Innflytjendur eiga að læra málið 15. apríl 2005 00:01 Með hverjum deginum sem líður fjölgar hér á landi fólki sem sem er af erlendu bergi brotið. Í sumum tilfellum eru það heilu fjölskyldurnar sem hingað koma í leit að betra lífi, eða þá erlendir makar eða sambýlisfólk Íslendinga sem eru að setjast hér að í nýjum heimkynnum. Þetta erlenda fólk auðgar mannlífsflóruna hér og ber með sér erlenda siði og menningarstrauma. Við þurfum að taka vel á móti því og gera vistina hér bærilega fyrir það um leið og við gerum ákveðnar kröfur til þeirra sem ætla að setjast hér að . Nágrannaþjóðir okkar hafa gengið í gegnum svipað ferli og við höfum verið að gera á undanförnum misserum eða árum. Fréttirnar sem hingað hafa borist af sambúð nýbúa og heimamanna í mörgum vestrænum ríkjum eru margar hverjar ekki fagrar eða uppörvandi. Tilkoma nýbúa í þessum löndum hefur valdið miklum pólitískum deilum og ýtt undir öfgasjónarmið. Við þurfum ekki að leita lengra en til Danmerkur þessum efnum. Þar voru um tíma heiftúðugar deilur vegna nýbúa. Danskt samfélag hafði fram undir það tekið vel á móti fólki af öðrum kynþætti, og kannski gert of vel við það á mörgum sviðum. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið hér á landi virðist gæta vaxandi andúðar hjá ungmennum hér í garð útlendinga, og má í mörgum tilfellum því miður líkja afstöðunni við fordóma eða rasisma. Þetta er svipuð þróun og hefur átt sér víða annars staðar og af því eigum við að læra. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingar gerði þessi mál að umtalsefni í sölum Alþingis fyrir helgi og benti á tilkomu og fylgi hægri öfgaflokka í nokkrum löndum í Vestur - Evrópu. Þar hafa þeir sumir hverjir náð allt að 20 - 30 prósenta fylgi. Árni Magnússon félgsmálaráðherra svaraði þingmanninum og tók undir með honum að þróunin hér væri verulegt umhugsunarefni, sérstaklega þó afstaða unglinga til innflytjenda samkvæmt nýbirtri könnun. Ráðherrann tilkynnti við þetta tækifæri að stjórnvöld hefðu ákveðið að stofna innflytjendaráð til að sinna málefnu innflytjenda og taka á móti flóttamönnum. Ráðið á að vinna að því að auðvelda innflytjendum að taka virkan þátt í samfélaginu , sinna þjónustu við sveitarfélög þar sem innflytjendur setjast að , auk ýmiskonar annarrar starfsemi sem fylgir komunni hingað.. Það þarf að búa þannig að þessari stofnun að hún geti sinnt hlutverki sínu, og það er mikilvægt að starfsemi hennar verði ekki aðeins bundin því sveitarfélagi þar sem hún verður, heldur þarf hún að sinna landinu öllu . Fjölmenningarsetrið var á sínum tíma sett niður á Ísafirði og sætti það töluverðri gagnrýni, en á móti kom að Alþjóðahúsið er í Reykjavík. Það er lykilatriði í þessum efnum að hinir nýju íbúar landsins læri tungumálið. Annars ná þeir aldrei að festa hér rætur, eða verða hluti af íslensku samfélagi. Nú eru gerðar ákveðnar kröfur í þessum efnum, en svo virðist sem innflytjendum sé þá hvorki gert það kleyft kostnaðarlega né að þeir fái til þess nægjanlega tíma að læra íslensku. Í Austurríki þar sem öldurnar gegn innflytjendum hafa risið einna hæst að undanförnu hafa nú verið settar mjög strangar reglur um þýskukunnáttu innflytenda. Þær eru í strangara lagi, en íslensk stjórnvöld gætu hugsanlega tekið mið af þeim og aðlagað þær íslenskum aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Með hverjum deginum sem líður fjölgar hér á landi fólki sem sem er af erlendu bergi brotið. Í sumum tilfellum eru það heilu fjölskyldurnar sem hingað koma í leit að betra lífi, eða þá erlendir makar eða sambýlisfólk Íslendinga sem eru að setjast hér að í nýjum heimkynnum. Þetta erlenda fólk auðgar mannlífsflóruna hér og ber með sér erlenda siði og menningarstrauma. Við þurfum að taka vel á móti því og gera vistina hér bærilega fyrir það um leið og við gerum ákveðnar kröfur til þeirra sem ætla að setjast hér að . Nágrannaþjóðir okkar hafa gengið í gegnum svipað ferli og við höfum verið að gera á undanförnum misserum eða árum. Fréttirnar sem hingað hafa borist af sambúð nýbúa og heimamanna í mörgum vestrænum ríkjum eru margar hverjar ekki fagrar eða uppörvandi. Tilkoma nýbúa í þessum löndum hefur valdið miklum pólitískum deilum og ýtt undir öfgasjónarmið. Við þurfum ekki að leita lengra en til Danmerkur þessum efnum. Þar voru um tíma heiftúðugar deilur vegna nýbúa. Danskt samfélag hafði fram undir það tekið vel á móti fólki af öðrum kynþætti, og kannski gert of vel við það á mörgum sviðum. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið hér á landi virðist gæta vaxandi andúðar hjá ungmennum hér í garð útlendinga, og má í mörgum tilfellum því miður líkja afstöðunni við fordóma eða rasisma. Þetta er svipuð þróun og hefur átt sér víða annars staðar og af því eigum við að læra. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingar gerði þessi mál að umtalsefni í sölum Alþingis fyrir helgi og benti á tilkomu og fylgi hægri öfgaflokka í nokkrum löndum í Vestur - Evrópu. Þar hafa þeir sumir hverjir náð allt að 20 - 30 prósenta fylgi. Árni Magnússon félgsmálaráðherra svaraði þingmanninum og tók undir með honum að þróunin hér væri verulegt umhugsunarefni, sérstaklega þó afstaða unglinga til innflytjenda samkvæmt nýbirtri könnun. Ráðherrann tilkynnti við þetta tækifæri að stjórnvöld hefðu ákveðið að stofna innflytjendaráð til að sinna málefnu innflytjenda og taka á móti flóttamönnum. Ráðið á að vinna að því að auðvelda innflytjendum að taka virkan þátt í samfélaginu , sinna þjónustu við sveitarfélög þar sem innflytjendur setjast að , auk ýmiskonar annarrar starfsemi sem fylgir komunni hingað.. Það þarf að búa þannig að þessari stofnun að hún geti sinnt hlutverki sínu, og það er mikilvægt að starfsemi hennar verði ekki aðeins bundin því sveitarfélagi þar sem hún verður, heldur þarf hún að sinna landinu öllu . Fjölmenningarsetrið var á sínum tíma sett niður á Ísafirði og sætti það töluverðri gagnrýni, en á móti kom að Alþjóðahúsið er í Reykjavík. Það er lykilatriði í þessum efnum að hinir nýju íbúar landsins læri tungumálið. Annars ná þeir aldrei að festa hér rætur, eða verða hluti af íslensku samfélagi. Nú eru gerðar ákveðnar kröfur í þessum efnum, en svo virðist sem innflytjendum sé þá hvorki gert það kleyft kostnaðarlega né að þeir fái til þess nægjanlega tíma að læra íslensku. Í Austurríki þar sem öldurnar gegn innflytjendum hafa risið einna hæst að undanförnu hafa nú verið settar mjög strangar reglur um þýskukunnáttu innflytenda. Þær eru í strangara lagi, en íslensk stjórnvöld gætu hugsanlega tekið mið af þeim og aðlagað þær íslenskum aðstæðum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun