Avion opnar nýjar höfuðstöðvar 24. febrúar 2005 00:01 Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Eigendur Avion geta ekki kvartað yfir slæmu gengi fyrirtækisins, reksturinn hefur dafnað og félagið tekið yfir önnur félög eins og hið breska Excel. Þá er dótturfélagið Atlanta orðið stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Hluta þessa mikla vaxtar má rekja til þeirra breytinga í flugheiminum að flugfélög hafa í æ meira mæli kosið að leigja flugvélar og minnka flugvélaflota í sinni eigu. Avion hefur nú 66 vélar á sínum snærum sem leigðar eru út um heim allann og hjá félaginu starfa um 3200 manns. Til gefa einhverja hugmynd um stærð Avion má geta þess að velta fyrirtækisins á síðasta ári var 1,2 milljarðar bandaríkjadala. Það er rúmlega tvöföld velta Flugleiða. Það var forseti Íslands sem opnaði höfuðstöðvarnar formlega í dag og rifjaði við það tækifæri upp sögu Avion Group sem hófst með kaupum Arngríms Jónhannssonar, kenndum við Atlanta, á einni flugvél fyrir um 15 árum. Forsetinn segir að það hafi verið fræg þota sem hafi fengið nafnið þjóðarþotan í fjölmiðlum á Íslandi. Félag sem hafi rekið hana hafi fengið lán hjá ríkinu en ekki borgað og á endanum hafi því fjármálaráðuneytið átt þotuna. Hann hafi sem fjármálráðherra setið uppi með þotuna og allt hafi ætlað að verða brjálað yfir því hvað hann ætlaði að gera við hana. Þá hafi birst einn góðan veðurdag maður sem hann hefði eiginlega aldrei hitt áður og var flugmaður. Hann hafi sagst vilja kaupa þotuna og Ólafur viðurkennir að hafa selt honum þotuna út á andlitið. Í opnunarræðu fullvissaði forsetinn viðstadda Breta um að útrás Íslendinga þar í landi væri rétt nýhafin með orðunum: „You´ve ain´t seen nothing yet.“ Hvað Avion varðar virðist það eiga við rök að styðjast. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, segir að félagið sé alltaf að skoða ný tækifæri og það verði að gera til að halda sér í þeim vexti sem það hafi verið í. Hann geti vel trúað því að einhverra frétta verði að vænta fljótlega. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Eigendur Avion geta ekki kvartað yfir slæmu gengi fyrirtækisins, reksturinn hefur dafnað og félagið tekið yfir önnur félög eins og hið breska Excel. Þá er dótturfélagið Atlanta orðið stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Hluta þessa mikla vaxtar má rekja til þeirra breytinga í flugheiminum að flugfélög hafa í æ meira mæli kosið að leigja flugvélar og minnka flugvélaflota í sinni eigu. Avion hefur nú 66 vélar á sínum snærum sem leigðar eru út um heim allann og hjá félaginu starfa um 3200 manns. Til gefa einhverja hugmynd um stærð Avion má geta þess að velta fyrirtækisins á síðasta ári var 1,2 milljarðar bandaríkjadala. Það er rúmlega tvöföld velta Flugleiða. Það var forseti Íslands sem opnaði höfuðstöðvarnar formlega í dag og rifjaði við það tækifæri upp sögu Avion Group sem hófst með kaupum Arngríms Jónhannssonar, kenndum við Atlanta, á einni flugvél fyrir um 15 árum. Forsetinn segir að það hafi verið fræg þota sem hafi fengið nafnið þjóðarþotan í fjölmiðlum á Íslandi. Félag sem hafi rekið hana hafi fengið lán hjá ríkinu en ekki borgað og á endanum hafi því fjármálaráðuneytið átt þotuna. Hann hafi sem fjármálráðherra setið uppi með þotuna og allt hafi ætlað að verða brjálað yfir því hvað hann ætlaði að gera við hana. Þá hafi birst einn góðan veðurdag maður sem hann hefði eiginlega aldrei hitt áður og var flugmaður. Hann hafi sagst vilja kaupa þotuna og Ólafur viðurkennir að hafa selt honum þotuna út á andlitið. Í opnunarræðu fullvissaði forsetinn viðstadda Breta um að útrás Íslendinga þar í landi væri rétt nýhafin með orðunum: „You´ve ain´t seen nothing yet.“ Hvað Avion varðar virðist það eiga við rök að styðjast. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, segir að félagið sé alltaf að skoða ný tækifæri og það verði að gera til að halda sér í þeim vexti sem það hafi verið í. Hann geti vel trúað því að einhverra frétta verði að vænta fljótlega.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira