Bergsveinn aðstoðar Viggó 29. nóvember 2004 00:01 Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Frá þessu var greint í gær en ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár. Viggó og Bergsveinn hafa þekkst lengi enda var Viggó fyrsti þjálfari Bergsveins í meistaraflokki en hann þjálfaði hann einnig í 2. flokki og í unglingalandsliðinu. "Nafn Bergsveins kom mjög fljótt upp og hann var minn fyrsti kostur í stöðuna," sagði Viggó Sigurðsson við Fréttablaðið í gær en hann mun láta Bergsvein sjá um markverði liðsins en markvörslu hefur oftar en ekki verið ábótavant hjá landsliðinu á stórmótum. "Ég treysti Bergsveini 100% í þetta starf enda hæfur maður og þar að auki mikill keppnismaður," sagði Viggó. Bergsveinn hefur lítið verið við boltann frá því hann aðstoðaði Einar Gunnar Sigurðsson, fyrrum þjálfara FH, fyrir tveimur árum. Hann játaði í samtali við Fréttablaðið að boð Viggós hefði komið honum á óvart. "Ég get ekki neitað því að ég varð frekar hissa þegar Viggó hringdi í mig. Ég átti alls ekki von á þessu," sagð Bergsveinn. "Engu að síður er ég klár í slaginn og treysti mér fullkomlega til þess að klára þetta verkefni. Ég bý yfir mikilli reynslu enda var ég með landsliðinu í tíu ár og hef farið á mörg stórmót. Ég mun að sjálfsögðu aðstoða Viggó á allan mögulegan hátt og þar að auki mun ég sjá um markverðina - þjálfa þá, horfa á spólur með þeim og sjá til þess að allt sé í lagi hjá þeim." Viggó er ákaflega líflegur þjálfari og hefur gantast með að hann verði að hafa aðstoðarþjálfara í Túnis sem geti róað hann niður þegar mikið liggur við. Bergsvein hlakkar mikið til að vinna með Viggó. "Ég kvíði engu í okkar samstarfi. Ég hlakka bara til og þetta verður örugglega gaman. Viggó er maður að mínu skapi, hreinn og beinn í samskiptum. Það er jákvætt því þá veit maður hvar maður hefur viðkomandi aðila," sagði Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Frá þessu var greint í gær en ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár. Viggó og Bergsveinn hafa þekkst lengi enda var Viggó fyrsti þjálfari Bergsveins í meistaraflokki en hann þjálfaði hann einnig í 2. flokki og í unglingalandsliðinu. "Nafn Bergsveins kom mjög fljótt upp og hann var minn fyrsti kostur í stöðuna," sagði Viggó Sigurðsson við Fréttablaðið í gær en hann mun láta Bergsvein sjá um markverði liðsins en markvörslu hefur oftar en ekki verið ábótavant hjá landsliðinu á stórmótum. "Ég treysti Bergsveini 100% í þetta starf enda hæfur maður og þar að auki mikill keppnismaður," sagði Viggó. Bergsveinn hefur lítið verið við boltann frá því hann aðstoðaði Einar Gunnar Sigurðsson, fyrrum þjálfara FH, fyrir tveimur árum. Hann játaði í samtali við Fréttablaðið að boð Viggós hefði komið honum á óvart. "Ég get ekki neitað því að ég varð frekar hissa þegar Viggó hringdi í mig. Ég átti alls ekki von á þessu," sagð Bergsveinn. "Engu að síður er ég klár í slaginn og treysti mér fullkomlega til þess að klára þetta verkefni. Ég bý yfir mikilli reynslu enda var ég með landsliðinu í tíu ár og hef farið á mörg stórmót. Ég mun að sjálfsögðu aðstoða Viggó á allan mögulegan hátt og þar að auki mun ég sjá um markverðina - þjálfa þá, horfa á spólur með þeim og sjá til þess að allt sé í lagi hjá þeim." Viggó er ákaflega líflegur þjálfari og hefur gantast með að hann verði að hafa aðstoðarþjálfara í Túnis sem geti róað hann niður þegar mikið liggur við. Bergsvein hlakkar mikið til að vinna með Viggó. "Ég kvíði engu í okkar samstarfi. Ég hlakka bara til og þetta verður örugglega gaman. Viggó er maður að mínu skapi, hreinn og beinn í samskiptum. Það er jákvætt því þá veit maður hvar maður hefur viðkomandi aðila," sagði Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira