Gengi dollars lækkar enn 7. desember 2004 00:01 Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil. Á alþjóðavettvangi eru nokkrar áhyggjur vegna falls dollarsins, einkum gagnvart evrunni. Er svo komið að evrópski seðlabankinn og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sendu í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hátt gengi evrunnar væri vandamál. Fjárfestar virðast hins vegar ákveðnir í að losa sig við sem mest af dollurum og því lækkar gengi enn. Gagnvart krónunni er dollarinn einnig mjög veikur. Fyrir hádegi var sölugengið 62 krónur og 40 aurar en var á föstudag rúmlega 63 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka nemur lækkun morgunsins 0,31 prósenti. Mikil lækkun dollarsins ætti að hafa nokkra vöruverðslækkun í för með sér en enn sem komið er virðist sem að einungis amerískir bílar hafi lækkað í verði - annað ekki. Einkum hefur þar verið litið til matvöru en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru á síðasta ári 8,8% matvæla flutt inn frá Bandaríkjunum og 7% neysluvarnings. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil. Á alþjóðavettvangi eru nokkrar áhyggjur vegna falls dollarsins, einkum gagnvart evrunni. Er svo komið að evrópski seðlabankinn og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sendu í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hátt gengi evrunnar væri vandamál. Fjárfestar virðast hins vegar ákveðnir í að losa sig við sem mest af dollurum og því lækkar gengi enn. Gagnvart krónunni er dollarinn einnig mjög veikur. Fyrir hádegi var sölugengið 62 krónur og 40 aurar en var á föstudag rúmlega 63 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka nemur lækkun morgunsins 0,31 prósenti. Mikil lækkun dollarsins ætti að hafa nokkra vöruverðslækkun í för með sér en enn sem komið er virðist sem að einungis amerískir bílar hafi lækkað í verði - annað ekki. Einkum hefur þar verið litið til matvöru en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru á síðasta ári 8,8% matvæla flutt inn frá Bandaríkjunum og 7% neysluvarnings.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira