Almenningur bjóði í Símann 11. apríl 2005 00:01 Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings. Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um einkavæðingarsögu ríkisins síðustu ára og segir að með sölu Símans standi fyrir dyrum enn eitt þjóðarránið. Hún segir að sér hafi einfaldlega verið nóg boðið þegar hún hafi sett gjörðir og ákvarðanir hins háa Alþingis í sögulegt samhengi upp á síðkastið. Þá hafi henni fundist tilefni til að hún léti einu sinni í sér heyra með sína skoðun. Agnes viðrar í greininni þá hugmynd að almenningur í landinu taki höndum saman, stofni félag og bjóði í 45 prósenta hlut Símans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Agnes hefur fengið á annað hundrað tölvubréfa, SMS-skilaboð auk ótal símtala. Allir hafi lýst hrifningu sinni á hugmyndinni og margir lofað að leggja fram fé, allt upp í 10 milljónir króna. Agnes segir að fólki sé einfaldlega nóg boðið og það eiga þátt í því að njóta arðsins af eigin köku. „Af hverju skyldi almenningur ekki leysa til sín sína eigin eign? Hvers vegna á eitthvað að koma í veg fyrir það?“ spyr Agnes. Sjálf segist Agnes ekki hafa tíma til að leiða almannahreyfinguna en það er strax komið fram fólk sem vill gera hugmyndina að veruleika. Einn þeirra er Orri Vigfússon sem er sannfærður um að hugmyndin sé raunhæf. Hann hafi haft samband við marga í dag eftir að hafa lesið grein Agnesar, sem sé frábær. Það beri alls staðar að sama brunni, allir séu mjög hrifnir af hugmyndinni. Orri segist viss um að hægt sé að setja saman mjög stóran hóp, eins konar kjölfestuhóp. Agnes telur í ljósi þessara gífurlegu, jákvæðu viðbragða sem hún hefur fengið við grein sinni í dag að það sé alls ekki lengur svo fjarstæðukenndur möguleiki að almenningur taki höndum saman og geri raunhæft tilboð í Símann. Agnes bendir á að ef 20.000 Íslendingar tækju sig til og undirrituðu hlutfjárloforð upp á eina milljón króna hver, sem sé eins og verð einnar bíltíkur, þá myndu safnast 20 milljarðar og hún spyr hvort hægt sé að taka ekki mark á því. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings. Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um einkavæðingarsögu ríkisins síðustu ára og segir að með sölu Símans standi fyrir dyrum enn eitt þjóðarránið. Hún segir að sér hafi einfaldlega verið nóg boðið þegar hún hafi sett gjörðir og ákvarðanir hins háa Alþingis í sögulegt samhengi upp á síðkastið. Þá hafi henni fundist tilefni til að hún léti einu sinni í sér heyra með sína skoðun. Agnes viðrar í greininni þá hugmynd að almenningur í landinu taki höndum saman, stofni félag og bjóði í 45 prósenta hlut Símans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Agnes hefur fengið á annað hundrað tölvubréfa, SMS-skilaboð auk ótal símtala. Allir hafi lýst hrifningu sinni á hugmyndinni og margir lofað að leggja fram fé, allt upp í 10 milljónir króna. Agnes segir að fólki sé einfaldlega nóg boðið og það eiga þátt í því að njóta arðsins af eigin köku. „Af hverju skyldi almenningur ekki leysa til sín sína eigin eign? Hvers vegna á eitthvað að koma í veg fyrir það?“ spyr Agnes. Sjálf segist Agnes ekki hafa tíma til að leiða almannahreyfinguna en það er strax komið fram fólk sem vill gera hugmyndina að veruleika. Einn þeirra er Orri Vigfússon sem er sannfærður um að hugmyndin sé raunhæf. Hann hafi haft samband við marga í dag eftir að hafa lesið grein Agnesar, sem sé frábær. Það beri alls staðar að sama brunni, allir séu mjög hrifnir af hugmyndinni. Orri segist viss um að hægt sé að setja saman mjög stóran hóp, eins konar kjölfestuhóp. Agnes telur í ljósi þessara gífurlegu, jákvæðu viðbragða sem hún hefur fengið við grein sinni í dag að það sé alls ekki lengur svo fjarstæðukenndur möguleiki að almenningur taki höndum saman og geri raunhæft tilboð í Símann. Agnes bendir á að ef 20.000 Íslendingar tækju sig til og undirrituðu hlutfjárloforð upp á eina milljón króna hver, sem sé eins og verð einnar bíltíkur, þá myndu safnast 20 milljarðar og hún spyr hvort hægt sé að taka ekki mark á því.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira