Umfangsmestu viðskipti íslenskrar viðskiptasögu 19. desember 2004 00:01 Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla dramatík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og tilboð var lagt fram með samþykki stjórnar Big Food Group sem hljóðar upp á 95 pens á hlut. Bank of Scotland sér um stærstan hluta fjármögnunarinnar og tekur einnig níu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Giant BidCo sem hyggst kaupa Big Food Group. Heildarumfang fjármögnunar kaupanna er 112 milljarðar króna. Big Food er metið á 40 milljarða og endurfjármögnun skulda er upp á 42 milljarða og fjármögnun rekstrar og birgða hljóðar upp á 30 milljarða. Þetta eru umfangsmestu og flóknustu viðskipti sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið fyrir. KB banki, Burðarás og Landsbankinn koma einnig að kaupunum. Rekstur Iceland verður undir sérstöku eignarhaldsfélagi þar sem Baugur og Pálmi Haraldsson verða stærstu hlutahafar. Pálmi mun gegna stjórnarformennsku hjá Iceland. Í hóp hluthafa Iceland bætist Milestone við, sem er undir forystu Karls Wernerssonar, kjölfestufjárfestis í Íslandsbanka, og hópur undir forystu Malcolms Walker stofnanda Iceland-keðjunnar. Það vekur athygli hversu stóran eignarhlut Bank of Scotland tekur í eignarhaldsfélaginu. Það er talið til marks um mikla trú bankans á forystu Baugs í þessum kaupum. Kaup Baugs eru stór, jafnvel á breskan mælikvarða og meðal breskra kaupsýslumanna er talið að ef Baugi takist að vinna úr þessari fjárfestingu og skila arðsemi af henni, þá verði þeim allir vegir færir í breskum fjármálaheimi. Tilboð Giant BidCo verður lagt fyrir hluthafafund Big Food Group í janúar og verði tilboðið samþykkt, eins og flest bendir til, mun Baugur og samstarfsaðilar taka við stjórn fyrirtækisins 11. febrúar. Með í kaupunum fylgja fasteignir, meðal annars vel staðsettar búðir Iceland þar sem umtalsverð dulin verðmæti eru talin liggja. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla dramatík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og tilboð var lagt fram með samþykki stjórnar Big Food Group sem hljóðar upp á 95 pens á hlut. Bank of Scotland sér um stærstan hluta fjármögnunarinnar og tekur einnig níu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Giant BidCo sem hyggst kaupa Big Food Group. Heildarumfang fjármögnunar kaupanna er 112 milljarðar króna. Big Food er metið á 40 milljarða og endurfjármögnun skulda er upp á 42 milljarða og fjármögnun rekstrar og birgða hljóðar upp á 30 milljarða. Þetta eru umfangsmestu og flóknustu viðskipti sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið fyrir. KB banki, Burðarás og Landsbankinn koma einnig að kaupunum. Rekstur Iceland verður undir sérstöku eignarhaldsfélagi þar sem Baugur og Pálmi Haraldsson verða stærstu hlutahafar. Pálmi mun gegna stjórnarformennsku hjá Iceland. Í hóp hluthafa Iceland bætist Milestone við, sem er undir forystu Karls Wernerssonar, kjölfestufjárfestis í Íslandsbanka, og hópur undir forystu Malcolms Walker stofnanda Iceland-keðjunnar. Það vekur athygli hversu stóran eignarhlut Bank of Scotland tekur í eignarhaldsfélaginu. Það er talið til marks um mikla trú bankans á forystu Baugs í þessum kaupum. Kaup Baugs eru stór, jafnvel á breskan mælikvarða og meðal breskra kaupsýslumanna er talið að ef Baugi takist að vinna úr þessari fjárfestingu og skila arðsemi af henni, þá verði þeim allir vegir færir í breskum fjármálaheimi. Tilboð Giant BidCo verður lagt fyrir hluthafafund Big Food Group í janúar og verði tilboðið samþykkt, eins og flest bendir til, mun Baugur og samstarfsaðilar taka við stjórn fyrirtækisins 11. febrúar. Með í kaupunum fylgja fasteignir, meðal annars vel staðsettar búðir Iceland þar sem umtalsverð dulin verðmæti eru talin liggja.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira