Höfum veitt allt of mikið 10. nóvember 2005 06:00 Þótt umræðan um fiskveiðistjórnun okkar hér við land hafi minnkað töluvert, og þetta sé nú ekki það mál sem er efst á baugi í þjóðfélaginu allajafnan, lifnar þessi umræða þó við öðru hvoru. Það sýnir að enn eru einhverjir sem hafa áhuga á að ræða um þann atvinnuveg okkar sem stendur undir mestum vöruútflutningi frá Íslandi, og hefur verið undirstaða þeirra lífskjara sem við búum við. Aðrir einblína á nýju útrásarfyrirtækin sem eru mörg hver að gera það gott. Reyndar er það svo að stóru sjávarútvegsfyrirtækin hér áður fyrr, SH og sjávarafurðadeild Sambandsins voru brautryðjendur á sínu sviði með því að setja upp fiskréttaverksmiðjur erlendis og eru hinir sönnu frumkvöðlar hvað varðar útrásina svokölluðu, þótt þessi starfsemi héti ekki því nafni þá. Fjörutíu ára afmælis Hafrannsóknastofnunar var minnst með málþingi í vikunni, þar sem innlendir og erlendir vísindamenn töluðu um þorskstofninn hér við land og á ýmsum stöðum öðrum í heiminum. Hnignun þorskstofnsins er ekki séríslenskt fyrirbæri sem kunnugt er, því víða er svipað ástand þorskstofna og hér, og sums staðar jafnvel mun verra, eins og alþekkt er. Vísindamenn hafa svo misjafnar skoðanir á því hvað veldur og hvað sé til úrbóta. Margir halda því fram að breytingar í andrúmsloftinu eigi sinn þátt í þessu, aðrir segja að um ofveiði sé að ræða, og svo eru jafnvel enn aðrir sem halda því fram að ekki sé nógu mikið veitt! Þeir sem hafa fylgst með þessum málum hér á undanförnum árum hljóta flestir að viðurkenna þá staðreynd, að við höfum veitt allt of mikið, ef miðað er við ráðleggingar fiskifræðinga á Hafró. Undanfarin 30 ár er afli umfram ráðgjöf þeirra hvorki meira né minna en 1.300 tonn. Ef gert er ráð fyrir að meðalaflinn á þesum árum hafi átt að vera um 250 þúsund tonn, þá er umframaflinn hvorki meira né minna en fimm ára ársafli fiskiskipaflotans. Það munar um minna. Þetta helgast að mestu af því að farið hefur langt fram úr 25 prósenta aflareglunni svokallaðari, og nær að tala um að miðað hafi verið við 30 prósenta reglu. Fiskifræðingar Hafró hafa reyndar viljað fara niður fyrir 25 prósentin, en stjórnvöld hafa ekki viljað taka undir þá tillögu þeirra. Veiðar smábáta eiga sinn þátt í því að ekki hefur tekist að halda aflanum við fjórðungsregluna, en nú ætti sá vandi ekki lengur að vera fyrir hendi, því afli þeirra er bundinn kvóta núorðið eins og stærri fiskiskipa. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulag fiskveiða eru ekki margar, en það heyrist vel í þeim aftur á móti. Það er reyndar furðulegt að þeir sem eiga allt sitt undir veiðum og vinnslu skuli ekki upp til hópa hafa fyrir löngu viðurkennt það að við höfum veitt allt of mikið, og gengið fram fyrir skjöldu um að draga úr veiðunum til að efla þorskstofninn. Það heyrist yfirleitt lítið í forsvarsmönnum stórútgerða og sjómannafélaga um þessi mál, utan það að talsmenn landssamtaka þeirra hafa oft haft sig töluvert í frammi. Það er eins og sumir sem sjávarútveg stunda vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu og hvetja til þess að dregið verði úr sókninni til að viðhalda og stækka hrygningarstofn þorsksins. Aðalumræðan um þessi mál byggist oft á tíðum á því að menn eru að níða niður skóinn hver af öðrum, og eru í alls konar hagsmunapoti, í stað þess að líta heildrænt á sviðið með hagsmuni allra í þessari grein í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Þótt umræðan um fiskveiðistjórnun okkar hér við land hafi minnkað töluvert, og þetta sé nú ekki það mál sem er efst á baugi í þjóðfélaginu allajafnan, lifnar þessi umræða þó við öðru hvoru. Það sýnir að enn eru einhverjir sem hafa áhuga á að ræða um þann atvinnuveg okkar sem stendur undir mestum vöruútflutningi frá Íslandi, og hefur verið undirstaða þeirra lífskjara sem við búum við. Aðrir einblína á nýju útrásarfyrirtækin sem eru mörg hver að gera það gott. Reyndar er það svo að stóru sjávarútvegsfyrirtækin hér áður fyrr, SH og sjávarafurðadeild Sambandsins voru brautryðjendur á sínu sviði með því að setja upp fiskréttaverksmiðjur erlendis og eru hinir sönnu frumkvöðlar hvað varðar útrásina svokölluðu, þótt þessi starfsemi héti ekki því nafni þá. Fjörutíu ára afmælis Hafrannsóknastofnunar var minnst með málþingi í vikunni, þar sem innlendir og erlendir vísindamenn töluðu um þorskstofninn hér við land og á ýmsum stöðum öðrum í heiminum. Hnignun þorskstofnsins er ekki séríslenskt fyrirbæri sem kunnugt er, því víða er svipað ástand þorskstofna og hér, og sums staðar jafnvel mun verra, eins og alþekkt er. Vísindamenn hafa svo misjafnar skoðanir á því hvað veldur og hvað sé til úrbóta. Margir halda því fram að breytingar í andrúmsloftinu eigi sinn þátt í þessu, aðrir segja að um ofveiði sé að ræða, og svo eru jafnvel enn aðrir sem halda því fram að ekki sé nógu mikið veitt! Þeir sem hafa fylgst með þessum málum hér á undanförnum árum hljóta flestir að viðurkenna þá staðreynd, að við höfum veitt allt of mikið, ef miðað er við ráðleggingar fiskifræðinga á Hafró. Undanfarin 30 ár er afli umfram ráðgjöf þeirra hvorki meira né minna en 1.300 tonn. Ef gert er ráð fyrir að meðalaflinn á þesum árum hafi átt að vera um 250 þúsund tonn, þá er umframaflinn hvorki meira né minna en fimm ára ársafli fiskiskipaflotans. Það munar um minna. Þetta helgast að mestu af því að farið hefur langt fram úr 25 prósenta aflareglunni svokallaðari, og nær að tala um að miðað hafi verið við 30 prósenta reglu. Fiskifræðingar Hafró hafa reyndar viljað fara niður fyrir 25 prósentin, en stjórnvöld hafa ekki viljað taka undir þá tillögu þeirra. Veiðar smábáta eiga sinn þátt í því að ekki hefur tekist að halda aflanum við fjórðungsregluna, en nú ætti sá vandi ekki lengur að vera fyrir hendi, því afli þeirra er bundinn kvóta núorðið eins og stærri fiskiskipa. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulag fiskveiða eru ekki margar, en það heyrist vel í þeim aftur á móti. Það er reyndar furðulegt að þeir sem eiga allt sitt undir veiðum og vinnslu skuli ekki upp til hópa hafa fyrir löngu viðurkennt það að við höfum veitt allt of mikið, og gengið fram fyrir skjöldu um að draga úr veiðunum til að efla þorskstofninn. Það heyrist yfirleitt lítið í forsvarsmönnum stórútgerða og sjómannafélaga um þessi mál, utan það að talsmenn landssamtaka þeirra hafa oft haft sig töluvert í frammi. Það er eins og sumir sem sjávarútveg stunda vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu og hvetja til þess að dregið verði úr sókninni til að viðhalda og stækka hrygningarstofn þorsksins. Aðalumræðan um þessi mál byggist oft á tíðum á því að menn eru að níða niður skóinn hver af öðrum, og eru í alls konar hagsmunapoti, í stað þess að líta heildrænt á sviðið með hagsmuni allra í þessari grein í huga.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun