Verður elst Íslendinga á sunnudag 18. mars 2005 00:01 Elsti núlifandi Íslendingurinn, Guðfinna Einarsdóttir, jafnar á morgun aldursmet Halldóru Bjarnadóttur. Ef Guð lofar nær Guðfinna þeim áfanga á sunnudag að vera sá Íslendingur sem lengst hefur lifað fyrr og síðar. Guðfinna er vel ern og vonar að hún þurfi ekki að fara á elliheimili en segist hætt að nenna að prjóna. Elsti Íslendingurinn býr í heimahúsi hjá dóttur sinni í Fossvogshverfi í Reykjavík. Því fer þó fjarri að Guðfinna sé lögst í kör. Hún hefur fótavist og gengur um heimili sitt með því að styðjast við göngugrind. Hún segir að göngugrindin sé nauðsynleg, annars ylti hún um koll því hún hafi misst svo mikið þrek. Spurð um sjónina segir Guðfinna að hún sé blind á vinstra auga og sjónin á því hægra sé farin að daprast. Guðfinna fæddist þann 2. febrúar árið 1897 í Ásgarði í Dalasýslu en ólst upp og bjó á Leysingsstöðum í Hvammssveit. Árið 1970 flutti hún til Reykjavíkur til að eyða ævikvöldinu á heimili dóttur sinnar og tengdasonar. Aðspurð hvort ekki hafi komið til tals að hún færi á elliheimili neitar Guðfinna því. Hún hafi lítinn áhuga á því og voni að hún þurfi þess ekki. Annars hafi hún heyrt að þar fari vel um fólk. Halldóra Bjarnadóttir er sá Íslendingur sem hæstum aldri hefur náð en Halldóra varð 108 ára og 45 daga gömul. Sérstök Halldórustofa er helguð henni á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Halldóra lifði 39.491 dag samkvæmt útreikningi Þorsteins Sæmundssonar hjá Almanaki Háskólans, en þeim dagafjölda nær Guðfinna Einarsdóttir á morgun. Og hún er ótrúlega ern. Hún segist enn getað prjónað en hún nenni því ekki. Hún hlusti hins vegar mikið á útvarp. Minni hennar er gott eins og heyrist þegar hún rifjar upp kynni sín af þjóðþekktum skáldum af æskuslóðum í Dölunum. Hún segist muna vel eftir Stefáni frá Hvítadal og þá hafi hún kynnst Jóhannesi úr Kötlum. Hún muni hins vegar minna eftir Steini Steinarr. Þegar hún er spurð hver sé lykillinn að langlífi segist hún ætíð hafa verið heilsuhraust en nefnir einnig skapferli. Hún hafi alltaf verið róleg og ekki verið með frekju eða argaskap. Alla sína ævi hafi hún verið rólynd. Þess má geta að að Guðfinna fékk fyrir þremur árum, þegar hún varð 105 ára, boð um að koma með foreldrum sínum í umferðarskólann Ungir vegfarendur til að læra fyrstu skrefin í umferðinni. Tilveran Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Elsti núlifandi Íslendingurinn, Guðfinna Einarsdóttir, jafnar á morgun aldursmet Halldóru Bjarnadóttur. Ef Guð lofar nær Guðfinna þeim áfanga á sunnudag að vera sá Íslendingur sem lengst hefur lifað fyrr og síðar. Guðfinna er vel ern og vonar að hún þurfi ekki að fara á elliheimili en segist hætt að nenna að prjóna. Elsti Íslendingurinn býr í heimahúsi hjá dóttur sinni í Fossvogshverfi í Reykjavík. Því fer þó fjarri að Guðfinna sé lögst í kör. Hún hefur fótavist og gengur um heimili sitt með því að styðjast við göngugrind. Hún segir að göngugrindin sé nauðsynleg, annars ylti hún um koll því hún hafi misst svo mikið þrek. Spurð um sjónina segir Guðfinna að hún sé blind á vinstra auga og sjónin á því hægra sé farin að daprast. Guðfinna fæddist þann 2. febrúar árið 1897 í Ásgarði í Dalasýslu en ólst upp og bjó á Leysingsstöðum í Hvammssveit. Árið 1970 flutti hún til Reykjavíkur til að eyða ævikvöldinu á heimili dóttur sinnar og tengdasonar. Aðspurð hvort ekki hafi komið til tals að hún færi á elliheimili neitar Guðfinna því. Hún hafi lítinn áhuga á því og voni að hún þurfi þess ekki. Annars hafi hún heyrt að þar fari vel um fólk. Halldóra Bjarnadóttir er sá Íslendingur sem hæstum aldri hefur náð en Halldóra varð 108 ára og 45 daga gömul. Sérstök Halldórustofa er helguð henni á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Halldóra lifði 39.491 dag samkvæmt útreikningi Þorsteins Sæmundssonar hjá Almanaki Háskólans, en þeim dagafjölda nær Guðfinna Einarsdóttir á morgun. Og hún er ótrúlega ern. Hún segist enn getað prjónað en hún nenni því ekki. Hún hlusti hins vegar mikið á útvarp. Minni hennar er gott eins og heyrist þegar hún rifjar upp kynni sín af þjóðþekktum skáldum af æskuslóðum í Dölunum. Hún segist muna vel eftir Stefáni frá Hvítadal og þá hafi hún kynnst Jóhannesi úr Kötlum. Hún muni hins vegar minna eftir Steini Steinarr. Þegar hún er spurð hver sé lykillinn að langlífi segist hún ætíð hafa verið heilsuhraust en nefnir einnig skapferli. Hún hafi alltaf verið róleg og ekki verið með frekju eða argaskap. Alla sína ævi hafi hún verið rólynd. Þess má geta að að Guðfinna fékk fyrir þremur árum, þegar hún varð 105 ára, boð um að koma með foreldrum sínum í umferðarskólann Ungir vegfarendur til að læra fyrstu skrefin í umferðinni.
Tilveran Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið