Fjölskylda fær skaðabætur 1. desember 2004 00:01 Afganska ríkisstjórnin hefur greitt fjölskyldu Feribu, 13 ára gamallar stúlku sem lést í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl, rúmar 140 þúsund krónur í skaðabætur fyrir dótturmissinn. Þetta kemur fram í nýrri grein um tilræðið í vefriti IWPR (Institute for War and Peace Reporting). Talibshah Khaksar, faðir stúlkunnar, segir í viðtali við IWPR að þetta hafi ekki hrokkið fyrir útför hennar. Um hundrað þúsund krónur söfnuðust handa fjölskyldunni í söfnun hér á landi. Haft er eftir heimildum innan afgönsku leyniþjónustunnar að tilræðismaðurinn hafi heitið Matiullah og verið þekktur sem félagi í hreyfingu undir stjórn Maulavi Younis Khalis sem síðar gekk í raðir Talibana. Matiullah var búsettur í Shamshatu-flóttamannabúðunum í Peshawar í Pakistan en kom gagngert til Kabúl til að fremja hryðjuverk. Afganskir embættismenn, Sameinuðu þjóðirnar, erlend sendiráð og ýmis hjálparsamtök höfðu á undanförnum mánuðum annað slagið varað við hættunni af því að versla á Kjúklingastræti. Feriba, 13 ára gömul afgönsk stúlka, og 23 ára gömul bandarísk kona létust í árásinni og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Þrátt fyrir dauða Feribu halda börn ennþá áfram að stunda götusölu í Kjúklingastræti. Haft er eftir Rohullah, tíu ára, sem selur kort og bréfsefni á Kjúklingastræti, að hann sé ekki hræddur. Tekjurnar af því að selja útlendingum séu svo miklar að hann geti ekki annað. Sima Gul, 12 ára, sem selur plastsólgleraugu, segir: "Ég hræðist ekkert. Ég þarf að sjá fjölskyldunni fyrir mat, annars deyjum við úr hungri." Mohammad Yousuf, yfirmaður Ashiana, þjálfunar- og menntunarmiðstöðvar fyrir börn í Kabúl, segir að götusölubörnin séu í mestri hættu vegna árása á útlendinga. "Börnin láta ekki í ljós hræðslu en árásirnar hafa haft slæmar sálfræðilegar afleiðingar fyrir þau. Þau eru hrædd við að verða rænd og verða fórnarlömb árása á útlendinga. Þau hafa hins vegar engan annan kost." Ashiana-miðstöðin hefur á prjónunum námskeið þar sem götubörnum verður kennt að skynja þær hættur sem leynast á götum Kabúl. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Afganska ríkisstjórnin hefur greitt fjölskyldu Feribu, 13 ára gamallar stúlku sem lést í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl, rúmar 140 þúsund krónur í skaðabætur fyrir dótturmissinn. Þetta kemur fram í nýrri grein um tilræðið í vefriti IWPR (Institute for War and Peace Reporting). Talibshah Khaksar, faðir stúlkunnar, segir í viðtali við IWPR að þetta hafi ekki hrokkið fyrir útför hennar. Um hundrað þúsund krónur söfnuðust handa fjölskyldunni í söfnun hér á landi. Haft er eftir heimildum innan afgönsku leyniþjónustunnar að tilræðismaðurinn hafi heitið Matiullah og verið þekktur sem félagi í hreyfingu undir stjórn Maulavi Younis Khalis sem síðar gekk í raðir Talibana. Matiullah var búsettur í Shamshatu-flóttamannabúðunum í Peshawar í Pakistan en kom gagngert til Kabúl til að fremja hryðjuverk. Afganskir embættismenn, Sameinuðu þjóðirnar, erlend sendiráð og ýmis hjálparsamtök höfðu á undanförnum mánuðum annað slagið varað við hættunni af því að versla á Kjúklingastræti. Feriba, 13 ára gömul afgönsk stúlka, og 23 ára gömul bandarísk kona létust í árásinni og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Þrátt fyrir dauða Feribu halda börn ennþá áfram að stunda götusölu í Kjúklingastræti. Haft er eftir Rohullah, tíu ára, sem selur kort og bréfsefni á Kjúklingastræti, að hann sé ekki hræddur. Tekjurnar af því að selja útlendingum séu svo miklar að hann geti ekki annað. Sima Gul, 12 ára, sem selur plastsólgleraugu, segir: "Ég hræðist ekkert. Ég þarf að sjá fjölskyldunni fyrir mat, annars deyjum við úr hungri." Mohammad Yousuf, yfirmaður Ashiana, þjálfunar- og menntunarmiðstöðvar fyrir börn í Kabúl, segir að götusölubörnin séu í mestri hættu vegna árása á útlendinga. "Börnin láta ekki í ljós hræðslu en árásirnar hafa haft slæmar sálfræðilegar afleiðingar fyrir þau. Þau eru hrædd við að verða rænd og verða fórnarlömb árása á útlendinga. Þau hafa hins vegar engan annan kost." Ashiana-miðstöðin hefur á prjónunum námskeið þar sem götubörnum verður kennt að skynja þær hættur sem leynast á götum Kabúl.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira