Bless, bless handbolti Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 2. maí 2005 00:01 Mikið hefur verið skrifað um íslenskan handknattleik að undanförnu. Því miður hefur mikið af því ekki snúist um leikina sem eru í gangi heldur hvort íslenskur handknattleikur sé um það bil að geispa golunni. Ágætis sönnun á því var aðsóknin á laugardaginn þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ásvellir voru hálftómir. Það mátti heyra skipanir þjálfara og hvatningarorð leikmanna til hvors annars. 700 áhorfendur mættu. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár er eitt allsherjar klúður og gæti reynst handknattleiknum dýrkeypt. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um fyrirkomulagið. Það er klúður og frá því átti að hverfa strax eftir fyrsta árið. Annað atriði er stemmningsleysið sem einkennt hefur úrslitakeppnina. Þessi hluti mótsins, sem á að vera hvað mest spennandi, hefur verið algjörlega samhengislaus. Haukaliðið var í tólf daga fríi eftir átta liða úrslitin og "fékk" svo níu daga frí eftir undanúrslitin. ÍBV fékk minna frí enda spiluðu þeir tveimur leikjum fleira. Engu að síður var úrslitakeppnin látin dragast á langinn og ástæðan var einföld. Ekki átti að skyggja á kvennahandboltann. Þetta reyndist heldur betur röng ákvörðun því að nánast enginn mætti á fyrsta leikinn á Ásvöllum þegar ÍBV og Haukar hófu einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þriðja atriðið sem bendir til þess að handknattleikur er kominn upp að vegg er dómgæslan. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað í dómarastéttinni og dómgæslan í vetur hefur á köflum verið til skammar. Þegar Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn á laugardaginn milli Hauka og ÍBV sást vel hversu miklu máli góð dómgæsla skiptir. Því miður er ekki að sjá arftaka þeirra í bráð. Í kvöld mætast Haukar og ÍBV öðru sinni í Eyjum. Leiknum verður sjónvarpað strax að loknum fréttum og veðri klukkan 19.35. Sem er hreinlega ótrúlegt, að ekki verði meira sagt. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að vinsælasti íþróttarmaðurinn okkar, Eiður Smári, er að keppa um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Liverpool í beinni útsendingu á Sýn nánast á sama tíma. Valið verður væntanlega ekki erfitt fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á íþróttum. Þetta verður því enn eitt atriðið sem leiðir til þess að leikur Hauka og ÍBV fer fyrir ofan garð og neðan. Það er einhver slikja sem liggur yfir handknattleiknum í dag og þeir sem standa þessari íþrótt næst vita að þessari slykju verður að bægja frá ef ekki á illa að fara. Handknattleikur er skemmtileg íþrótt sem sameinar hraða, mörk, spennu og hörku. Ef HSÍ tekur málin til gagngerrar endurskoðunar þá er hugsanlegt að handknattleikur verði á ný vinsælasta íþróttin á Íslandi. Ef ekki, þá mun handknattleikurinn líða undir lok eftir örfá ár. Það þarf að hafa það í huga að þetta er sú hópíþrótt sem við höfum náð hvað lengst í. Við erum alltaf með einn einstakling í fremstu röð sem spilar meðal bestu félagsliða heims. Við erum Evrópumeistarar 18 ára og yngri. Við erum yfirleitt á öllum stórmótum. Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan við erum meðal átta bestu í heiminum í handknattleik. Þegar Evrópumótið í Svíþjóð var gekk þjóðin af göflunum, flykktist í bíósali og studdi sitt lið. HSÍ hefur væntanlega aldrei fengið jafn mikið af frjálsum fjárframlögum og þá. Handknattleiksforystunni hefur því miður ekki enn tekist að nýta sér þann meðbyr sem handknattleikurinn ætti með réttu að vera í.Freyr Gígja Gunnarsson - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið skrifað um íslenskan handknattleik að undanförnu. Því miður hefur mikið af því ekki snúist um leikina sem eru í gangi heldur hvort íslenskur handknattleikur sé um það bil að geispa golunni. Ágætis sönnun á því var aðsóknin á laugardaginn þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ásvellir voru hálftómir. Það mátti heyra skipanir þjálfara og hvatningarorð leikmanna til hvors annars. 700 áhorfendur mættu. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár er eitt allsherjar klúður og gæti reynst handknattleiknum dýrkeypt. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um fyrirkomulagið. Það er klúður og frá því átti að hverfa strax eftir fyrsta árið. Annað atriði er stemmningsleysið sem einkennt hefur úrslitakeppnina. Þessi hluti mótsins, sem á að vera hvað mest spennandi, hefur verið algjörlega samhengislaus. Haukaliðið var í tólf daga fríi eftir átta liða úrslitin og "fékk" svo níu daga frí eftir undanúrslitin. ÍBV fékk minna frí enda spiluðu þeir tveimur leikjum fleira. Engu að síður var úrslitakeppnin látin dragast á langinn og ástæðan var einföld. Ekki átti að skyggja á kvennahandboltann. Þetta reyndist heldur betur röng ákvörðun því að nánast enginn mætti á fyrsta leikinn á Ásvöllum þegar ÍBV og Haukar hófu einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þriðja atriðið sem bendir til þess að handknattleikur er kominn upp að vegg er dómgæslan. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað í dómarastéttinni og dómgæslan í vetur hefur á köflum verið til skammar. Þegar Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn á laugardaginn milli Hauka og ÍBV sást vel hversu miklu máli góð dómgæsla skiptir. Því miður er ekki að sjá arftaka þeirra í bráð. Í kvöld mætast Haukar og ÍBV öðru sinni í Eyjum. Leiknum verður sjónvarpað strax að loknum fréttum og veðri klukkan 19.35. Sem er hreinlega ótrúlegt, að ekki verði meira sagt. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að vinsælasti íþróttarmaðurinn okkar, Eiður Smári, er að keppa um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Liverpool í beinni útsendingu á Sýn nánast á sama tíma. Valið verður væntanlega ekki erfitt fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á íþróttum. Þetta verður því enn eitt atriðið sem leiðir til þess að leikur Hauka og ÍBV fer fyrir ofan garð og neðan. Það er einhver slikja sem liggur yfir handknattleiknum í dag og þeir sem standa þessari íþrótt næst vita að þessari slykju verður að bægja frá ef ekki á illa að fara. Handknattleikur er skemmtileg íþrótt sem sameinar hraða, mörk, spennu og hörku. Ef HSÍ tekur málin til gagngerrar endurskoðunar þá er hugsanlegt að handknattleikur verði á ný vinsælasta íþróttin á Íslandi. Ef ekki, þá mun handknattleikurinn líða undir lok eftir örfá ár. Það þarf að hafa það í huga að þetta er sú hópíþrótt sem við höfum náð hvað lengst í. Við erum alltaf með einn einstakling í fremstu röð sem spilar meðal bestu félagsliða heims. Við erum Evrópumeistarar 18 ára og yngri. Við erum yfirleitt á öllum stórmótum. Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan við erum meðal átta bestu í heiminum í handknattleik. Þegar Evrópumótið í Svíþjóð var gekk þjóðin af göflunum, flykktist í bíósali og studdi sitt lið. HSÍ hefur væntanlega aldrei fengið jafn mikið af frjálsum fjárframlögum og þá. Handknattleiksforystunni hefur því miður ekki enn tekist að nýta sér þann meðbyr sem handknattleikurinn ætti með réttu að vera í.Freyr Gígja Gunnarsson - [email protected]
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun