Fundargerð orðin opinber 21. janúar 2005 00:01 Fréttablaðið birtir í morgun orðréttan texta upp úr fundargerðum utanríkismálanefndar Alþingis. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða. Fundargerðir ríkisstjórnar eru undanþegnar almennum upplýsingarétti. Hins vegar er ríkisstjórn heimilt að taka sjálf ákvörðun um að birta slík gögn. Í 24. grein þingskaparlaga segir að nefndarmenn utanríkismálanefndar skuli einungis vera bundnir trúnaði um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveða svo á. Allar fundargerðir eru merktar sem trúnaðarmál. Ljóst er þó að formaður, ráðherra og nefndin sjálf geta sameiginlega aflétt trúnaði af fundargerðum. Fréttablaðið hefur hins vegar tekið ómakið af ráðamönnum með aðstoð einhvers eða einhverra nefndarmanna. Í blaðinu í dag kemur fram að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi óskað eftir að fá að vita þann 21. mars 2003, þremur dögum eftir að Bandaríkjastjórn var tilkynnt um stuðninginn, hvernig Ísland hefði lent á lista yfir þrjátíu staðföst ríki. Halldór Ásgrímsson hafi svarað því til að það hefði gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti þann 18. mars. Rannveig Guðmundsdóttir gagnrýndi harðlega á fundinum að svo stefnumótandi ákvörðun hefði verið tekin án samráðs við nefndina og undir það tók Steingrímur J. Sigfússon og sagði að ekkert hefði komið fram sem hefði gefið ástæðu til þess að Ísland myndi styðja hernaðaraðgerðir gegn Írak án undangenginnar ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki náðist í Sólveigu Pétursdóttur, formann utanríkismálanefndar, fyrir fréttir. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lekið þessum upplýsingum í fjölmiðla. Hún segir að það sé hábölvað að upplýsingarnar séu komnar fram á þennan hátt því þetta þýði að bæði aðal- og varafulltrúar í utanríkismálanefnd liggi undir grun. Þórunn segir enn fremur að hún hefði fremur kosið að trúnaði hefði verið létt af upplýsingunum eins og þingflokkur Samfylkingarinnar hefði farið fram á í gær. Sú ákvörðun hefði þá átt að vera sameiginleg en nú séu upplýsingarnar komnar fram og þjóðin geti kynnt sér þær og dregið sínar ályktanir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Fréttablaðið birtir í morgun orðréttan texta upp úr fundargerðum utanríkismálanefndar Alþingis. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða. Fundargerðir ríkisstjórnar eru undanþegnar almennum upplýsingarétti. Hins vegar er ríkisstjórn heimilt að taka sjálf ákvörðun um að birta slík gögn. Í 24. grein þingskaparlaga segir að nefndarmenn utanríkismálanefndar skuli einungis vera bundnir trúnaði um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveða svo á. Allar fundargerðir eru merktar sem trúnaðarmál. Ljóst er þó að formaður, ráðherra og nefndin sjálf geta sameiginlega aflétt trúnaði af fundargerðum. Fréttablaðið hefur hins vegar tekið ómakið af ráðamönnum með aðstoð einhvers eða einhverra nefndarmanna. Í blaðinu í dag kemur fram að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi óskað eftir að fá að vita þann 21. mars 2003, þremur dögum eftir að Bandaríkjastjórn var tilkynnt um stuðninginn, hvernig Ísland hefði lent á lista yfir þrjátíu staðföst ríki. Halldór Ásgrímsson hafi svarað því til að það hefði gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti þann 18. mars. Rannveig Guðmundsdóttir gagnrýndi harðlega á fundinum að svo stefnumótandi ákvörðun hefði verið tekin án samráðs við nefndina og undir það tók Steingrímur J. Sigfússon og sagði að ekkert hefði komið fram sem hefði gefið ástæðu til þess að Ísland myndi styðja hernaðaraðgerðir gegn Írak án undangenginnar ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki náðist í Sólveigu Pétursdóttur, formann utanríkismálanefndar, fyrir fréttir. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lekið þessum upplýsingum í fjölmiðla. Hún segir að það sé hábölvað að upplýsingarnar séu komnar fram á þennan hátt því þetta þýði að bæði aðal- og varafulltrúar í utanríkismálanefnd liggi undir grun. Þórunn segir enn fremur að hún hefði fremur kosið að trúnaði hefði verið létt af upplýsingunum eins og þingflokkur Samfylkingarinnar hefði farið fram á í gær. Sú ákvörðun hefði þá átt að vera sameiginleg en nú séu upplýsingarnar komnar fram og þjóðin geti kynnt sér þær og dregið sínar ályktanir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira