Fordæmum pyndingar Bush- stjórnarinnar 17. nóvember 2005 04:00 Sífellt fleiri óhæfuverk Bandaríkjahers hafa komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vesturlanda um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spunameistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekkert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washington Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnarmanns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mínútur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverkum af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjónustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreiðanlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bretlandi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnarinnar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherrann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Málstaður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslendinga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við bandarísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt samþykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri óhæfuverk Bandaríkjahers hafa komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vesturlanda um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spunameistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekkert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washington Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnarmanns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mínútur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverkum af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjónustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreiðanlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bretlandi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnarinnar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherrann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Málstaður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslendinga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við bandarísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt samþykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun