Krónan minnsta flotgengismyntin 31. mars 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á ársfundi Seðlabanka Íslands á miðvikudag að þegar gengissveiflur íslensku krónunnar væru brotnar til mergjar hlyti að koma til skoðunar hvort taka ætti upp evruna hér á landi. Með þessu vekur Halldór upp umræðu sem staðið hefur yfir með hléum í nær áratug, eða frá því fyrir lá að stór hluti utanríkisviðskipta Íslands yrði við lönd sem nota nýju Evrópumyntina. Halldór sagði í erindi sínu að Íslendingar gyldu þess hversu íslenski fjármálamarkaðurinn væri lítill í samanburði við alþjóðamarkaðinn. Tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu gætu skapað miklar sveiflur í gengi krónunnar. Skilar meiru en fast gengi Ísland er minnsta landið í heiminum með sjálfstætt fljótandi gjaldmiðil. Eins og Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, sagði í fyrirlestri 3. febrúar síðastliðinn er spurningin um kosti og galla þess að hafa sjálfstæða mynt eða taka upp mynt stærra efnahagssvæðis mjög þýðingarmikil fyrir Ísland. Vægi vöruviðskipta Íslands við evru-löndin tólf hafa verið að aukast. Þau námu tæplega 30 prósentum af heildarutanríkisviðskiptum árið 1970 og eru nú rúm 40 prósent. Ákveði ESB-ríkin þrjú sem standa utan evrunnar að ganga í myntbandalagið eykst hlutdeild viðskipta Íslands við evrusvæðið í yfir 60 af hundraði. Ef Noregur skyldi líka bætast í hóp evru-landa hækkar þetta hlutfall í tæp 70 prósent. Helstu hagfræðilegu rökin fyrir sameiginlegri mynt er að hún eyðir nafngengissveiflum innan myntsvæðisins, hún dregur úr viðskiptakostnaði í alþjóðaviðskiptum og eykur gagnsæi í viðskiptum milli landa. Hún gerir ennfremur alþjóðleg viðskipti við lönd utan myntsambandsins auðveldari með því að opna aðgang að dýpri og þróaðri innlendum fjármálamarkaði. Þannig segir Þórarinn að áhrif sameiginlegrar myntar séu líklega mun víðtækari en áhrif fasts gengis. Rannsóknir hafi sýnt að aðild að myntbandalagi auki viðskipti til muna, án þess að draga úr viðskiptum út fyrir sameiginlega myntsvæðið. Hagsveiflan ekki í takt Hagfræðingar hafa einnig bent á galla sem fylgt geta aðlögun lítils þjóðhagkerfis eins og þess íslenska að stóru myntsvæði eins og evrópska myntbandalaginu. Oftar en ekki sé hagsveiflan hér ekki í takt við hagsveifluna í stóru evru-löndunum. Peningamálastefnan á evrusvæðinu miðist þannig við aðrar aðstæður en hér ríki (þetta er gallinn við það sem kallað er á ensku "one-size-fits-all" á stóru sameiginlegu myntsvæði). Hins vegar hefur reynslan sýnt að eftir því sem viðskipti aukast milli landa innan myntsvæðisins eykst samleitni hagsveiflnanna. Stjórnun íslenskra peningamála er að mestu í höndum Seðlabanka Íslands. Helsta hagstjórnartækið sem Seðlabankinn ræður yfir er ákvörðun stýrivaxta. Bankinn hefur það yfirlýsta meginmarkmið að stuðla að stöðugleika í þróun verðlags. Stöðugleiki í þróun gengis er þannig ekki markmiðið, en þetta tvennt - verðbólgan og gengið - er nátengt. Verðbólga er spegilmynd af eigin verðmæti gjaldmiðilsins. Gengishækkanir, sem geta tengst hækkun stýrivaxta, geta komið þungt niður á útflutnings- og samkeppnisgreinum íslensks atvinnulífs. Eins og Jón Sigurðsson seðlabankastjóri benti á í erindi 3. mars síðastliðinn, er í umræðum um vexti og gengi ástæða til að minna á að sitt er hvað nafnvextir og raunvextir, nafngengi krónunnar eða þróun raungengis. Með þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða getur hann lítið gert til jöfnunar gengissveiflna, enda er slík sveiflujöfnun strangt til tekið ekki í verkahring hans. Aðvörunarbjöllur Í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem heimsótti Ísland í lok október sem leið segir, að vaxandi eftirspurnarþrýstingur og versnandi verðbólguhorfur vegna hans kalli á hert aðhald í peningamálum í komandi tíð. Að reiða sig á skammtímavexti eingöngu til að sporna gegn eftirspurnarþrýstingnum og ná verðbólgumarkmiðinu eykur að sögn sendinefndarmanna líkurnar á hækkun raungengis - ef miklu hærri vextir eru á krónumarkaði en í helstu viðskiptalöndum ýtir það undir innstreymi gjaldeyris sem ýtir gengi krónunnar upp - en þetta muni draga úr samkeppnishæfni og ýta enn frekar undir ójafnvægið í hagkerfinu. Því meira ójafnvægi sem myndist, þeim mun harkalegri gæti aðlögun orðið. Sérstaklega eigi þetta við þegar innflæði fjármagns tengdu stóriðjuframkvæmdunum lýkur, en það gæti leitt til snarprar lækkunar á gengi krónunnar og mikils samdráttar í hagkerfinu. Þetta eru aðvörunarbjöllurnar sem urðu forsætisráðherra tilefni til að vekja máls á því á ársfundi Seðlabankans að Íslendingar skoðuðu möguleikana á upptöku evrunnar. Halldór tók þó fram að hann væri ekki að segja að upptaka evrunnar myndi leysa öll vandamál. Aðspurður bætti hann við, að hann teldi lítt fýsilegt fyrir Ísland að taka evruna upp einhliða; það væri ekki ráðlegt nema með því að ganga í Evrópusambandið, sem væri hins vegar ekki á stefnuskrá sitjandi ríkisstjórnar. Í einhliða upptöku evrunnar fælist í raun ekki mikið meira en að ákveða að fasttengja gengi íslensku krónunnar við evruna. Ísland ætti þá ekki aðild að Seðlabanka Evrópu, ECB, í Frankfurt og vaxtastig hér yrði áfram hærra. Danir fylgja í raun fastgengisstefnu gagnvart evrunni, og sum nýju ESB-aðildarríkjanna gera það einnig nú þegar. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á ársfundi Seðlabanka Íslands á miðvikudag að þegar gengissveiflur íslensku krónunnar væru brotnar til mergjar hlyti að koma til skoðunar hvort taka ætti upp evruna hér á landi. Með þessu vekur Halldór upp umræðu sem staðið hefur yfir með hléum í nær áratug, eða frá því fyrir lá að stór hluti utanríkisviðskipta Íslands yrði við lönd sem nota nýju Evrópumyntina. Halldór sagði í erindi sínu að Íslendingar gyldu þess hversu íslenski fjármálamarkaðurinn væri lítill í samanburði við alþjóðamarkaðinn. Tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu gætu skapað miklar sveiflur í gengi krónunnar. Skilar meiru en fast gengi Ísland er minnsta landið í heiminum með sjálfstætt fljótandi gjaldmiðil. Eins og Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, sagði í fyrirlestri 3. febrúar síðastliðinn er spurningin um kosti og galla þess að hafa sjálfstæða mynt eða taka upp mynt stærra efnahagssvæðis mjög þýðingarmikil fyrir Ísland. Vægi vöruviðskipta Íslands við evru-löndin tólf hafa verið að aukast. Þau námu tæplega 30 prósentum af heildarutanríkisviðskiptum árið 1970 og eru nú rúm 40 prósent. Ákveði ESB-ríkin þrjú sem standa utan evrunnar að ganga í myntbandalagið eykst hlutdeild viðskipta Íslands við evrusvæðið í yfir 60 af hundraði. Ef Noregur skyldi líka bætast í hóp evru-landa hækkar þetta hlutfall í tæp 70 prósent. Helstu hagfræðilegu rökin fyrir sameiginlegri mynt er að hún eyðir nafngengissveiflum innan myntsvæðisins, hún dregur úr viðskiptakostnaði í alþjóðaviðskiptum og eykur gagnsæi í viðskiptum milli landa. Hún gerir ennfremur alþjóðleg viðskipti við lönd utan myntsambandsins auðveldari með því að opna aðgang að dýpri og þróaðri innlendum fjármálamarkaði. Þannig segir Þórarinn að áhrif sameiginlegrar myntar séu líklega mun víðtækari en áhrif fasts gengis. Rannsóknir hafi sýnt að aðild að myntbandalagi auki viðskipti til muna, án þess að draga úr viðskiptum út fyrir sameiginlega myntsvæðið. Hagsveiflan ekki í takt Hagfræðingar hafa einnig bent á galla sem fylgt geta aðlögun lítils þjóðhagkerfis eins og þess íslenska að stóru myntsvæði eins og evrópska myntbandalaginu. Oftar en ekki sé hagsveiflan hér ekki í takt við hagsveifluna í stóru evru-löndunum. Peningamálastefnan á evrusvæðinu miðist þannig við aðrar aðstæður en hér ríki (þetta er gallinn við það sem kallað er á ensku "one-size-fits-all" á stóru sameiginlegu myntsvæði). Hins vegar hefur reynslan sýnt að eftir því sem viðskipti aukast milli landa innan myntsvæðisins eykst samleitni hagsveiflnanna. Stjórnun íslenskra peningamála er að mestu í höndum Seðlabanka Íslands. Helsta hagstjórnartækið sem Seðlabankinn ræður yfir er ákvörðun stýrivaxta. Bankinn hefur það yfirlýsta meginmarkmið að stuðla að stöðugleika í þróun verðlags. Stöðugleiki í þróun gengis er þannig ekki markmiðið, en þetta tvennt - verðbólgan og gengið - er nátengt. Verðbólga er spegilmynd af eigin verðmæti gjaldmiðilsins. Gengishækkanir, sem geta tengst hækkun stýrivaxta, geta komið þungt niður á útflutnings- og samkeppnisgreinum íslensks atvinnulífs. Eins og Jón Sigurðsson seðlabankastjóri benti á í erindi 3. mars síðastliðinn, er í umræðum um vexti og gengi ástæða til að minna á að sitt er hvað nafnvextir og raunvextir, nafngengi krónunnar eða þróun raungengis. Með þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða getur hann lítið gert til jöfnunar gengissveiflna, enda er slík sveiflujöfnun strangt til tekið ekki í verkahring hans. Aðvörunarbjöllur Í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem heimsótti Ísland í lok október sem leið segir, að vaxandi eftirspurnarþrýstingur og versnandi verðbólguhorfur vegna hans kalli á hert aðhald í peningamálum í komandi tíð. Að reiða sig á skammtímavexti eingöngu til að sporna gegn eftirspurnarþrýstingnum og ná verðbólgumarkmiðinu eykur að sögn sendinefndarmanna líkurnar á hækkun raungengis - ef miklu hærri vextir eru á krónumarkaði en í helstu viðskiptalöndum ýtir það undir innstreymi gjaldeyris sem ýtir gengi krónunnar upp - en þetta muni draga úr samkeppnishæfni og ýta enn frekar undir ójafnvægið í hagkerfinu. Því meira ójafnvægi sem myndist, þeim mun harkalegri gæti aðlögun orðið. Sérstaklega eigi þetta við þegar innflæði fjármagns tengdu stóriðjuframkvæmdunum lýkur, en það gæti leitt til snarprar lækkunar á gengi krónunnar og mikils samdráttar í hagkerfinu. Þetta eru aðvörunarbjöllurnar sem urðu forsætisráðherra tilefni til að vekja máls á því á ársfundi Seðlabankans að Íslendingar skoðuðu möguleikana á upptöku evrunnar. Halldór tók þó fram að hann væri ekki að segja að upptaka evrunnar myndi leysa öll vandamál. Aðspurður bætti hann við, að hann teldi lítt fýsilegt fyrir Ísland að taka evruna upp einhliða; það væri ekki ráðlegt nema með því að ganga í Evrópusambandið, sem væri hins vegar ekki á stefnuskrá sitjandi ríkisstjórnar. Í einhliða upptöku evrunnar fælist í raun ekki mikið meira en að ákveða að fasttengja gengi íslensku krónunnar við evruna. Ísland ætti þá ekki aðild að Seðlabanka Evrópu, ECB, í Frankfurt og vaxtastig hér yrði áfram hærra. Danir fylgja í raun fastgengisstefnu gagnvart evrunni, og sum nýju ESB-aðildarríkjanna gera það einnig nú þegar.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira