum ekki. En til þess að ekki halli á yngstu keppendurna bjóðum við börnum að skrá sín hús sérstaklega. Þeir sem bera sigur úr býtum í krakkakeppninni fá að launum Playstation 2 leikjatölvu." Þeir sem ekki voru þegar komnir með kökukeflið á loft og vantaði innblástur, skelltu sér í Kringluna í dag. Þá komu bakarar Kötlu með útskriftarnemum bakarasviðs frá Hótel- og matvælaskólanum á svæðið, með ríflega 2000 piparkökuhjörtu sem bakarar framtíðarinnar skreyttu síðan og gáfu gestum og gangandi. Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið einstaklega góð og að smáfólkið hafi fengið jólafiðring í magann við piparkökuátið. "Yfirleitt er þátttaka í Piparkökuhúsaleiknum feikilega góð. Við viljum þó endilega að fólk, sem ekki hefur tekið þátt áður, spreyti sig líka. Með uppákomunni í Kringlunni í dag vonuðumst við til þess að ná til þeirra sem ekki hafa tekið þátt áður," segir Bergsveinn og undirstrikar að það eitt að vera með sé aðalatriðið. "Við gleymum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um allt of oft í jólaösinni. Með því að grípa kökukeflið og hræra saman smá glassúr getum við sest niður við eldhúsborðið og dundað okkur við eitthvað skemmtilegt með smáfólkinu okkar. Jólin snúast nú einu sinni um fjölskylduna!" Þátttakendum í Piparkökuhúsaleik Kötlu er beint á að skila meistaraverkunum sínum fyrir föstudaginn 3. desember á millli kl. 18 og 20. Og það er til mikils að vinna. 1. vinningur er 150.000 króna gjafabréf frá Kringlunni2. vinningur er 75.000 króna gjafabréf frá Kringlunni3. vinningur er 50.000 gjafabréf frá Kringlunni Að sögn Bergsveins gæti ekki verið einfaldara að taka þátt: "Jú, reglurnar eru sáraeinfaldar. Aðalatriðið er að húsið sé ætt, en þó er í lagi að nota "óætar" ljósaseríur til þess að lýsa það upp eða umhverfi þess." Reglurnar koma líka í veg fyrir að starfsmenn Kötlu geti tekið þátt, en Bergsveinn segist þó luma á nokkrum góðum ábendingum til þátttakanda varðandi samsetningu og skreytingu: "Það er gott að hræra örlítið af eggjahvítu og flórsykri. Þessi blanda er bragðgóð en hún harðnar þó ansi fljótt þannig að betra er að hafa snör handbrögð. Blönduna er síðan hægt að setja í sprautupoka og sprauta á þá hluta sem haldast þurfa saman. Þegar búið er að sprauta þarf aðeins að halda við í stutta stund og þá ættu hlutarnir að haldast saman," segir Bergsveinn og bendir á að einnig sé hægt að nota þessa blöndu til þess að skreyta húsin. "Síðan er hægt að blanda henni saman við matarlit, en án lits lítur þetta nákvæmlega eins út og jólasnjór!"MYND/Kristín BogadóttirMYND/Kristín BogadóttirMYND/Kristín Bogadóttir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Í dag voru bökuð og skreytt 2000 piparkökuhjörtu í Kringlunni af útskriftarnemum Hótel- og matvælaskólans. Tilefnið var Piparkökuhúsaleikur Kötlu sem nú er haldinn 12. árið í röð. Til mikils að vinna og börnin sérstaklega hvött til þess að taka þátt. Konungshallir, raðhúsalengjur, einbýlishús og blokkir eru meðal þeirra listaverka sem sett hafa verið saman í Piparkökuhúsaleik Kötlu á undanförnum árum. Leikurinn, sem hjá mörgum markar upphaf jólanna, hefst í Kringlunni þann 3. desember n.k. þegar tekið verður á móti piparkökuhúsum á milli kl. 18 og 20. "Við viljum endilega hvetja sem flesta til þess að taka þátt – unga sem aldna, konur og karla," segir Bergsveinn Arilíusson, forsvarsmaður bakarsviðs Kötlu. Hann viðurkennir að keppnin sé oft hörð enda margir þátttakendur orðnir sjóaðir í gerð piparkökuhúsa: "Jú, sumir keppendur taka þátt ár eftir ár og bera stundum sigur úr bítum og stundum ekki. En til þess að ekki halli á yngstu keppendurna bjóðum við börnum að skrá sín hús sérstaklega. Þeir sem bera sigur úr býtum í krakkakeppninni fá að launum Playstation 2 leikjatölvu." Þeir sem ekki voru þegar komnir með kökukeflið á loft og vantaði innblástur, skelltu sér í Kringluna í dag. Þá komu bakarar Kötlu með útskriftarnemum bakarasviðs frá Hótel- og matvælaskólanum á svæðið, með ríflega 2000 piparkökuhjörtu sem bakarar framtíðarinnar skreyttu síðan og gáfu gestum og gangandi. Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið einstaklega góð og að smáfólkið hafi fengið jólafiðring í magann við piparkökuátið. "Yfirleitt er þátttaka í Piparkökuhúsaleiknum feikilega góð. Við viljum þó endilega að fólk, sem ekki hefur tekið þátt áður, spreyti sig líka. Með uppákomunni í Kringlunni í dag vonuðumst við til þess að ná til þeirra sem ekki hafa tekið þátt áður," segir Bergsveinn og undirstrikar að það eitt að vera með sé aðalatriðið. "Við gleymum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um allt of oft í jólaösinni. Með því að grípa kökukeflið og hræra saman smá glassúr getum við sest niður við eldhúsborðið og dundað okkur við eitthvað skemmtilegt með smáfólkinu okkar. Jólin snúast nú einu sinni um fjölskylduna!" Þátttakendum í Piparkökuhúsaleik Kötlu er beint á að skila meistaraverkunum sínum fyrir föstudaginn 3. desember á millli kl. 18 og 20. Og það er til mikils að vinna. 1. vinningur er 150.000 króna gjafabréf frá Kringlunni2. vinningur er 75.000 króna gjafabréf frá Kringlunni3. vinningur er 50.000 gjafabréf frá Kringlunni Að sögn Bergsveins gæti ekki verið einfaldara að taka þátt: "Jú, reglurnar eru sáraeinfaldar. Aðalatriðið er að húsið sé ætt, en þó er í lagi að nota "óætar" ljósaseríur til þess að lýsa það upp eða umhverfi þess." Reglurnar koma líka í veg fyrir að starfsmenn Kötlu geti tekið þátt, en Bergsveinn segist þó luma á nokkrum góðum ábendingum til þátttakanda varðandi samsetningu og skreytingu: "Það er gott að hræra örlítið af eggjahvítu og flórsykri. Þessi blanda er bragðgóð en hún harðnar þó ansi fljótt þannig að betra er að hafa snör handbrögð. Blönduna er síðan hægt að setja í sprautupoka og sprauta á þá hluta sem haldast þurfa saman. Þegar búið er að sprauta þarf aðeins að halda við í stutta stund og þá ættu hlutarnir að haldast saman," segir Bergsveinn og bendir á að einnig sé hægt að nota þessa blöndu til þess að skreyta húsin. "Síðan er hægt að blanda henni saman við matarlit, en án lits lítur þetta nákvæmlega eins út og jólasnjór!"MYND/Kristín BogadóttirMYND/Kristín BogadóttirMYND/Kristín Bogadóttir
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira