Skilyrði til að tryggja jafnræði 23. mars 2005 00:01 Samrunafyrirtækjum fjölmiðla- og fjarskipta er óheimilt að tvinna saman sölu á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu og þau verður að reka sem sjálfstæð fyrirtæki. Þau mega ekki veita sjálfum sér afslátt í innbyrgðis viðskiptum. Eru það meðal ítarlegra skilyrða sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla sem reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og samruna Símans og Skjás Eins. Báðar samsteypurnar segja skilyrðin ásættanleg. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir svo vera fljótt á litið. Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone, segir þau ásættanleg nema í ljós komi að Símanum hafi ekki verið sett sambærileg skilyrði. Báðar segja þær að skilyrðin ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin nái þeim markmiðum sem þau vildu með kaupum á fjölmiðlum. Síminn lýsir yfir að með kaupum á fjölmiðli ætli hann byggja upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi á landsvísu: "Eftirsóknarvert efni er enda forsenda þess að viðskiptavinir nýti sér þjónustu á sjónvarpsmarkaði. [...] Nái markmið úrskurðarins fram að ganga er aðgengi neytenda að eftirsóttu efni á starfrænu formi orðið greiðara." Það er einmitt eitt markmiða Samkeppnisstofnunar með skilyrðunum. Í tilkynningu stendur að gripið hafi verið til þeirra til að tryggja aðgang keppinauta samsteypnanna tveggja að dreifikerfum og vinsælu sjónvarpsefni í eigu þeirra og til að auðvelda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. Samkeppnisstofnun taldi að ef reglur yrðu ekki settar myndi hin mikla samþjöppun á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði útiloka aðra keppinauta, skaða hag neytenda til lengri tíma litið með tilboðum pakkalausna í ólíkri þjónustu og mismuna öðrum sem komi til með að starfa á markaðinum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Samrunafyrirtækjum fjölmiðla- og fjarskipta er óheimilt að tvinna saman sölu á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu og þau verður að reka sem sjálfstæð fyrirtæki. Þau mega ekki veita sjálfum sér afslátt í innbyrgðis viðskiptum. Eru það meðal ítarlegra skilyrða sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla sem reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og samruna Símans og Skjás Eins. Báðar samsteypurnar segja skilyrðin ásættanleg. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir svo vera fljótt á litið. Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone, segir þau ásættanleg nema í ljós komi að Símanum hafi ekki verið sett sambærileg skilyrði. Báðar segja þær að skilyrðin ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin nái þeim markmiðum sem þau vildu með kaupum á fjölmiðlum. Síminn lýsir yfir að með kaupum á fjölmiðli ætli hann byggja upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi á landsvísu: "Eftirsóknarvert efni er enda forsenda þess að viðskiptavinir nýti sér þjónustu á sjónvarpsmarkaði. [...] Nái markmið úrskurðarins fram að ganga er aðgengi neytenda að eftirsóttu efni á starfrænu formi orðið greiðara." Það er einmitt eitt markmiða Samkeppnisstofnunar með skilyrðunum. Í tilkynningu stendur að gripið hafi verið til þeirra til að tryggja aðgang keppinauta samsteypnanna tveggja að dreifikerfum og vinsælu sjónvarpsefni í eigu þeirra og til að auðvelda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. Samkeppnisstofnun taldi að ef reglur yrðu ekki settar myndi hin mikla samþjöppun á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði útiloka aðra keppinauta, skaða hag neytenda til lengri tíma litið með tilboðum pakkalausna í ólíkri þjónustu og mismuna öðrum sem komi til með að starfa á markaðinum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira