Davíð og Halldór einir um ákvörðun 17. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Forsætisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag að Íraksmálið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 og 2003. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur. Ágreiningurinn hefur verið um hvort sú ákvörðun að skipa Íslandi á lista hinna viljugu þjóða og styðja innrásina í Írak hafi verið rædd í nefndinni eða ekki. Halldór segir svo vera en Jónína Bjartmarz alþingismaður segir svo ekki vera. Yfirlýsing Halldórs hvað þetta varðar bætir litlu við þá umræðu. Lög um þingsköp segja skýrt að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Augljóst er að skipun Íslands á lista hinna viljugu þjóða er meiri háttar utanríkismál. Hins vegar segja lögfróðir menn að erfitt verði að leggja mat á hvort lög hafi verið brotin í þessu tilfelli vegna hártogana stjórnmálamanna um hvort það dugi að ræða Íraksmálið vítt og breitt í nefndinni til að lög hafi verið uppfyllt. Halldór segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í dag að Íraksmálið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars 2003. Í kjölfar þess hafi hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, tekið þá ákvörðun að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þar með hefur í fyrsta sinn fengist viðurkenning á því sem stjórnarandstaðan hefur lengi haldið fram, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ákvörðun tveggja manna. Það er deginum ljósara að þetta mál hefur valdið djúpstæðum klofningi í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson hefur alla tíð talað gegn þessum gjörningi og gagnrýnt málsmeðferðina, Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði í nóvember að vel kæmi til greina að fjarlægja Ísland af þessum lista, Jónína Bjartmarz hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við þessa ákvörðun og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, sagði um helgina að þessi ákvörðun hefði orkað tvímælis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Forsætisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag að Íraksmálið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 og 2003. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur. Ágreiningurinn hefur verið um hvort sú ákvörðun að skipa Íslandi á lista hinna viljugu þjóða og styðja innrásina í Írak hafi verið rædd í nefndinni eða ekki. Halldór segir svo vera en Jónína Bjartmarz alþingismaður segir svo ekki vera. Yfirlýsing Halldórs hvað þetta varðar bætir litlu við þá umræðu. Lög um þingsköp segja skýrt að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Augljóst er að skipun Íslands á lista hinna viljugu þjóða er meiri háttar utanríkismál. Hins vegar segja lögfróðir menn að erfitt verði að leggja mat á hvort lög hafi verið brotin í þessu tilfelli vegna hártogana stjórnmálamanna um hvort það dugi að ræða Íraksmálið vítt og breitt í nefndinni til að lög hafi verið uppfyllt. Halldór segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í dag að Íraksmálið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars 2003. Í kjölfar þess hafi hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, tekið þá ákvörðun að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þar með hefur í fyrsta sinn fengist viðurkenning á því sem stjórnarandstaðan hefur lengi haldið fram, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ákvörðun tveggja manna. Það er deginum ljósara að þetta mál hefur valdið djúpstæðum klofningi í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson hefur alla tíð talað gegn þessum gjörningi og gagnrýnt málsmeðferðina, Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði í nóvember að vel kæmi til greina að fjarlægja Ísland af þessum lista, Jónína Bjartmarz hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við þessa ákvörðun og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, sagði um helgina að þessi ákvörðun hefði orkað tvímælis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira