Mogginn flytur 10. desember 2004 00:01 Morgunblaðið flytur úr Kringlunni og upp í Hádegismóa við Rauðavatn þar sem ný prentsmiðja blaðsins er. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur selt fasteign sína við Kringluna fyrir 2,1 milljarð króna. Klasi hf., fasteignafélag í eigu Íslandsbanka, kaupir fasteignir Morgunblaðsins við Kringluna og í kaupsamningi kveður á um að Klasi byggi nýtt húsnæði undir skrifstofur og ritstjórn Morgunblaðsis við hlið nýju prenstmiðjunnar. Morgunblaðið gerir langtímasamning um leigu húsnæðisins. Að sögn Hallgríms B. Geirssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs, kom það framkvæmdastjórn félagsins á óvart hve mikil verðmæti væru fólgin í húsakosti og lóð blaðsins. "Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða sem kom að því leyti til á óvart að við gerðum okkur ekki grein fyrir yfir hvaða verðmætum við byggjum," segir hann. Hann segir að þegar Morgunblaðsmenn hófu undirbúning á sölu gömlu prentsmiðjunnar, sem er í viðbyggingu við húsakynnir ritstjórnarinnar, hafi komið í ljós að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa hana en auk þess sýnt áhuga á skrifsotufhúsnæðinu í heild sinni og lóðinni. Hann segir aðstæður á fasteignamarkaði um þessar mundir vera Morgunblaðinu hagstæðar og því hafi færi verið gripið til að flytja starfsemina. Hallgrímur segir sölu fasteignarinnar styrkja stöðu Morgunblaðsins í samkeppni og treysta rekstur blaðsins. Nýjar höfuðstöðvar Morgunblaðsins verða ögn minni en húsið við Kringluna. Hallgrímur segir að margt hafi breyst á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan Morgunblaðshúsið við Kringluna var tekið í notkun. Gamla húsið var miðað við fleira starfsfólk en tækni og hagræðing hefur haft í för með sér að ekki hefur verið þörf á þeim fjölda sem áætlað var. Hallgrímur segir að starfsmenn Morgunblaðsins hafi tekið tíðindum um ætlaðan flutning vel. Margir starfsmenn sakni þó þess að vera nálægt miðbænum þar sem Morgunblaðið hafði lengstum höfuðstöðvar. "Fólkið tekur þessu mjög vel en það er náttúrlega mikill lúxus að vera hér við hliðina á Kringlunni," segir Hallgrímur en bendir þó á að fyrirhugaðar höfuðstöðvar séu í landfræðilegri miðju Stór-Reykjavíkursvæðsins. Framkvæmdir við nýtt skrifsotfuhúsnæði hefjast næsta vor og gert er ráð fyrir að allur rektur Morgunblaðsins verði kominn í Hádegismóa fyrir páska árið 2006. Innlent Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Morgunblaðið flytur úr Kringlunni og upp í Hádegismóa við Rauðavatn þar sem ný prentsmiðja blaðsins er. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur selt fasteign sína við Kringluna fyrir 2,1 milljarð króna. Klasi hf., fasteignafélag í eigu Íslandsbanka, kaupir fasteignir Morgunblaðsins við Kringluna og í kaupsamningi kveður á um að Klasi byggi nýtt húsnæði undir skrifstofur og ritstjórn Morgunblaðsis við hlið nýju prenstmiðjunnar. Morgunblaðið gerir langtímasamning um leigu húsnæðisins. Að sögn Hallgríms B. Geirssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs, kom það framkvæmdastjórn félagsins á óvart hve mikil verðmæti væru fólgin í húsakosti og lóð blaðsins. "Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða sem kom að því leyti til á óvart að við gerðum okkur ekki grein fyrir yfir hvaða verðmætum við byggjum," segir hann. Hann segir að þegar Morgunblaðsmenn hófu undirbúning á sölu gömlu prentsmiðjunnar, sem er í viðbyggingu við húsakynnir ritstjórnarinnar, hafi komið í ljós að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa hana en auk þess sýnt áhuga á skrifsotufhúsnæðinu í heild sinni og lóðinni. Hann segir aðstæður á fasteignamarkaði um þessar mundir vera Morgunblaðinu hagstæðar og því hafi færi verið gripið til að flytja starfsemina. Hallgrímur segir sölu fasteignarinnar styrkja stöðu Morgunblaðsins í samkeppni og treysta rekstur blaðsins. Nýjar höfuðstöðvar Morgunblaðsins verða ögn minni en húsið við Kringluna. Hallgrímur segir að margt hafi breyst á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan Morgunblaðshúsið við Kringluna var tekið í notkun. Gamla húsið var miðað við fleira starfsfólk en tækni og hagræðing hefur haft í för með sér að ekki hefur verið þörf á þeim fjölda sem áætlað var. Hallgrímur segir að starfsmenn Morgunblaðsins hafi tekið tíðindum um ætlaðan flutning vel. Margir starfsmenn sakni þó þess að vera nálægt miðbænum þar sem Morgunblaðið hafði lengstum höfuðstöðvar. "Fólkið tekur þessu mjög vel en það er náttúrlega mikill lúxus að vera hér við hliðina á Kringlunni," segir Hallgrímur en bendir þó á að fyrirhugaðar höfuðstöðvar séu í landfræðilegri miðju Stór-Reykjavíkursvæðsins. Framkvæmdir við nýtt skrifsotfuhúsnæði hefjast næsta vor og gert er ráð fyrir að allur rektur Morgunblaðsins verði kominn í Hádegismóa fyrir páska árið 2006.
Innlent Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira