Einokun og auðhringar 4. nóvember 2005 06:00 Rætt var um einokun og auðhringa í Silfri Egils 23. október. Viðmælendur Egils Helgasonar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Var m.a. rætt um baráttu Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins fyrir því, að sett verði lög um auðhringa. Valgerður taldi að nýsett lög um samkeppniseftirlit nægðu og segja mætti, að þar væri um að ræða lög gegn hringamyndun. Samkeppnisreglur EES tækju einnig til Íslands. Ingibjörg Sólrún sagði, að nýsett lög um samkeppniseftirlit væru veikari en eldri lög um samkeppnisstofun. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði veikt lögin á alþingi. Samfylkingin hefði verið andvíg því að veikja lögin. Það væri því alrangt sem haldið væri fram í Morgunblaðinu, að það stæði á Samfylkingunni í þessu efni. Fram kom í þætti Egils að nefndin sem samdi álit og frumvarp um samkeppniseftirlit hefði lagt fram strangara lagafrumvarp heldur en ráðherra og þingmeirihluti stjórnarinnar hefði viljað samþykkja. Samfylkingin hefði viljað samþykkja strangari útgáfuna. Af framangreindu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru á villigötum í málflutningi sínum um einokun og auðhringa. Talað er eins og það vanti lög um þessi mál. En það er nýbúið að setja lög um þetta efni. Í þessum lögum eru heimildir til þess að breyta skipulagi fyrirtækja, ef þau brjóta lög um samkeppnismál. Það eru nægar heimildir í lögunum um aðgerðir gegn fyrirtækjum, ef þau gerast sek um skaðlegar samkeppnishömlur. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst að það er ekki bannað að reka stór fyrirtæki ef þau fara að settum reglum. Það kom skýrt fram í Silfri Egils að Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnismál en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjölmiðlanefndinni. Svo virðist því, sem forysta Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður tali fyrir daufum eyrum þegar krafist er strangari ákvæða um einokun, auðhringa og fjölmiðla. Raunar er krafa forustu Sjálfstæðisflokksins undarleg þegar haft er í huga, að nýlega er búið að setja lög um samkeppniseftirlit. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að þeirri lagasetningu og flutti engar tillögur um að ganga lengra en gert var. Svo virðist því sem "krafa" forustu Sjálfstæðisflokksins nú um lög gegn hringamyndun sé sett fram til málamynda,sennilega til þess að þóknast fyrrverandi formanni flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Rætt var um einokun og auðhringa í Silfri Egils 23. október. Viðmælendur Egils Helgasonar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Var m.a. rætt um baráttu Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins fyrir því, að sett verði lög um auðhringa. Valgerður taldi að nýsett lög um samkeppniseftirlit nægðu og segja mætti, að þar væri um að ræða lög gegn hringamyndun. Samkeppnisreglur EES tækju einnig til Íslands. Ingibjörg Sólrún sagði, að nýsett lög um samkeppniseftirlit væru veikari en eldri lög um samkeppnisstofun. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði veikt lögin á alþingi. Samfylkingin hefði verið andvíg því að veikja lögin. Það væri því alrangt sem haldið væri fram í Morgunblaðinu, að það stæði á Samfylkingunni í þessu efni. Fram kom í þætti Egils að nefndin sem samdi álit og frumvarp um samkeppniseftirlit hefði lagt fram strangara lagafrumvarp heldur en ráðherra og þingmeirihluti stjórnarinnar hefði viljað samþykkja. Samfylkingin hefði viljað samþykkja strangari útgáfuna. Af framangreindu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru á villigötum í málflutningi sínum um einokun og auðhringa. Talað er eins og það vanti lög um þessi mál. En það er nýbúið að setja lög um þetta efni. Í þessum lögum eru heimildir til þess að breyta skipulagi fyrirtækja, ef þau brjóta lög um samkeppnismál. Það eru nægar heimildir í lögunum um aðgerðir gegn fyrirtækjum, ef þau gerast sek um skaðlegar samkeppnishömlur. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst að það er ekki bannað að reka stór fyrirtæki ef þau fara að settum reglum. Það kom skýrt fram í Silfri Egils að Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnismál en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjölmiðlanefndinni. Svo virðist því, sem forysta Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður tali fyrir daufum eyrum þegar krafist er strangari ákvæða um einokun, auðhringa og fjölmiðla. Raunar er krafa forustu Sjálfstæðisflokksins undarleg þegar haft er í huga, að nýlega er búið að setja lög um samkeppniseftirlit. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að þeirri lagasetningu og flutti engar tillögur um að ganga lengra en gert var. Svo virðist því sem "krafa" forustu Sjálfstæðisflokksins nú um lög gegn hringamyndun sé sett fram til málamynda,sennilega til þess að þóknast fyrrverandi formanni flokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun