Boðar lægra vöruverð 30. desember 2004 00:01 Árið 2004 var að mörgu leyti gjöfult fyrir Baug Group. Á árinu höfum við leitast við að færa áherslu okkar frá Íslandi til Bretlands, sérstaklega vegna þeirra tækifæra sem við sjáum þar til að ávaxta fé okkar. Þrátt fyrir þó nokkra eignasölu hérlendis þá voru sumar af eignum okkar umdeildar, sérstaklega þær sem snerta fjölmiðla. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að fara ítarlega í þá umræðu. Ég tel þó að betra sé að fjölmiðlar séu í eigu sterkra sýnilegra eigenda en veikra sem selja sálu sína fyrir næstu heilsíðu. Þá þótti mér merkilegt þegar ríkisfyrirtækið Síminn keypti Skjá 1og fór þar með í samkeppni við RÚV. Skemmtilegt til þess að hugsa að 60 dögum áður höfðu sömu menn og tóku þá ákvörðun farið hamförum um að markaðsráðandi fyrirtæki mætti ekki eiga meira en 10% í fjölmiðli. Eins og fyrr greinir lögðum við áherslu á Bretlandsmarkað. Mosaic keypti Karen Millen og Wisthles, og Baugur keypti ráðandi hlut í Goldsmiths og Mk-One. Við seldum einnig nokkrar af eignum okkar á árinu. Þar ber hæst Flugleiðir, Lyfja, Vörður, Skífan og BT. Í Bretlandi seldum við eignarhlut okkar í House of Fraser . Kaupin á Magasín voru eftirminnileg, ekki bara vegna þess að það voru góð kaup, heldur vegna þess hvað það fór í taugarnar á sumum Dönum að örverpið Ísland hefði keypt þjóðardjásnið af Dönum. Ekki nóg með það, þá höfðu Íslendingarinir áttað sig á hversu verðmætar eignir félagsins voru. Líklegast var ég sárastur á árinu, en samgladdist um leið, félaga Philip Green þegar hann greiddi sér 65 milljarða í arð út úr Arcadia, félaginu sem ég færði honum á silfurfati. Hlutur Baugs hefði verið 50% af þeirri upphæð ef ekki hefði komið til lögregluinnrásar sem spilllti því fyrir Baugi. Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. Við höfum nú gert óafturkallanlegt tilboð í Big Food Group, sem er gott fyrir land og þjóð. Við ættum að geta lækkað verð á innflutum vörum um 1-3% á næstu 12 mánuðum ásamt því að innlendir hluthafar munu hagnast vel gangi áætlanir eftir. Svíþjóð á IKEA og H&M. Við íslendingar eigum í dag fræg vörumerki eins og Hamleys, Oasis, Karen Millen, Booker og Magasin du Nord. Mér fannst stórgaman að því þegar starfsstúlka í Magasín kom til mín og sagði "hvernig segi ég God Jul á íslensku", ég spurði hvers vegna hún spyrði að því: "Nú það koma Íslendingar í hrönnum og segjast eiga búðina..." Að undanförnu hefur orðið til á Íslandi ótrúlega kraftmikill hópur manna sem ætla sér stóra hluti á erlendum mörkuðum. Í dag er þetta um það bil 12 til 14 manna hópur: Bakkavör, Björgólfsfeðgar, KB banki með Hreiðar Má og Sigurð Einarsson, Ólafur Ólafsson í Samskipum, Þorsteinn Már í Samherja, Össur, Kári Stefánsson, Hannes Smárason og Flugleiðir, Baltasar Kormákur og Magnús Scheving. Ef okkur ber gæfa til að stækka þennan hóp er Ísland í góðum málum og þarf engan þorsk. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Árið 2004 var að mörgu leyti gjöfult fyrir Baug Group. Á árinu höfum við leitast við að færa áherslu okkar frá Íslandi til Bretlands, sérstaklega vegna þeirra tækifæra sem við sjáum þar til að ávaxta fé okkar. Þrátt fyrir þó nokkra eignasölu hérlendis þá voru sumar af eignum okkar umdeildar, sérstaklega þær sem snerta fjölmiðla. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að fara ítarlega í þá umræðu. Ég tel þó að betra sé að fjölmiðlar séu í eigu sterkra sýnilegra eigenda en veikra sem selja sálu sína fyrir næstu heilsíðu. Þá þótti mér merkilegt þegar ríkisfyrirtækið Síminn keypti Skjá 1og fór þar með í samkeppni við RÚV. Skemmtilegt til þess að hugsa að 60 dögum áður höfðu sömu menn og tóku þá ákvörðun farið hamförum um að markaðsráðandi fyrirtæki mætti ekki eiga meira en 10% í fjölmiðli. Eins og fyrr greinir lögðum við áherslu á Bretlandsmarkað. Mosaic keypti Karen Millen og Wisthles, og Baugur keypti ráðandi hlut í Goldsmiths og Mk-One. Við seldum einnig nokkrar af eignum okkar á árinu. Þar ber hæst Flugleiðir, Lyfja, Vörður, Skífan og BT. Í Bretlandi seldum við eignarhlut okkar í House of Fraser . Kaupin á Magasín voru eftirminnileg, ekki bara vegna þess að það voru góð kaup, heldur vegna þess hvað það fór í taugarnar á sumum Dönum að örverpið Ísland hefði keypt þjóðardjásnið af Dönum. Ekki nóg með það, þá höfðu Íslendingarinir áttað sig á hversu verðmætar eignir félagsins voru. Líklegast var ég sárastur á árinu, en samgladdist um leið, félaga Philip Green þegar hann greiddi sér 65 milljarða í arð út úr Arcadia, félaginu sem ég færði honum á silfurfati. Hlutur Baugs hefði verið 50% af þeirri upphæð ef ekki hefði komið til lögregluinnrásar sem spilllti því fyrir Baugi. Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. Við höfum nú gert óafturkallanlegt tilboð í Big Food Group, sem er gott fyrir land og þjóð. Við ættum að geta lækkað verð á innflutum vörum um 1-3% á næstu 12 mánuðum ásamt því að innlendir hluthafar munu hagnast vel gangi áætlanir eftir. Svíþjóð á IKEA og H&M. Við íslendingar eigum í dag fræg vörumerki eins og Hamleys, Oasis, Karen Millen, Booker og Magasin du Nord. Mér fannst stórgaman að því þegar starfsstúlka í Magasín kom til mín og sagði "hvernig segi ég God Jul á íslensku", ég spurði hvers vegna hún spyrði að því: "Nú það koma Íslendingar í hrönnum og segjast eiga búðina..." Að undanförnu hefur orðið til á Íslandi ótrúlega kraftmikill hópur manna sem ætla sér stóra hluti á erlendum mörkuðum. Í dag er þetta um það bil 12 til 14 manna hópur: Bakkavör, Björgólfsfeðgar, KB banki með Hreiðar Má og Sigurð Einarsson, Ólafur Ólafsson í Samskipum, Þorsteinn Már í Samherja, Össur, Kári Stefánsson, Hannes Smárason og Flugleiðir, Baltasar Kormákur og Magnús Scheving. Ef okkur ber gæfa til að stækka þennan hóp er Ísland í góðum málum og þarf engan þorsk.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira