Uppsprettur nýrra hugmynda 9. febrúar 2005 00:01 Tillögur Verslunarráðs Íslands um breytingar á skattalöggjöfinni, sem kynntar voru á Viðskiptaþingi í gær, eru allrar athygli verðar. Vandaður rökstuðningur í kynningarbæklingi frá ráðinu sýnir að þær eru þaulhugsaðar og settar fram í fullri alvöru. Þær verðskulda að stjórnvöld og stjórnmálaflokkar skoði þær og íhugi. Fyrir nokkrum mánuðum voru á vettvangi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja settar fram ferskar hugmyndir um skattkerfisbreytingar. Þar kvað að ýmsu leyti við nýjan tón úr röðum launþega. Ýmsum gömlum kreddum var vikið til hliðar. Því miður hafa samtökin ekki fylgt þessum hugmyndum eftir eða reynt að vinna þeim fylgi svo merkjanlegt sé. Það er miður. Óhjákvæmilegt er að tillögur sem koma frá samtökum í atvinnulífinu og launþegahreyfingunni séu vegnar og metnar í ljósi hagsmunagæslu þeirra í þjóðfélaginu. Hinir fyrrnefndu hljóta fyrst að líta til þess hvernig tillögurnar koma við hag atvinnulífsins. Hinir síðarnefndu velta fyrir sér kaupmætti launafólks innan sinna raða. Ekki er þar með sagt að þar á milli sé nauðsynlega árekstur en áherslurnar eru eðlilega mismunandi. Af þessum sökum er horft til þess hvernig stjórnmálaflokkarnir, sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi, bregðast við hugmyndum af þessu tagi og vinna úr þeim. Á endanum eru það auðvitað alþingismenn sem ráða því hvernig löggjöfin í landinu er. En það er í þessu sambandi umhugsunarefni að uppsprettur nýrra hugmynda virðast æ sjaldnar hjá stjórnmálaflokkunum. Það er nokkurt áhyggjuefni. Lýðræðisskipulag okkar, þar sem stjórnmálaflokkar skipa öndvegi, byggir á því að þeir séu mótendur og hreyfiafl þeirra hugmynda sem löggjafarstarfið á Alþingi hverju sinni snýst um. Það kann að setja flokkunum takmörk í þessu efni að þeir hafa ekki á sínum snærum sérfræðimenntaða menn eins og hagsmunasamtökin, svo sem lögfræðinga og hagfræðinga. Stefnumótun stjórnmálaflokkanna byggir að mestu á framlagi sjálfboðaliða. Þó er á það að líta að flokkarnir hafa nokkurt fé til ráðstöfunar frá stjórnvöldum en þeir virðast fremur kjósa að nýta það í þágu innra flokksstarfs og kynningarmála, það er áróðurs og spuna. Hugmyndavinna og sérfræðileg athugun situr á hakanum. Vel má vera að stjórnmálaflokkarnir hafi vegna þjóðfélagsbreytinga ekki lengur aðstöðu og afl til að skapa og móta nýjar hugmyndir eins og fyrr á árum og séu því oftar viðtakendur þeirra en höfundar. En á meðan hið pólitíska kerfi í landinu byggir á flokkunum verður að minnsta kosti að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir fylgist vel með þjóðfélagsumræðunni og bregðist við vel rökstuddum tillögum og öðrum hugmyndum sem eru í brennidepli hverju sinni. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki látið tillögur af því tagi sem Verslunarráðið hefur kynnt sem vind um eyru þjóta. Eftir viðbrögðum þeirra verður tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Tillögur Verslunarráðs Íslands um breytingar á skattalöggjöfinni, sem kynntar voru á Viðskiptaþingi í gær, eru allrar athygli verðar. Vandaður rökstuðningur í kynningarbæklingi frá ráðinu sýnir að þær eru þaulhugsaðar og settar fram í fullri alvöru. Þær verðskulda að stjórnvöld og stjórnmálaflokkar skoði þær og íhugi. Fyrir nokkrum mánuðum voru á vettvangi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja settar fram ferskar hugmyndir um skattkerfisbreytingar. Þar kvað að ýmsu leyti við nýjan tón úr röðum launþega. Ýmsum gömlum kreddum var vikið til hliðar. Því miður hafa samtökin ekki fylgt þessum hugmyndum eftir eða reynt að vinna þeim fylgi svo merkjanlegt sé. Það er miður. Óhjákvæmilegt er að tillögur sem koma frá samtökum í atvinnulífinu og launþegahreyfingunni séu vegnar og metnar í ljósi hagsmunagæslu þeirra í þjóðfélaginu. Hinir fyrrnefndu hljóta fyrst að líta til þess hvernig tillögurnar koma við hag atvinnulífsins. Hinir síðarnefndu velta fyrir sér kaupmætti launafólks innan sinna raða. Ekki er þar með sagt að þar á milli sé nauðsynlega árekstur en áherslurnar eru eðlilega mismunandi. Af þessum sökum er horft til þess hvernig stjórnmálaflokkarnir, sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi, bregðast við hugmyndum af þessu tagi og vinna úr þeim. Á endanum eru það auðvitað alþingismenn sem ráða því hvernig löggjöfin í landinu er. En það er í þessu sambandi umhugsunarefni að uppsprettur nýrra hugmynda virðast æ sjaldnar hjá stjórnmálaflokkunum. Það er nokkurt áhyggjuefni. Lýðræðisskipulag okkar, þar sem stjórnmálaflokkar skipa öndvegi, byggir á því að þeir séu mótendur og hreyfiafl þeirra hugmynda sem löggjafarstarfið á Alþingi hverju sinni snýst um. Það kann að setja flokkunum takmörk í þessu efni að þeir hafa ekki á sínum snærum sérfræðimenntaða menn eins og hagsmunasamtökin, svo sem lögfræðinga og hagfræðinga. Stefnumótun stjórnmálaflokkanna byggir að mestu á framlagi sjálfboðaliða. Þó er á það að líta að flokkarnir hafa nokkurt fé til ráðstöfunar frá stjórnvöldum en þeir virðast fremur kjósa að nýta það í þágu innra flokksstarfs og kynningarmála, það er áróðurs og spuna. Hugmyndavinna og sérfræðileg athugun situr á hakanum. Vel má vera að stjórnmálaflokkarnir hafi vegna þjóðfélagsbreytinga ekki lengur aðstöðu og afl til að skapa og móta nýjar hugmyndir eins og fyrr á árum og séu því oftar viðtakendur þeirra en höfundar. En á meðan hið pólitíska kerfi í landinu byggir á flokkunum verður að minnsta kosti að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir fylgist vel með þjóðfélagsumræðunni og bregðist við vel rökstuddum tillögum og öðrum hugmyndum sem eru í brennidepli hverju sinni. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki látið tillögur af því tagi sem Verslunarráðið hefur kynnt sem vind um eyru þjóta. Eftir viðbrögðum þeirra verður tekið.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun