Örar breytingar á fasteignamarkaði 3. nóvember 2005 06:00 Þeir eru til sem kenna Íbúðalánasjóði og þá einkum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum á síðasta ári (sem raunar leiddi af sér 1 prósent lækkun á langtímavöxtum) um þensluna í hagkerfinu. Það er að mínu mati mikil einföldun. Líklegt er að breytingar á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs sumarið 2004, breytt eignarhald bankanna og aukinn styrkur þeirra hafi flýtt fyrir þeirri þróun að bankar og sparisjóðir buðu upp á íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í ágúst 2004. Ljóst er að þeir voru misvel undir samkeppnina búnir en í ljósi yfirlýsinga banka og sparisjóða um mikilvægi útlána með fasteignaveði fyrir eignasafn þeirra og heildstæða þjónustu við viðskiptavini sína var ekki spurning um hvort heldur hvenær bankar og sparisjóðir gerðu sig gildandi á íbúðalánamarkaði. Í þessu sambandi má minna á að ríkisstjórnin fyrirhugaði að innleiða 90 prósent húsnæðislán ÍLS í áföngum á kjörtímabilinu sem breyttist við innkomu banka og sparisjóða á markaðinn. Það er því ljóst að ábyrgð banka og sparisjóða sem riðu á vaðið, með lán umfram þau hámörk sem ÍLS hafði sett sér, er mikil í þróun fasteignaverðs síðustu missera. Því til stuðnings má benda á að útlán Íbúðalánasjóðs í fyrra voru um 70 til 80 milljarðar króna sem er í takti við útlán sjóðsins undanfarin ár. Samtímis hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið á bilinu 260 til 280 milljarðar króna. Sá málflutningur að Íbúðalánasjóður beri mesta ábyrgð á því að hér fari verðbólgan hækkandi er því hæpin. Eflaust á sjóðurinn sinn þátt í því en það verður hver að taka það sem hann á í þessum efnum og þar eru bankar og sparisjóðir engin undantekning. Hin mikla hækkun fasteignaverðs er að öllum líkindum skammtímaáhrif vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á íbúðalánamarkaði. Til lengri tíma litið mun markaðurinn leita jafnvægis líkt og í þeim ríkjum sem við miðum okkur við. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er að einstaklingum virðist hafa verið hleypt of langt í útlánum bankanna í stríði þeirra við Íbúðalánasjóð. Því miður styðja tölur Ráðgjafastofu heimilanna um aukin vanskil fólks það. Ég hef hvatt fólk til að fara varlega í lántökum en því miður hefur það orðið svo að margir hafa notað þessi auknu húsnæðislán í beina neyslu. Hætt er við að timburmennirnir verði harkalegir hjá mörgum en vonandi fer fólk að staldra við og láta skynsemina ráða. Lánastofnanir virðast einnig vera að taka við sér og fagna ég því að Landsbankinn er búinn að lækka lánshlutfall sitt og grípur hann til þeirra aðgerða til að draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eignarinnar. Vonandi mun markaðurinn fljótlega ná jafnvægi og hafa hjaðnandi áhrif á verðbólguna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þeir eru til sem kenna Íbúðalánasjóði og þá einkum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum á síðasta ári (sem raunar leiddi af sér 1 prósent lækkun á langtímavöxtum) um þensluna í hagkerfinu. Það er að mínu mati mikil einföldun. Líklegt er að breytingar á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs sumarið 2004, breytt eignarhald bankanna og aukinn styrkur þeirra hafi flýtt fyrir þeirri þróun að bankar og sparisjóðir buðu upp á íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í ágúst 2004. Ljóst er að þeir voru misvel undir samkeppnina búnir en í ljósi yfirlýsinga banka og sparisjóða um mikilvægi útlána með fasteignaveði fyrir eignasafn þeirra og heildstæða þjónustu við viðskiptavini sína var ekki spurning um hvort heldur hvenær bankar og sparisjóðir gerðu sig gildandi á íbúðalánamarkaði. Í þessu sambandi má minna á að ríkisstjórnin fyrirhugaði að innleiða 90 prósent húsnæðislán ÍLS í áföngum á kjörtímabilinu sem breyttist við innkomu banka og sparisjóða á markaðinn. Það er því ljóst að ábyrgð banka og sparisjóða sem riðu á vaðið, með lán umfram þau hámörk sem ÍLS hafði sett sér, er mikil í þróun fasteignaverðs síðustu missera. Því til stuðnings má benda á að útlán Íbúðalánasjóðs í fyrra voru um 70 til 80 milljarðar króna sem er í takti við útlán sjóðsins undanfarin ár. Samtímis hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið á bilinu 260 til 280 milljarðar króna. Sá málflutningur að Íbúðalánasjóður beri mesta ábyrgð á því að hér fari verðbólgan hækkandi er því hæpin. Eflaust á sjóðurinn sinn þátt í því en það verður hver að taka það sem hann á í þessum efnum og þar eru bankar og sparisjóðir engin undantekning. Hin mikla hækkun fasteignaverðs er að öllum líkindum skammtímaáhrif vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á íbúðalánamarkaði. Til lengri tíma litið mun markaðurinn leita jafnvægis líkt og í þeim ríkjum sem við miðum okkur við. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er að einstaklingum virðist hafa verið hleypt of langt í útlánum bankanna í stríði þeirra við Íbúðalánasjóð. Því miður styðja tölur Ráðgjafastofu heimilanna um aukin vanskil fólks það. Ég hef hvatt fólk til að fara varlega í lántökum en því miður hefur það orðið svo að margir hafa notað þessi auknu húsnæðislán í beina neyslu. Hætt er við að timburmennirnir verði harkalegir hjá mörgum en vonandi fer fólk að staldra við og láta skynsemina ráða. Lánastofnanir virðast einnig vera að taka við sér og fagna ég því að Landsbankinn er búinn að lækka lánshlutfall sitt og grípur hann til þeirra aðgerða til að draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eignarinnar. Vonandi mun markaðurinn fljótlega ná jafnvægi og hafa hjaðnandi áhrif á verðbólguna. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar