Vannýtt auðlind 21. nóvember 2005 06:00 Þorsteinn Guðmundson var beittur og skemmtilegur að vanda og Sylvía Nótt ullaði svo mikið að engu var líkara en að þetta væri dagur íslenskrar tungu; og almennt var yfir flestum þátttakendum á Edduhátíðinni þessi sérstaki ljómi sem fylgir þeim sem við þessa tegund listsköpunar fást. Síst má lasta að prúðbúið fólk gleðji hvert annað - og okkur - með fagurlega formuðum hárgreiðslum sínum, kjólum, glingri, orðheppni og annarri prýði eins og gert var á Edduverðlaunahátíðinni - það hefur áreiðanlega mikla þjóðhagslega samfélagsþýðingu í skammdeginu - og ekki skal það heldur dregið í efa að þvogl og ull Sylvíu Nóttar hefur að geyma djúphugsaða og hárbeitta háðsádeilu á þá sjálfhverfu útlits- og formdýrkun sem einkennir fjölmiðla á tímum hraða og firringar - en vantaði samt ekki eitthvað? Þegar maður sat heima í stofu og gjóaði auga á þessa árshátíð þeirra sem fást við lifandi myndir á Íslandi þá skynjaði maður óvenju sterkt að eitthvað er að. Öll ráðherratraffíkin á sviðinu var einhvern veginn óvenju óviðeigandi. Það var næstum því sárt að sjá alla þessa hæfileikaríku listamenn leyfa öllum þessum ráðherrum að baða sig í ljómanum frá sér og standa síðan fagnandi á fætur þegar menntamálaráðherra tilkynnti um framlög frá ríkisstjórninni íslenskri kvikmyndagerð til handa: Litlu verður Vöggur feginn, hugsaði maður. Því að það sem var svo átakanlega fjarverandi á þessari uppskeruhátíð var sjálf uppskeran. Dagur Kári gerir danska mynd á þessu ári, Baltasar gerir ameríska mynd og Friðrik Þór framleiðir kanadíska mynd - eftir að hafa gert sjálfur skoska mynd. Gott og vel. Útrás gæti maður sagt ef svo háttaði að þjóðin ætti þess kost að sjá sjálfa sig í speglum lifandi mynda. Því miður er nánast ekkert sjónvarpsefni framleitt hér nema endalaust fréttaefni og spaug sem samið er upp úr þessu meinta fréttaefni. Leikarar og kvikmyndagerðarfólk er vannýttasta auðlindin sem við eigum. Það hefur verið mjög til siðs í fjölmiðladálkum að hreyta ónotum í þá tilburði til sápuóperu sem RÚV sýnir á sunnudagskvöldum - Kallakaffi. Og vissulega er þar ýmislegt af vanefnum gert, dósahláturinn virkar á mann eins og útlenskt fólk að villast eitthvað - ef það skildi brandarana myndi það ekki hlæja svona mikið - og iðulega er óljóst hverjum brandararnir eru ætlaðir en þetta er engu að síður íslenskt fólk í íslenskum veruleika að tala íslensku og kljást við íslensk vandamál og úrlausnarefni. Kallakaffi er með öðrum orðum ekki einskær talsetning á útlenskum þáttum eins og raunin er með flesta aðra þætti í íslenskum sjónvarpsstöðvum - að frátöldu hinu endalausa fréttaefni. Það vantar skáldað efni í lifandi myndum handa Íslendingum. Skelfilegast er ástandið þegar kemur að barnaefni þar sem heilu morgnarnir eru undirlagðir hundleiðinlegum myndum úr bandarískum smábæjarveruleika með tilheyrandi "baseball" og "high school" og "apple pie" og staðalmyndum. Í vikunni fékk Guðrún Helgadóttir vel forþéntan heiður í tilefni af Degi íslenskrar tungu - en hvar eru þættirnir upp úr Jóni Oddi og Jóni Bjarna eða "Öðruvísi"-bókunum? Hvar eru teiknimyndirnar um Málfríði og mömmu hennar? Af hverju eru ekki ný ævintýri Pappírs-Pésa í hverri viku? Og handa fullorðnum: hvar eru þættirnir upp úr bókum Arnaldar? Er verið að bíða eftir því að Danir geri þá? Þegar Íslendingar sjá leikið efni í sjónvarpi um sjálfa sig og líf sitt - sem ekki er revía upp úr fréttunum eða fólk að geifla sig - finnst þeim það óþægilegt og asnalegt. Kallakaffi er lofsvert framtak þar sem allir hljóta nokkra þjálfun og venjast við slíkt efni: áhorfendur, leikarar og höfundar Og talandi um höfunda: vonandi verður í næstu syrpu sett teymi í að skrifa þættina undir stjórn Sveinbjörns I. Baldvinssonar sem er sá maður á landinu sem kann fagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Þorsteinn Guðmundson var beittur og skemmtilegur að vanda og Sylvía Nótt ullaði svo mikið að engu var líkara en að þetta væri dagur íslenskrar tungu; og almennt var yfir flestum þátttakendum á Edduhátíðinni þessi sérstaki ljómi sem fylgir þeim sem við þessa tegund listsköpunar fást. Síst má lasta að prúðbúið fólk gleðji hvert annað - og okkur - með fagurlega formuðum hárgreiðslum sínum, kjólum, glingri, orðheppni og annarri prýði eins og gert var á Edduverðlaunahátíðinni - það hefur áreiðanlega mikla þjóðhagslega samfélagsþýðingu í skammdeginu - og ekki skal það heldur dregið í efa að þvogl og ull Sylvíu Nóttar hefur að geyma djúphugsaða og hárbeitta háðsádeilu á þá sjálfhverfu útlits- og formdýrkun sem einkennir fjölmiðla á tímum hraða og firringar - en vantaði samt ekki eitthvað? Þegar maður sat heima í stofu og gjóaði auga á þessa árshátíð þeirra sem fást við lifandi myndir á Íslandi þá skynjaði maður óvenju sterkt að eitthvað er að. Öll ráðherratraffíkin á sviðinu var einhvern veginn óvenju óviðeigandi. Það var næstum því sárt að sjá alla þessa hæfileikaríku listamenn leyfa öllum þessum ráðherrum að baða sig í ljómanum frá sér og standa síðan fagnandi á fætur þegar menntamálaráðherra tilkynnti um framlög frá ríkisstjórninni íslenskri kvikmyndagerð til handa: Litlu verður Vöggur feginn, hugsaði maður. Því að það sem var svo átakanlega fjarverandi á þessari uppskeruhátíð var sjálf uppskeran. Dagur Kári gerir danska mynd á þessu ári, Baltasar gerir ameríska mynd og Friðrik Þór framleiðir kanadíska mynd - eftir að hafa gert sjálfur skoska mynd. Gott og vel. Útrás gæti maður sagt ef svo háttaði að þjóðin ætti þess kost að sjá sjálfa sig í speglum lifandi mynda. Því miður er nánast ekkert sjónvarpsefni framleitt hér nema endalaust fréttaefni og spaug sem samið er upp úr þessu meinta fréttaefni. Leikarar og kvikmyndagerðarfólk er vannýttasta auðlindin sem við eigum. Það hefur verið mjög til siðs í fjölmiðladálkum að hreyta ónotum í þá tilburði til sápuóperu sem RÚV sýnir á sunnudagskvöldum - Kallakaffi. Og vissulega er þar ýmislegt af vanefnum gert, dósahláturinn virkar á mann eins og útlenskt fólk að villast eitthvað - ef það skildi brandarana myndi það ekki hlæja svona mikið - og iðulega er óljóst hverjum brandararnir eru ætlaðir en þetta er engu að síður íslenskt fólk í íslenskum veruleika að tala íslensku og kljást við íslensk vandamál og úrlausnarefni. Kallakaffi er með öðrum orðum ekki einskær talsetning á útlenskum þáttum eins og raunin er með flesta aðra þætti í íslenskum sjónvarpsstöðvum - að frátöldu hinu endalausa fréttaefni. Það vantar skáldað efni í lifandi myndum handa Íslendingum. Skelfilegast er ástandið þegar kemur að barnaefni þar sem heilu morgnarnir eru undirlagðir hundleiðinlegum myndum úr bandarískum smábæjarveruleika með tilheyrandi "baseball" og "high school" og "apple pie" og staðalmyndum. Í vikunni fékk Guðrún Helgadóttir vel forþéntan heiður í tilefni af Degi íslenskrar tungu - en hvar eru þættirnir upp úr Jóni Oddi og Jóni Bjarna eða "Öðruvísi"-bókunum? Hvar eru teiknimyndirnar um Málfríði og mömmu hennar? Af hverju eru ekki ný ævintýri Pappírs-Pésa í hverri viku? Og handa fullorðnum: hvar eru þættirnir upp úr bókum Arnaldar? Er verið að bíða eftir því að Danir geri þá? Þegar Íslendingar sjá leikið efni í sjónvarpi um sjálfa sig og líf sitt - sem ekki er revía upp úr fréttunum eða fólk að geifla sig - finnst þeim það óþægilegt og asnalegt. Kallakaffi er lofsvert framtak þar sem allir hljóta nokkra þjálfun og venjast við slíkt efni: áhorfendur, leikarar og höfundar Og talandi um höfunda: vonandi verður í næstu syrpu sett teymi í að skrifa þættina undir stjórn Sveinbjörns I. Baldvinssonar sem er sá maður á landinu sem kann fagið.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun