Sölunni á að ljúka í sumar 4. apríl 2005 00:01 Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Boðað var til ríkisstjórnarfundar í hádeginu í dag á nokkuð óhefðbundum tíma. Og fundurinn var stuttur, enda aðeins eitt mál á dagskrá: sala Símans. Þegar ráðherra streymdu út af fundinum kom í ljós að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur einkavæðingarnefndar um hvernig standa ætti að að sölunni.Henni á að vera lokið í júlí. Selja á allan hlut ríkisins í einu lagi, einum hópi kjölfestufjárfesta, sem mega ekki tengjast fyrirtækjum í samkeppni við Símann. Þeir verða að mynda hópa og enginn einn má eiga meira en 45%. Fyrir árslok 2007 verður að vera búið að setja fyrirtækið á markað og bjóða minnst 30% af hlutafé almenningi til kaups. Söluferlið verður í tveimur þrepum. Á morgun verður auglýst eftir áhugasömum sem skila inn óbindandi tilboðum. Valdir verða úr þeir sem rætt verður við nánar en ekki eru til nákvæmar reglur um söluferlið ennþá, né hversu mikið vægi verðið hefur í tilboðinu. Aðspurður hvort þær aðstæður gætu fræðilega komið upp að hæsta tilboði yrði ekki tekið, ef öðrum skilyrðum er fullnægt betur en hjá öðrum, segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, að ef það kæmi t.d. upp tilvik þar sem hæstbjóðandi segðist ekki ætla að sinna landsbyggðinni neitt, þá fengi sá aðili ekki háa einkunn fyrir þann þátt. En markmiðið er að fá sem hæst verð, félagið verði áfram rekið, þjónustan verði góð við landsbyggðina og grunnnetið verður selt með. Lög eiga að tryggja aðgang annarra að grunnneti Símans. Bertrand Kan, forstjóri Morgan Stanley, segir það hafa hingað til alls staðar tíðkast, þar sem símafyrirtæki hafi verið einkavædd, að selja grunnnetið með fyrirtækinu. Aðspurður af hverju það sé betra segir Kan að til að geta veitt þjónustu sé mikilvægt að hafa yfirráð yfir grunnnetinu til þess að geta boðið upp á nýja þjónustu og tryggt gæði hennar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Boðað var til ríkisstjórnarfundar í hádeginu í dag á nokkuð óhefðbundum tíma. Og fundurinn var stuttur, enda aðeins eitt mál á dagskrá: sala Símans. Þegar ráðherra streymdu út af fundinum kom í ljós að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur einkavæðingarnefndar um hvernig standa ætti að að sölunni.Henni á að vera lokið í júlí. Selja á allan hlut ríkisins í einu lagi, einum hópi kjölfestufjárfesta, sem mega ekki tengjast fyrirtækjum í samkeppni við Símann. Þeir verða að mynda hópa og enginn einn má eiga meira en 45%. Fyrir árslok 2007 verður að vera búið að setja fyrirtækið á markað og bjóða minnst 30% af hlutafé almenningi til kaups. Söluferlið verður í tveimur þrepum. Á morgun verður auglýst eftir áhugasömum sem skila inn óbindandi tilboðum. Valdir verða úr þeir sem rætt verður við nánar en ekki eru til nákvæmar reglur um söluferlið ennþá, né hversu mikið vægi verðið hefur í tilboðinu. Aðspurður hvort þær aðstæður gætu fræðilega komið upp að hæsta tilboði yrði ekki tekið, ef öðrum skilyrðum er fullnægt betur en hjá öðrum, segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, að ef það kæmi t.d. upp tilvik þar sem hæstbjóðandi segðist ekki ætla að sinna landsbyggðinni neitt, þá fengi sá aðili ekki háa einkunn fyrir þann þátt. En markmiðið er að fá sem hæst verð, félagið verði áfram rekið, þjónustan verði góð við landsbyggðina og grunnnetið verður selt með. Lög eiga að tryggja aðgang annarra að grunnneti Símans. Bertrand Kan, forstjóri Morgan Stanley, segir það hafa hingað til alls staðar tíðkast, þar sem símafyrirtæki hafi verið einkavædd, að selja grunnnetið með fyrirtækinu. Aðspurður af hverju það sé betra segir Kan að til að geta veitt þjónustu sé mikilvægt að hafa yfirráð yfir grunnnetinu til þess að geta boðið upp á nýja þjónustu og tryggt gæði hennar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira