Bresk tískukeðja í Kauphöllina 1. maí 2005 00:01 Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions sem er meðal annars í eigu Baugs og KB banka hyggur á hlutafjárútboð hér á landi og skráningu í Kauphöll Íslands í beinu framhaldi. Það yrði fyrsta skráning félags af erlendum uppruna hérlendis. Mosaic hyggst afla 4,8 milljarða króna í útboðinu og selja hlutina til fagfjárfesta og almennings. Hagnaður Mosaic fyrir afskriftir og fjármangsliði eða EBITDA, var 6,3 milljarðar og miðað við þá upphæð má gera ráð fyrir að félagið verði í hópi átta stærstu félaga Kauphallarinnar með markaðsvirði yfir 30 milljarða króna. Mosaic rekur 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi, en félagið hefur á undanförnum misserum verið að sækja fram á alþjóðamarkaði og rekur nú verslanir undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles víða um heim. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosaic að skrá sig hér á landi. "Við yrðum frekar stórir á markaði hér miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin." Baugur keypti Oasis ásamt stjórnendum félagsins árið 2003 og hefur félagið verið í örum vexti og ræður nú fjórum vörumerkjum. Derek segir að auk þess sem fjögur merki geti samnýtt stoðdeildir, þá felist einnig áhættudreifing í fjölda vörumerkjanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi. Hann segir tilkomu Mosaic viðurkenningu á gæðum markaðarins hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöllinni. Stefnt er að skráningu Mosaic fyrir júnílok. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions sem er meðal annars í eigu Baugs og KB banka hyggur á hlutafjárútboð hér á landi og skráningu í Kauphöll Íslands í beinu framhaldi. Það yrði fyrsta skráning félags af erlendum uppruna hérlendis. Mosaic hyggst afla 4,8 milljarða króna í útboðinu og selja hlutina til fagfjárfesta og almennings. Hagnaður Mosaic fyrir afskriftir og fjármangsliði eða EBITDA, var 6,3 milljarðar og miðað við þá upphæð má gera ráð fyrir að félagið verði í hópi átta stærstu félaga Kauphallarinnar með markaðsvirði yfir 30 milljarða króna. Mosaic rekur 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi, en félagið hefur á undanförnum misserum verið að sækja fram á alþjóðamarkaði og rekur nú verslanir undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles víða um heim. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosaic að skrá sig hér á landi. "Við yrðum frekar stórir á markaði hér miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin." Baugur keypti Oasis ásamt stjórnendum félagsins árið 2003 og hefur félagið verið í örum vexti og ræður nú fjórum vörumerkjum. Derek segir að auk þess sem fjögur merki geti samnýtt stoðdeildir, þá felist einnig áhættudreifing í fjölda vörumerkjanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi. Hann segir tilkomu Mosaic viðurkenningu á gæðum markaðarins hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöllinni. Stefnt er að skráningu Mosaic fyrir júnílok.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira