Flugvöllurinn 3. desember 2004 00:01 Enn og aftur hefur nokkuð verið rætt um um framtíð Reykjavíkurflugvallar og nú í tengslum við varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Málið kom til umræðu á Alþingi í vikunni og sagði Mörður Árnason þá að nýjar aðstæður hefðu skapast og réttast væri að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar. Inn í þessar umræður kemur svo svokölluð flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, sem er til háborinnar skammar, eins og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að ekki þurfi bara nýja flugstöð við Reykjavíkurflugvöll, heldur þurfi að athuga miklu betur samgöngumiðstöð í Reykjavík fyrir flug og rútur. Vísir að samgöngumiðstöð er þegar fyrir hendi þar sem Umferðarmiðstöðin í Vatnsmýrinni er, en það þarf að tengja hana betur fluginu. Þessi mál komast aldrei í viðunandi horf fyrr en reist verður ný miðstöð, og hafa menn þá nefnt svæðið austan við Reykjavíkurflugvöll í námunda við Nauthólsvík. Samkvæmt núverandi skipulagi verður Reykjavíkurflugvöllur á sínum stað fram til ársins 2016. Framtíð hans var ákveðin í atkvæðagreiðslu árið 2002. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að sér fyndist rétt að skoða málið nú upp á nýtt í ljósi þess að svo geti farið að Íslendingar taki á sig meiri kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að innanlandsfluginu sé best fyrir komið í Reykjavík, en þurfi Íslendingar að taka á sig meiri kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar þurfi hugsanlega að stokka spilin upp á nýtt. Frá því greidd voru atkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar fyrir tveimur árum er búið að tvöfalda Reykjanesbraut að hluta og menn sjá fyrir endann á því verkefni. Þeir sem eiga leið um brautina nú finna greinilega mikinn mun. Umferðin gengur nú mun greiðar á kaflanum sem hefur verið tvöfaldaður og umferðaröryggið hefur aukist að mun. Bættar samgöngur á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins hafa áreiðanlega sitt að segja varðandi afstöðu fólks til framtíðar Reykjavíkurflugvallar. Það voru aðeins Reykvíkingar sem greiddu atkvæði um framtíð flugvallarins, en fólkið á landsbygðinni sem notar hann mest fékk ekki að láta álit sitt í ljós. Þetta var svolítið öfugsnúið að margra mati. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að góðar og greiðar samgöngur séu við höfuðborg landsins og að sem minnstur tími fari í ferðir til og frá flugvelli þegar farið er til Reykjavíkur. Milkar endurbætur hafa verið gerðar á Reykjavíkurflugvelli á undanförnum misserum, en nú vantar sárlega að bæta hina svokölluðu flugstöð eða reisa nýja. Það hlýtur að vera hægt að haga málum þannig að ný samgöngumiðstöð verði reist í Reykjavík, burtséð frá því hvort innanlandsflugið verður flutt til Keflavíkurflugvallar. Hér verður að vera einhvers konar miðstöð samgangna hvort sem menn koma til höfuðborgarinnar í lofti eða á láði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Enn og aftur hefur nokkuð verið rætt um um framtíð Reykjavíkurflugvallar og nú í tengslum við varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Málið kom til umræðu á Alþingi í vikunni og sagði Mörður Árnason þá að nýjar aðstæður hefðu skapast og réttast væri að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar. Inn í þessar umræður kemur svo svokölluð flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, sem er til háborinnar skammar, eins og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að ekki þurfi bara nýja flugstöð við Reykjavíkurflugvöll, heldur þurfi að athuga miklu betur samgöngumiðstöð í Reykjavík fyrir flug og rútur. Vísir að samgöngumiðstöð er þegar fyrir hendi þar sem Umferðarmiðstöðin í Vatnsmýrinni er, en það þarf að tengja hana betur fluginu. Þessi mál komast aldrei í viðunandi horf fyrr en reist verður ný miðstöð, og hafa menn þá nefnt svæðið austan við Reykjavíkurflugvöll í námunda við Nauthólsvík. Samkvæmt núverandi skipulagi verður Reykjavíkurflugvöllur á sínum stað fram til ársins 2016. Framtíð hans var ákveðin í atkvæðagreiðslu árið 2002. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að sér fyndist rétt að skoða málið nú upp á nýtt í ljósi þess að svo geti farið að Íslendingar taki á sig meiri kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að innanlandsfluginu sé best fyrir komið í Reykjavík, en þurfi Íslendingar að taka á sig meiri kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar þurfi hugsanlega að stokka spilin upp á nýtt. Frá því greidd voru atkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar fyrir tveimur árum er búið að tvöfalda Reykjanesbraut að hluta og menn sjá fyrir endann á því verkefni. Þeir sem eiga leið um brautina nú finna greinilega mikinn mun. Umferðin gengur nú mun greiðar á kaflanum sem hefur verið tvöfaldaður og umferðaröryggið hefur aukist að mun. Bættar samgöngur á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins hafa áreiðanlega sitt að segja varðandi afstöðu fólks til framtíðar Reykjavíkurflugvallar. Það voru aðeins Reykvíkingar sem greiddu atkvæði um framtíð flugvallarins, en fólkið á landsbygðinni sem notar hann mest fékk ekki að láta álit sitt í ljós. Þetta var svolítið öfugsnúið að margra mati. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að góðar og greiðar samgöngur séu við höfuðborg landsins og að sem minnstur tími fari í ferðir til og frá flugvelli þegar farið er til Reykjavíkur. Milkar endurbætur hafa verið gerðar á Reykjavíkurflugvelli á undanförnum misserum, en nú vantar sárlega að bæta hina svokölluðu flugstöð eða reisa nýja. Það hlýtur að vera hægt að haga málum þannig að ný samgöngumiðstöð verði reist í Reykjavík, burtséð frá því hvort innanlandsflugið verður flutt til Keflavíkurflugvallar. Hér verður að vera einhvers konar miðstöð samgangna hvort sem menn koma til höfuðborgarinnar í lofti eða á láði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun