Laun almennra bankamanna há 17. mars 2005 00:01 Laun æðstu yfirmanna á almennum vinnumarkaði komast ekki nálægt launum almennra starfsmanna í bönkunum, samkvæmt könnunum Hagstofunnar og Morgunblaðsins. Könnun Hagstofunnar á launum á tímabilinu frá því í október 2003 til október í fyrra sýnir að laun hafa hækkað um 5,3 prósent að meðaltali á tímabilinu. Laun kvenna hækka talsvert meira en laun karla, eða um rösk sex prósent, en karla um tæp fimm prósent. Þá hafa laun hækkað heldur meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og verkamannalaun hækkuðu hlutfallslega mest. Ef skoðuð eru heildarlaun með öllu og öllu sést að verkafólk, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk, og skrifstofufólk er með lægstu heildarlaunin - frá rösklega 226 þúsund krónum upp í rösklega 232 þúsund krónur. Í hæsta flokki eru svo sérfræðingar, tæknar og sérmenntað starfsfólk með allt upp í 423 þúsund og stjórnendur eru á toppnum á hinum almenna vinnumarkaði með um 459 þúsund krónur. Hærra verður ekki komist í þessari könnun Hagstofunnar en í könnun sem Morgunblaðið gerði á launagreiðslum fyrirtækja, sem skráð voru í Kauphöll Íslands í fyrra, blasa allt aðrar tölur við. Þar kemur í ljós að meðallaun í stóru bönkunum þremur eru um 600 þúsund krónur á mánuði og áður en þessi tala er fundin er búið að draga frá launa- og hlunnindagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna bankanna á síðasta ári. Sem sagt, meðallaun bankastarfsmanna eru 140 þúsund krónum hærri en meðallaun stjórnenda fyrirtækja á hinum almenna vinnumarkaði. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að þessar tölur séu hærri en launakönnun sem gerð var snemma á síðasta ári gaf til kynna. Skýringin gæti því verið óvenju mikil yfirvinna banakstarfsmanna eftir að nýju íbúðalánin komu á markað, hlutfall sérfræðinga meðal almennra bankamanna fari líka ört hækkandi og þónokkrir fái líka árangurstengd laun sem geti verið drjúg búbót á uppgangstímum eins og verið hafa. En hvernig sem því er velt þá virðist það liðin tíð að fólk þurfi að hálf skammast sín fyrir að vinna „bara“ í banka, vegna lágra launa sem tíðkuðust þegar ríkið átti þá, en fólk vildi heldur vinna í banka en að gera ekki neitt. Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Laun æðstu yfirmanna á almennum vinnumarkaði komast ekki nálægt launum almennra starfsmanna í bönkunum, samkvæmt könnunum Hagstofunnar og Morgunblaðsins. Könnun Hagstofunnar á launum á tímabilinu frá því í október 2003 til október í fyrra sýnir að laun hafa hækkað um 5,3 prósent að meðaltali á tímabilinu. Laun kvenna hækka talsvert meira en laun karla, eða um rösk sex prósent, en karla um tæp fimm prósent. Þá hafa laun hækkað heldur meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og verkamannalaun hækkuðu hlutfallslega mest. Ef skoðuð eru heildarlaun með öllu og öllu sést að verkafólk, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk, og skrifstofufólk er með lægstu heildarlaunin - frá rösklega 226 þúsund krónum upp í rösklega 232 þúsund krónur. Í hæsta flokki eru svo sérfræðingar, tæknar og sérmenntað starfsfólk með allt upp í 423 þúsund og stjórnendur eru á toppnum á hinum almenna vinnumarkaði með um 459 þúsund krónur. Hærra verður ekki komist í þessari könnun Hagstofunnar en í könnun sem Morgunblaðið gerði á launagreiðslum fyrirtækja, sem skráð voru í Kauphöll Íslands í fyrra, blasa allt aðrar tölur við. Þar kemur í ljós að meðallaun í stóru bönkunum þremur eru um 600 þúsund krónur á mánuði og áður en þessi tala er fundin er búið að draga frá launa- og hlunnindagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna bankanna á síðasta ári. Sem sagt, meðallaun bankastarfsmanna eru 140 þúsund krónum hærri en meðallaun stjórnenda fyrirtækja á hinum almenna vinnumarkaði. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að þessar tölur séu hærri en launakönnun sem gerð var snemma á síðasta ári gaf til kynna. Skýringin gæti því verið óvenju mikil yfirvinna banakstarfsmanna eftir að nýju íbúðalánin komu á markað, hlutfall sérfræðinga meðal almennra bankamanna fari líka ört hækkandi og þónokkrir fái líka árangurstengd laun sem geti verið drjúg búbót á uppgangstímum eins og verið hafa. En hvernig sem því er velt þá virðist það liðin tíð að fólk þurfi að hálf skammast sín fyrir að vinna „bara“ í banka, vegna lágra launa sem tíðkuðust þegar ríkið átti þá, en fólk vildi heldur vinna í banka en að gera ekki neitt.
Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira