Ofbeldi allsstaðar 5. apríl 2005 00:01 Margoft hafa verið rædd áhrif ofbeldis á börn og fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt það og sannað að börn sem horfa upp á ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum eða bíómyndum verða fyrir miklum áhrifum sem geta leitt til vanlíðunar og ofbeldishneigðar því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Öll umræðan og allar rannsóknirnar virðast litlu sem engu hafa skilað því ofbeldið er allstaðar. Umbúðir utan um bíómyndir og tölvuleiki eru merktar fyrir vissa aldurshópa og er það á valdi foreldra og forráðamanna að fylgja reglum og koma í veg fyrir að börnin sjái eitthvað sem þeim er ekki ætlað. Hinsvegar eru viðvararnir ekki alltaf til staðar og fyrirvararlaust getur ofbeldisfull auglýsing birst á sjónvarpsskjánum rétt áður en fréttir hefjast í sjónvarpinu. Foreldrar eru varnarlausir gegn þessu ef börnin sitja við sjónvarpið um sjöleytið á kvöldin, rétt fyrir fréttir þegar barnaefni er gjarna nýlokið. Eina ráð foreldranna virðist vera að kveikja aldrei á sjónvarpinu eða sitja sveitt með fjarstýringuna í lófanum reiðubúinn að skipta um leið og eitthvað vafasamt kemur á skjáinn. Spurningin er hinsvegar sú hvort ábyrgðin hvíli einungis á foreldrunum. Auðvitað geta þeir ákveðið að horfa bara aldrei á sjónvarpið en ekki er hægt að ætlast til þess að fólk með börn horfi aldrei á fréttir og útiloki sig þannig frá samfélaginu. Það sem gerir foreldrum erfitt fyrir er að auglýsingar eru allsstaðar og virðast ekki fylgja neinum reglum. Íslenskar stöðvar virðast fylgja sömu stefnu og þær bandarísku, þar sem allt er auglýst svo lengi sem það skilar inn peningum í kassann. En einhverja hluta vegna gerir maður þá kröfu til Ríkissjónvarpsins að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Þess eru því miður mýmörg dæmi að sýnd séu brot úr ofbeldisfullu sjónvarpsefni eða kvikmyndum á tímum sem mörg börn sitja við sjónvarpið. Og sjóvarpsstöðvarnar eru ekki einu sökudólgarnir. Um daginn hringdi inn á Talstöðina kona sem hafði farið með ungan son sinn að sjá Bangsímon í bíó. Konan taldi sig hafa valið saklausa skemmtun fyrir barnið sitt, en henni til skelfingar var mjög ofbeldisfullur tölvuleikur auglýstur rétt áður en myndin hófst. Tölvuleikurinn snerist um ofbeldisfulla drápsleiki og tók sonurinn að þylja upp setningarnar í auglýsingunni sem voru eitthvað á þessa leið: Það eru engar reglur, allt er leyfilegt, það má tortíma öllum.... Hún hringdi í kvikmyndahúsið og lagði inn kvörtun sem var tekið kurteisislega en ekkert var aðhafst þrátt fyrir að fleiri kvartanir hefðu borist. Enda þarf kvikmyndahúsið ekkert að gera þó einhver kona hringi inn og kvarti nema að þakka henni fyrir ábendinguna. Það eru engin lög eða reglur til sem kveða á um hvernig auglýsingar má sýna á undan kvikmyndum ætluðum börnum. Í Bandaríkjunum hefur það komið í ljós að þeir sem markaðssetja bannaðar ofbeldismyndir reyna stöðugt að koma upplýsingum um þær til sífellt yngri barna og dæmi eru um að slíkar myndir séu auglýstar í kringum barnatímann í sjónvarpinu. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon (þar sem Latibær er sýndur) virðist þó ein bandarískra sjónvarpsstöðva hafa stefnu í þessum málum og tekur ekki við auglýsingum á ofbeldissmyndum þó gull og grænir skógar séu í boði og hefur verið hampað í fjölmiðlum vestra af þeim sökum. Er ekki kominn tími á það að samfélagið taki sameiginlega ábyrgð á sínum yngstu meðlimum og myndi sér stefnu í þessum málum og setji reglur um hvað má auglýsa hvar og hvenær þannig að foreldrar geti rólegir kíkt á Bangsímon í bíó eða fylgst með stöðu heimsmála án þess að eiga það á hættu að drápsóðir menn birtist á skjánum og hræði úr þeim og börnum þeirra líftóruna? Kristín Eva Þórhallsdóttir [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Margoft hafa verið rædd áhrif ofbeldis á börn og fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt það og sannað að börn sem horfa upp á ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum eða bíómyndum verða fyrir miklum áhrifum sem geta leitt til vanlíðunar og ofbeldishneigðar því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Öll umræðan og allar rannsóknirnar virðast litlu sem engu hafa skilað því ofbeldið er allstaðar. Umbúðir utan um bíómyndir og tölvuleiki eru merktar fyrir vissa aldurshópa og er það á valdi foreldra og forráðamanna að fylgja reglum og koma í veg fyrir að börnin sjái eitthvað sem þeim er ekki ætlað. Hinsvegar eru viðvararnir ekki alltaf til staðar og fyrirvararlaust getur ofbeldisfull auglýsing birst á sjónvarpsskjánum rétt áður en fréttir hefjast í sjónvarpinu. Foreldrar eru varnarlausir gegn þessu ef börnin sitja við sjónvarpið um sjöleytið á kvöldin, rétt fyrir fréttir þegar barnaefni er gjarna nýlokið. Eina ráð foreldranna virðist vera að kveikja aldrei á sjónvarpinu eða sitja sveitt með fjarstýringuna í lófanum reiðubúinn að skipta um leið og eitthvað vafasamt kemur á skjáinn. Spurningin er hinsvegar sú hvort ábyrgðin hvíli einungis á foreldrunum. Auðvitað geta þeir ákveðið að horfa bara aldrei á sjónvarpið en ekki er hægt að ætlast til þess að fólk með börn horfi aldrei á fréttir og útiloki sig þannig frá samfélaginu. Það sem gerir foreldrum erfitt fyrir er að auglýsingar eru allsstaðar og virðast ekki fylgja neinum reglum. Íslenskar stöðvar virðast fylgja sömu stefnu og þær bandarísku, þar sem allt er auglýst svo lengi sem það skilar inn peningum í kassann. En einhverja hluta vegna gerir maður þá kröfu til Ríkissjónvarpsins að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Þess eru því miður mýmörg dæmi að sýnd séu brot úr ofbeldisfullu sjónvarpsefni eða kvikmyndum á tímum sem mörg börn sitja við sjónvarpið. Og sjóvarpsstöðvarnar eru ekki einu sökudólgarnir. Um daginn hringdi inn á Talstöðina kona sem hafði farið með ungan son sinn að sjá Bangsímon í bíó. Konan taldi sig hafa valið saklausa skemmtun fyrir barnið sitt, en henni til skelfingar var mjög ofbeldisfullur tölvuleikur auglýstur rétt áður en myndin hófst. Tölvuleikurinn snerist um ofbeldisfulla drápsleiki og tók sonurinn að þylja upp setningarnar í auglýsingunni sem voru eitthvað á þessa leið: Það eru engar reglur, allt er leyfilegt, það má tortíma öllum.... Hún hringdi í kvikmyndahúsið og lagði inn kvörtun sem var tekið kurteisislega en ekkert var aðhafst þrátt fyrir að fleiri kvartanir hefðu borist. Enda þarf kvikmyndahúsið ekkert að gera þó einhver kona hringi inn og kvarti nema að þakka henni fyrir ábendinguna. Það eru engin lög eða reglur til sem kveða á um hvernig auglýsingar má sýna á undan kvikmyndum ætluðum börnum. Í Bandaríkjunum hefur það komið í ljós að þeir sem markaðssetja bannaðar ofbeldismyndir reyna stöðugt að koma upplýsingum um þær til sífellt yngri barna og dæmi eru um að slíkar myndir séu auglýstar í kringum barnatímann í sjónvarpinu. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon (þar sem Latibær er sýndur) virðist þó ein bandarískra sjónvarpsstöðva hafa stefnu í þessum málum og tekur ekki við auglýsingum á ofbeldissmyndum þó gull og grænir skógar séu í boði og hefur verið hampað í fjölmiðlum vestra af þeim sökum. Er ekki kominn tími á það að samfélagið taki sameiginlega ábyrgð á sínum yngstu meðlimum og myndi sér stefnu í þessum málum og setji reglur um hvað má auglýsa hvar og hvenær þannig að foreldrar geti rólegir kíkt á Bangsímon í bíó eða fylgst með stöðu heimsmála án þess að eiga það á hættu að drápsóðir menn birtist á skjánum og hræði úr þeim og börnum þeirra líftóruna? Kristín Eva Þórhallsdóttir [email protected]
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun