Skriður kominn á sjóminjasafnið Stefán Jón Hafstein skrifar 13. apríl 2005 00:01 Nýtt safn í Reykjavík - Stefán Jón Hafstein Nú hillir undir að Íslendingar eignist nýtt og glæsilegt sjóminjasafn. Sjálfeignarstofnun um Víkina-Sjóminjasafnið í Reykjavík var sett á laggirnar fyrir skömmu. Safnið er til húsa að Grandagarði 8, gamla BÚR-húsinu. Á stofnfundi safnsins kom fram að stefnt yrði að því að opna fyrstu sýningu á sjómannadaginn 2005. Mörgun þótti það nokkuð djörf áætlun að undirbúa og opna sýningu á hálfu ári, en útlit er enn fyrir því að sú bjartsýna áætlun takist. Fyrsta stóra verkefni safnsins er að setja upp sýninguna "Togaraöldin" í tilefni af 100 afmæli togaraútgerðar á Íslandi. Árið 1905 kom togarinn Coot til landsins og 1907 var togarinn Jón forseti smíðaður fyrir Reykvíkinga. Við upphaf síðustu aldar varð heilmikil vakning meðal landsmanna, en sennilega skópu togararnir mestu byltinguna. Á árunum 1905-1917 fengust 28 aðilar við togaraútgerð á Íslandi, þar af var 21 í Reykjavík og Viðey. Togaraútgerð þar skapaði fyrsta verulega auðmagnið á Íslandi á 20 öld. Sýning sjóminjasafnsins mun reyna að endurspegla þessi miklu umskipti sem urðu á kjörum lands og þjóðar með togurunum. Þá verður reynt að skyggnast inn í líf og aðbúnað sjómanna og fjölskyldna þeirra á öldinni sem leið. Reykjavík er hafnarborg og fáir gera sér grein fyrir því, hve Reykjavík er mikill útgerðarbær; við gömlu höfnina í Reykjavík er landað verðmætasta afla landsins ár hvert. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík mun leitast við að þjóna hagsmunum heimamanna sem og ferðamanna varðandi kynningu á sambúð Íslendinga við hafið, fiskveiðum og vinnslu. Sagan kallar á sjóminjasafn. Fyrsti Reykvíkingurinn var sæfari og lífsafkoma bæjarbúa hefur byggst mjög mikið á sjónum. Kaupsiglingar hafa verið stundaðar um aldir til Reykjavíkur. Iðnaður og þjónusta tengd sjósókn eru umfangsmikil í borginni sem og stofnanir á vegum hins opinbera. Við skuldum hetjum hafsins og þeim sem gerðu svo mikil verðmæti úr aflanum að sögu þeirra sé minnst. Reykjavíkurborg hafði fyrir sitt leyti forgöngu um undirbúning og leggur fram langmesta stofnféð, 10 milljónir króna á ári. Öflugir bakhjarlar, HB-Grandi, Íslandsbanki, Faxaflóahafnir og Eimskip, leggja saman fram rúmlega annað eins á móti. En þörf er á að fleiri leggist á árarnar með okkur. Nú reynir á hvort útgerðin, fiskvinnslan og allir sem áhuga hafa á sjósókn og mikilvægi sjálvarútvegs vilji koma að þessu samstarfsverkefni. Þess vegna leitar nú stjórn safnsins að fleiri samstarfs- og styrktaraðiljum til að halda uppi merkjum sjávarútvegs og minnast þess sögulega hlutverks sem hafið og sjósókn hafa á lífi á Íslandi. Ég trúi því og treysti að afli verði góður þegar við róum á mið þeirra sem til greina koma sem samstarfsaðilar um safnið. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun og byggist starfið að miklu leyti á því, hvað fyrirtæki og stofnanir eru reiðubúin að láta af mörkum til sýningar um 100 ára sögu togaraútgerðar - og síðar þegar stór og glæst sýning um hlut sjávarútvegs í íslenskri menningu verður opnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýtt safn í Reykjavík - Stefán Jón Hafstein Nú hillir undir að Íslendingar eignist nýtt og glæsilegt sjóminjasafn. Sjálfeignarstofnun um Víkina-Sjóminjasafnið í Reykjavík var sett á laggirnar fyrir skömmu. Safnið er til húsa að Grandagarði 8, gamla BÚR-húsinu. Á stofnfundi safnsins kom fram að stefnt yrði að því að opna fyrstu sýningu á sjómannadaginn 2005. Mörgun þótti það nokkuð djörf áætlun að undirbúa og opna sýningu á hálfu ári, en útlit er enn fyrir því að sú bjartsýna áætlun takist. Fyrsta stóra verkefni safnsins er að setja upp sýninguna "Togaraöldin" í tilefni af 100 afmæli togaraútgerðar á Íslandi. Árið 1905 kom togarinn Coot til landsins og 1907 var togarinn Jón forseti smíðaður fyrir Reykvíkinga. Við upphaf síðustu aldar varð heilmikil vakning meðal landsmanna, en sennilega skópu togararnir mestu byltinguna. Á árunum 1905-1917 fengust 28 aðilar við togaraútgerð á Íslandi, þar af var 21 í Reykjavík og Viðey. Togaraútgerð þar skapaði fyrsta verulega auðmagnið á Íslandi á 20 öld. Sýning sjóminjasafnsins mun reyna að endurspegla þessi miklu umskipti sem urðu á kjörum lands og þjóðar með togurunum. Þá verður reynt að skyggnast inn í líf og aðbúnað sjómanna og fjölskyldna þeirra á öldinni sem leið. Reykjavík er hafnarborg og fáir gera sér grein fyrir því, hve Reykjavík er mikill útgerðarbær; við gömlu höfnina í Reykjavík er landað verðmætasta afla landsins ár hvert. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík mun leitast við að þjóna hagsmunum heimamanna sem og ferðamanna varðandi kynningu á sambúð Íslendinga við hafið, fiskveiðum og vinnslu. Sagan kallar á sjóminjasafn. Fyrsti Reykvíkingurinn var sæfari og lífsafkoma bæjarbúa hefur byggst mjög mikið á sjónum. Kaupsiglingar hafa verið stundaðar um aldir til Reykjavíkur. Iðnaður og þjónusta tengd sjósókn eru umfangsmikil í borginni sem og stofnanir á vegum hins opinbera. Við skuldum hetjum hafsins og þeim sem gerðu svo mikil verðmæti úr aflanum að sögu þeirra sé minnst. Reykjavíkurborg hafði fyrir sitt leyti forgöngu um undirbúning og leggur fram langmesta stofnféð, 10 milljónir króna á ári. Öflugir bakhjarlar, HB-Grandi, Íslandsbanki, Faxaflóahafnir og Eimskip, leggja saman fram rúmlega annað eins á móti. En þörf er á að fleiri leggist á árarnar með okkur. Nú reynir á hvort útgerðin, fiskvinnslan og allir sem áhuga hafa á sjósókn og mikilvægi sjálvarútvegs vilji koma að þessu samstarfsverkefni. Þess vegna leitar nú stjórn safnsins að fleiri samstarfs- og styrktaraðiljum til að halda uppi merkjum sjávarútvegs og minnast þess sögulega hlutverks sem hafið og sjósókn hafa á lífi á Íslandi. Ég trúi því og treysti að afli verði góður þegar við róum á mið þeirra sem til greina koma sem samstarfsaðilar um safnið. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun og byggist starfið að miklu leyti á því, hvað fyrirtæki og stofnanir eru reiðubúin að láta af mörkum til sýningar um 100 ára sögu togaraútgerðar - og síðar þegar stór og glæst sýning um hlut sjávarútvegs í íslenskri menningu verður opnuð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun