Kall tímans í Kína 19. janúar 2005 00:01 Áhrif einstaklinga á vegferð mannkyns og einstakra þjóða eru líklega oftast stórlega ofmetin í almennri umræðu. Líkt og menn manngerva guði sína, og sums staðar náttúruöflin líka, hættir þeim til að rekja sögulega þróun samfélaga til þeirra einstaklinga sem viðkomandi þróun skilaði í áhrifastöður. Með því er ekki sagt að tilviljanir tengdar einstaklingum geti ekki skipt máli. Um liðna helgi dó austur í Kína maður sem sýndi hvoru tveggja í senn hvað áhrifamenn geta verið ofmetnir og hvað þeir geta verið vanmetnir. Nafn hans, Zhao Ziyang, var ekki á margra vörum síðustu árin. Fáir sem til þekkja munu þó líklega efast um að áhrif verka hans á málefni heimsins voru miklu meiri og öllu djúpstæðari en áhrif heimsþekktra stjórnmálamanna á borð við Bill Clinton eða Tony Blair. Þótt fjölmiðlar kínverska ríkisins hafi ekkert fjallað um dauða hans og yfivöld hafi bannað birtingu mynda af honum í fimmtán ár þekkti hver einasti fullorðinn maður í Kína þetta nafn. Zhao var maðurinn sem í umboði Deng Xiaoping opnaði Kína fyrir alþjóðlegum viðskiptum, einkavæddi landbúnað kínverja og innleiddi kapítalíska framleiðshætti í iðnaði og þjónustu. Breytingarnar sem Zhao hafði forustu um á tíð sinni sem forsætisráðherra og síðar leiðtogi kommúnistaflokksins leiddu með beinum hætti til mestu lífskjarabyltingar í sögu mannkynsins. Það var pólitískur styrkur byltingarhetjunnar Deng Xiaoping sem gerði breytingarnar mögulegar en Deng hafði hins vegar lítið vit á efnahagsmálum. Það kom í hlut Zhao að nýta styrk og vernd Dengs til að innleiða breytingar sem hafa haft svo djúpstæð áhrif á þróun heimsins síðustu árin að fálm eftir hliðstæðum gefur lítið af sér. Bylting síðustu ára í Kína hefur í samtímanum ekki aðeins haft hin gagngerustu áhrif á lífskjör hundruð milljóna kínverja, heldur hefur hún breytt aðstæðum í efnahagskerfi alls heimsins. Um leið hefur hún verið einn af hinum stærri aflvökum alþjóðavæðingar framleiðslu og viðskipta en sú þróun hefur haft gagnger áhrif á atvinnulíf, stjórnmál og menningu um allan heim. Zhao var dæmi um réttan mann á réttum stað á réttum tíma. Fáum árum áður en hann náði æðstu völdum í Kína leiddu rauðu varðliðarnir hann bundinn um götur Guangzhou og úthrópuðu hann sem óvin alþýðunnar. En menningarbyltingin gekk ekki upp og stjórnmálin tóku nýja stefnu í þessu stærsta samfélagi jarðarinnar. Zhao var maðurinn sem Deng Xioping þurfti við hlið sér. Eftir að ná miklum árangri í fjölmennasta héraði Kína, Sichuan, þar sem hann innleiddi frjálslyndar umbætur varð Zhao forsætisráðherra Kína og síðar aðalritari kommúnistaflokksins. Eitt af því merkilega við Zhao var að hann trúði samtímis á allar stærstu og lífseigustu hugmyndir tuttugustu aldarinnar. Hann var fylgismaður frjálsra viðskipta, hann var sósíalisti og hann var lýðræðissinni. Hann var hins vegar ekki blindur fylgismaður neinnar af þessum hugmyndum. Stuðningur hans við frjáls viðskipti var greinilega skilyrtur af ýmis konar ótta um þjóðfélagsleg áhrif kapítalismans. Þótt hann sé nú hetja lýðræðissinna náði stuðningur hans við lýðræði ekki lengra en svo að hann lagði alla tíð mikla áherslu á áframhaldandi leiðtogahlutverk kommúnistaflokksins í kínversku samfélagi. Hann taldi hins vegar að einhvers konar lýðræði og áframhaldandi stjórn flokksins gæti farið saman og tók afstöðu með kröfum unga fólkins á Torgi hins himneska friðar í Peking sumarið 1989. Samverkamenn hans í forustusveit flokksins óttuðust að í þessu máli hefði Zhao rangt fyrir sér og viku honum til hliðar. Zhao fór beint úr hæsta valdastóli Kína í stofufangelsi. Þar sætti hann ekki neinu harðræði og stundum sást til hans á golfvöllum í kringum Peking. Nafn hans var hins vegar aldrei nefnt opinberlega. Það gæti breyst á næstu árum. Almenningur í Kína hefur verið upptekinn af efnahagsbyltingu síðustu ára og þeim þjóðfélagsbreytingum sem henni hafa fylgt. Kröfur um lýðræði heyrast sjaldan. Flestir virðast óttast pólitískan óstöðugleika öllu meira en pólitískt ofríki flokksins en þetta mun breytast. Krafan um lýðræði mun rísa hærra á næstu árum og enn frekar hin meginkrafa fólksins á torginu um aðgerðir gegn spillingu flokks og ráðamanna. Tímasetning hugmynda Zhao um lýðræði reyndist röng en krafa tímans um lýðræði mun gera einhvern mann að pólitískum leiðtoga innan fárra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Áhrif einstaklinga á vegferð mannkyns og einstakra þjóða eru líklega oftast stórlega ofmetin í almennri umræðu. Líkt og menn manngerva guði sína, og sums staðar náttúruöflin líka, hættir þeim til að rekja sögulega þróun samfélaga til þeirra einstaklinga sem viðkomandi þróun skilaði í áhrifastöður. Með því er ekki sagt að tilviljanir tengdar einstaklingum geti ekki skipt máli. Um liðna helgi dó austur í Kína maður sem sýndi hvoru tveggja í senn hvað áhrifamenn geta verið ofmetnir og hvað þeir geta verið vanmetnir. Nafn hans, Zhao Ziyang, var ekki á margra vörum síðustu árin. Fáir sem til þekkja munu þó líklega efast um að áhrif verka hans á málefni heimsins voru miklu meiri og öllu djúpstæðari en áhrif heimsþekktra stjórnmálamanna á borð við Bill Clinton eða Tony Blair. Þótt fjölmiðlar kínverska ríkisins hafi ekkert fjallað um dauða hans og yfivöld hafi bannað birtingu mynda af honum í fimmtán ár þekkti hver einasti fullorðinn maður í Kína þetta nafn. Zhao var maðurinn sem í umboði Deng Xiaoping opnaði Kína fyrir alþjóðlegum viðskiptum, einkavæddi landbúnað kínverja og innleiddi kapítalíska framleiðshætti í iðnaði og þjónustu. Breytingarnar sem Zhao hafði forustu um á tíð sinni sem forsætisráðherra og síðar leiðtogi kommúnistaflokksins leiddu með beinum hætti til mestu lífskjarabyltingar í sögu mannkynsins. Það var pólitískur styrkur byltingarhetjunnar Deng Xiaoping sem gerði breytingarnar mögulegar en Deng hafði hins vegar lítið vit á efnahagsmálum. Það kom í hlut Zhao að nýta styrk og vernd Dengs til að innleiða breytingar sem hafa haft svo djúpstæð áhrif á þróun heimsins síðustu árin að fálm eftir hliðstæðum gefur lítið af sér. Bylting síðustu ára í Kína hefur í samtímanum ekki aðeins haft hin gagngerustu áhrif á lífskjör hundruð milljóna kínverja, heldur hefur hún breytt aðstæðum í efnahagskerfi alls heimsins. Um leið hefur hún verið einn af hinum stærri aflvökum alþjóðavæðingar framleiðslu og viðskipta en sú þróun hefur haft gagnger áhrif á atvinnulíf, stjórnmál og menningu um allan heim. Zhao var dæmi um réttan mann á réttum stað á réttum tíma. Fáum árum áður en hann náði æðstu völdum í Kína leiddu rauðu varðliðarnir hann bundinn um götur Guangzhou og úthrópuðu hann sem óvin alþýðunnar. En menningarbyltingin gekk ekki upp og stjórnmálin tóku nýja stefnu í þessu stærsta samfélagi jarðarinnar. Zhao var maðurinn sem Deng Xioping þurfti við hlið sér. Eftir að ná miklum árangri í fjölmennasta héraði Kína, Sichuan, þar sem hann innleiddi frjálslyndar umbætur varð Zhao forsætisráðherra Kína og síðar aðalritari kommúnistaflokksins. Eitt af því merkilega við Zhao var að hann trúði samtímis á allar stærstu og lífseigustu hugmyndir tuttugustu aldarinnar. Hann var fylgismaður frjálsra viðskipta, hann var sósíalisti og hann var lýðræðissinni. Hann var hins vegar ekki blindur fylgismaður neinnar af þessum hugmyndum. Stuðningur hans við frjáls viðskipti var greinilega skilyrtur af ýmis konar ótta um þjóðfélagsleg áhrif kapítalismans. Þótt hann sé nú hetja lýðræðissinna náði stuðningur hans við lýðræði ekki lengra en svo að hann lagði alla tíð mikla áherslu á áframhaldandi leiðtogahlutverk kommúnistaflokksins í kínversku samfélagi. Hann taldi hins vegar að einhvers konar lýðræði og áframhaldandi stjórn flokksins gæti farið saman og tók afstöðu með kröfum unga fólkins á Torgi hins himneska friðar í Peking sumarið 1989. Samverkamenn hans í forustusveit flokksins óttuðust að í þessu máli hefði Zhao rangt fyrir sér og viku honum til hliðar. Zhao fór beint úr hæsta valdastóli Kína í stofufangelsi. Þar sætti hann ekki neinu harðræði og stundum sást til hans á golfvöllum í kringum Peking. Nafn hans var hins vegar aldrei nefnt opinberlega. Það gæti breyst á næstu árum. Almenningur í Kína hefur verið upptekinn af efnahagsbyltingu síðustu ára og þeim þjóðfélagsbreytingum sem henni hafa fylgt. Kröfur um lýðræði heyrast sjaldan. Flestir virðast óttast pólitískan óstöðugleika öllu meira en pólitískt ofríki flokksins en þetta mun breytast. Krafan um lýðræði mun rísa hærra á næstu árum og enn frekar hin meginkrafa fólksins á torginu um aðgerðir gegn spillingu flokks og ráðamanna. Tímasetning hugmynda Zhao um lýðræði reyndist röng en krafa tímans um lýðræði mun gera einhvern mann að pólitískum leiðtoga innan fárra ára.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun