Ófremdarástand á RÚV 1. apríl 2005 00:01 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gær að ákall fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Fréttamenn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. "Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðarástand sé að skapast í Ríkisútvarpinu," sagði Kolbrún. "Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og fréttamanni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni beinlínis ósatt og er síðan afturreka með það," segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrifum sínum á fréttastofunni. "Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjákvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. "Við trúum því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi útvarpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. "Þetta er ákall til okkar og ósk eftir viðbrögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við," sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gær að ákall fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Fréttamenn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. "Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðarástand sé að skapast í Ríkisútvarpinu," sagði Kolbrún. "Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og fréttamanni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni beinlínis ósatt og er síðan afturreka með það," segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrifum sínum á fréttastofunni. "Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjákvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. "Við trúum því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi útvarpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. "Þetta er ákall til okkar og ósk eftir viðbrögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við," sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira