60 deyja daglega 27. apríl 2005 00:01 Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. Tuttugu og fimm mánuðir eru liðnir frá innrásinni í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli og enn hefur ekki tekist að kveða niður uppreisnarmenn í landinu. Í hverri viku gera þeir og hryðjuverkamenn í Írak um fjögur hundruð árásir á hersetuliðið, lögreglu og óbreytta borgara. Í helmingi árásanna týnir fólk lífi, um sextíu á dag. Fjöldi árásanna þykir sýna best styrk uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak og hversu illa hersetuliðinu, og upp á síðkastið, írökskum sveitum gengur að berjast við þá. Meyers, yfirmaður bandaríska heraflans í landinu, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, voru þó alls ekki á því í gær, heldur sögðu ástæðuna þá að hersetuliðið einbeitti sér að því að þjálfa írakskar sveitir í stað þess að berjast við óróaseggi. Engu að síður er bent á að þrátt fyrir aðgerðir um hundrað og fjörutíu þúsunda bandarískra hermanna og álíka margra írakskra hermanna, sjái ekki högg á vatni: árásir nú séu jafnmargar og fyrir ári síðan þegar ástandið var sem verst. Nú er því ekki síst kennt um að ekkert gengur við myndun ríkisstjórnar í Írak. Kosningarnar í janúar áttu að vera fyrsta stóra skrefið í átt að stöðugleika og efnahagslegri endurreisn en við tók pólitískt þref sem stendur enn. Undanfarna daga hefur verið beðið fregna af skipan stjórnar en tilkynningu um hana er frestað æ ofan í æ. Á meðan eru Írakar sjálfir ekki í stakk búnir til að taka á óöldinni og því fátt sem bendir til stórtækra breytinga á næstunni. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. Tuttugu og fimm mánuðir eru liðnir frá innrásinni í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli og enn hefur ekki tekist að kveða niður uppreisnarmenn í landinu. Í hverri viku gera þeir og hryðjuverkamenn í Írak um fjögur hundruð árásir á hersetuliðið, lögreglu og óbreytta borgara. Í helmingi árásanna týnir fólk lífi, um sextíu á dag. Fjöldi árásanna þykir sýna best styrk uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak og hversu illa hersetuliðinu, og upp á síðkastið, írökskum sveitum gengur að berjast við þá. Meyers, yfirmaður bandaríska heraflans í landinu, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, voru þó alls ekki á því í gær, heldur sögðu ástæðuna þá að hersetuliðið einbeitti sér að því að þjálfa írakskar sveitir í stað þess að berjast við óróaseggi. Engu að síður er bent á að þrátt fyrir aðgerðir um hundrað og fjörutíu þúsunda bandarískra hermanna og álíka margra írakskra hermanna, sjái ekki högg á vatni: árásir nú séu jafnmargar og fyrir ári síðan þegar ástandið var sem verst. Nú er því ekki síst kennt um að ekkert gengur við myndun ríkisstjórnar í Írak. Kosningarnar í janúar áttu að vera fyrsta stóra skrefið í átt að stöðugleika og efnahagslegri endurreisn en við tók pólitískt þref sem stendur enn. Undanfarna daga hefur verið beðið fregna af skipan stjórnar en tilkynningu um hana er frestað æ ofan í æ. Á meðan eru Írakar sjálfir ekki í stakk búnir til að taka á óöldinni og því fátt sem bendir til stórtækra breytinga á næstunni.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira