Samvinnan lifir í Skagafirði 17. maí 2005 00:01 "Ég reyni að vinna þau störf sem mér er falið - eftir bestu samvisku og getu. Það kítlar ekkert mína hégómagirnd að menn telji að ég hafi meiri völd en ég hef. Ég er ekki að sækjast eftir völdum og hef aldrei gert. Mér þykir bara gaman að koma að rekstri og því sem tengist þessu fyrirtæki. Ég tel mig hafa mjög mikinn metnað fyrir héraðinu. Það er það sem við leggjum áherslu á," segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Á meðan kaupfélög landsins týndu tölunni í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar efldist Kaupfélag Skagfirðinga (KS) með hverju árinu. Í dag er það eitt öflugasta samvinnufélag landsins sem hefur náð að lifa mikið umbreytingarskeið íslensks atvinnulífs og uppgjöf Sambands íslenskra samvinnufélaga. Er þetta eitt stærsta fyrirtækið utan höfuðborgarsvæðisins. Í þessu ferli hefur rekstur útgerðarhluta KS skipt miklu og segir Þórólfur þann hluta starfseminnar hafa vaxið hratt. En einnig hefur mjólkur- og kjötframleiðslan verið að sækja verulega á. Framtíðarsýn og barátta Þórólfs og samstarfsmanna er að skila góðum árangri. "Ég er búinn að vera hér síðan 1988. Samstarf stjórnar og stjórnenda hefur verið mjög gott. Góður árangur er því ekki mér einum að þakka. Að þessu koma þeir sem bera ábyrgð á daglegum rekstri og starfsfólk samstæðunnar," segir Þórólfur. Á aðalfundi KS á Sauðárkróki í síðasta mánuði var upplýst að hagnaður félagsins í fyrra var 1,2 milljarðar króna og jókst um tæp tvö hundruð prósent á milli ára. Inni í þeim tölum er ekki tekið tillit til jákvæðrar afkomu útgerðarfélagsins Skagstrendings, sem var formlega sameinað Fiskiðju Skagfirðinga, útgerðararmi KS, um síðustu áramót. Kaupverðið var tæpir þrír milljarðar króna. Sé horft til ársins 2001 hefur hagnaðurinn margfaldast, var þá um hundrað milljónir króna. Þórólfur segir sjávarútveginn langstærstu rekstrareininguna innan samstæðunnar. Veltan hafi verið nálægt fimm milljörðum króna á síðasta ári. Í heild nam veltan tæpum sjö milljörðum. Samvinnufélögin dóuAf hverju er staða KS góð á meðan önnur kaupfélög hafa lagt upp laupana? "Við völdum fljótlega þá leið, eftir að erfiðleikar komu upp hjá samvinnufélögunum í kringum 1990, að halda okkur við blandað félag; samvinnufélag, byggðalega tengt, sem ræki verslun, þjónustu og landbúnaðarframleiðslu og svo hlutafélög um annan rekstur. Þar er Fiskiðjan Skagfirðingur stærst og hefur verið að vaxa. Árið 1988, þegar ég tók við stöðu kaupfélagsstjóra, var sjávarútvegur um tíu próent af veltu félagssins. Nú er hann yfir helmingur," segir Þórólfur. "Það hafa orðið miklar breytingar á samfélaginu hér eins og annars staðar. Flutningar eru komnir á vegina og við rekum Vörumiðlun, sem sér um flutninga hér á Norðurlandi vestra. Þetta er félag sem hefur líka verið að vaxa. Við höfum einnig reynt að horfa á þau tækifæri sem hafa legið fyrir okkur. Í rauninni höfum við bara lagt áherslu á að enginn annar gerir hlutina fyrir okkur. Við verðum að gera þá sjálf." Fiskiðjan Skagfirðingur er hluthafi í Hesteyri sem á tæpan þriðjungshlut í Vátryggingarfélagi Íslands. Aðrir hluthafar í Hesteyri eru svo Samvinnutryggingar og Skinney-Þinganes, fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Samvinnutryggingar eiga einnig þriðjungshlut í VÍS og þar er Þórólfur í stjórn. Þórólfur er hins vegar stjórnarformaður VÍS sem er þriðji stærsti hluthafinn í KB banka eftir samruna Kaupþings og Búnaðarbankans. Verðmæti þess hlutar eru tæpir fimmtán milljarðar króna. VÍS hefur svo verið að fjárfesta mikið í öðrum félögum undanfarið og skilaði methagnaði á síðasta ári. Uppstokkun S-hópsins Þórólfur vill ekki gera mikið úr þessum fjárfestingum KS utan heimahéraðsins. KS tengist þessum fjárfestingum í VÍS einungis í gegnum Hesteyri. "Þetta er eina fyrirtækið utan héraðsins sem við höfum fjárfest í sem einhverju nemur. Þátttaka okkar er fyrst og fremst í gegnum þetta félag, Hesteyri. Við höfum ekki algjörlega viljað binda okkur við að fjárfesta hér innan héraðsins." VÍS var hluti af S-hópnum svokallaða sem keypti kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum af ríkinu. Þórólfur er ánægður með hvernig sá eignarhlutur hefur ávaxtað sig í gegnum KB banka, sem hafi þróast með mjög farsælum hætti. Aðspurður segir hann VÍS ekki vera órólegt með eignarhaldið þar enda búið að ganga vel. Um uppstokkun S-hópsins haustið 2002, þegar leiðir nokkurra sambandsmanna skildu, segir Þórólfur: "Þá gerðist það að menn lögðu mismunandi áherslur á hlutina. Við tókum okkur stöðu í Vátryggingarfélaginu og Samvinnutryggingum. Aðrir tóku fjárfestingar í olíurekstri og skiparekstri og öðru slíku fram yfir. Það er mjög mikilvægt að ákveðinir aðilar beri ábyrgð á ákveðnum þáttum." Þórólfur segir menn gera of mikið úr sinni aðkomu að þessari uppstokkun og tilurð S-hópsins. "Þessi S-hópur er eitthvað sem menn hafa teiknað upp. Þetta er enginn formlegur félagsskapur. Það er alls ekki hægt að líta á þetta sem samstæða viðskiptablokk. Staðreyndin er sú að þetta eru sjálfstæð félög sem hafa í sumum tilfellum kosið að vinna saman og í öðrum ekki. Við vinnum í rauninni á viðskiptalegum grundvelli með hinum ýmsu fyrirtækjum. Umsvifamikið kaupfélag Umsvif Kaupfélags Skagfirðinga í heimabyggð hefur að sögn viðmælenda Markaðarins orðið til þess að menn beri blendnar tilfinningar í garð fyrirtækisins. Margir þakka fyrir þá miklu uppbyggingu sem Þórólfur og hans fólk hefur staðið fyrir. Aðrir segja að kaupfélagsmenn noti sterka stöðu sína til að knésetja þá sem ekki vilji vinna með þeim. Þessi óánægja hverfist oft um persónu Þórólfs Gíslasonar og hans nánustu samstarfsmanna, Sigurjón Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóra og Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Skagfirðing. Sjálfur hefur hann ekki áhyggjur af því að KS sé orðið of fyrirferðarmikið í Skagafirði. Kaupfélagið sé héraðsleg eign. "Ég hef aldrei haft neinar áhyggur af því hvort ég er umdeildur eða ekki. Það er sama hver myndi gegna mínu starfi og kæmi svona víða við, hann yrði umdeildur. Fólk blandar saman persónunni og fyrirtækinu. Ég legg fyrst og fremst áherslu á að vera fyrirtækinu og héraðinu að liði. Það er það sem skiptir máli. Við höfum aldrei haft það að markmiði að skaða neinn hér í þessu byggðarlagi. Nema síður sé. Við höfum gengið til liðs við fyrirtæki sem hafa verið að ganga í gegnum breytingar og jafnvel endurreisa. Og við höfum komið víða að málum. Þannig að við viljum fyrst og fremst líta þannig á að við rekum kraftmikið atvinnulíf hér í héraðinu," segir Þórólfur. Eru bændur sem ekki versla við Kaupfélagið litnir hornauga? "Við liggjum ekki yfir því. Hins vegar teljum við að það séu hagsmunir héraðsins að auka margfeldisviðskipti inni í héraðinu. Við höfum alla tíð lagt mjög mikla áherslu á það. Mjólkuriðnaðurinn væri ekki hér annars, sláturhúsið væri ekki í héraðinu og ekki heldur fóðurframleiðslan. Við gerum okkur grein fyrir að við getum ekki borgað lakara verð fyrir mjólkina eða kjötið. Verðið verður að vera samkeppnishæft. Ef allt þetta er í lagi þá teljum við þetta til hagsbóta fyrir Skagfirðinga, ef þeir skaða sjálfa sig ekki á því. Ef atvinnulífið stendur ekki styrkum fótum minnkar verðgildi eigna og jarða. Þetta tengist allt saman en byggir á lýðræðislegri ákvörðun hvers og eins," segir Þórólfur. Vill beisla orkuna KS á tæp helmingshlut í Héraðsvötnum í gegnum Norðlenska orku. Héraðsvötn hafa unnið að því að fá að reisa Villinganesvirkjun í þágu atvinnulífsins fyrir norðan, eins og það er orðað. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á fundi í fyrra að það væri skynsamlegt að gera ráð fyrir þessari virkjun og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur haldið fund um virkjanamál á Sauðárkróki í vetur. Einnig búast eigendur Héraðsvatna við því að fá rannsóknar- og virkjunarrétt við Skatastaði. Þórólfur segir Halldór hafa talað á svipuðum nótum í Skagafirði eins og hann gerði fyrir austan. "Það sama á við hér í Skagafirði og á Norðurlandi vestra og Austfjörðum. Það er mikilvægt að sú orka, sem hægt er að beisla, sé notuð til atvinnuuppbyggingar. Það er mjög brýnt til að veikja ekki byggð í þessu kjördæmi meira en orðið er. Þetta er landbúnaðarhérað og mikil þróun hefur átt sér stað í landbúnaði. Tækniþróun hefur leitt til þess að færra fólk vinnur störfin. Því er mjög mikilvægt að það komi ný starfsemi inn á þetta svæði, t.d. sterkt iðnaðarfyrirtæki sem geti boðið upp á fjölbreytta atvinnu." Sprenging í landbúnaðarframleiðslu Í fyrsta sinn í sögu KS fór heildarslátrun sauðfjár yfir hundrað þúsund fjár í fyrra. Árið 2000 var um 37 þúsund fjár slátrað. Þá tók mjólkursamlagið á móti yfir tíu milljónum lítra af mjólk og greiddi bændum tæpan hálfan milljarð fyrir. Frá árinu 2000 hefur innvegin mjólk aukist um tæpa milljón lítra. Kúabúm hefur fækkað og meðalinnlegg hvers bónda hækkað. Þetta er í takt við þróun í mjólkurframleiðslu í landinu. Undanfarin ár hefur KS aðstoðað bændur fjárhagslega til að kaupa framleiðslurétt á mjólk, svokallaðan mjólkurkvóta. Þórólfur segir að bú á svæði mjólkursamlagsins hafi verið tiltölulega lítil, eða tíu prósentum undir landsmeðaltali. Samhliða því að kúabú á öðrum landsvæðum hafa stækkað hafa bú í Skagafirði stækkað hraðar og eru við landsmeðaltalið að stærð í dag. "Framleiðslurétturinn hér hefur vaxið úr því að vera 7,5 prósent af landsframleiðslurétti í mjólk í að nálgast tíu prósentin," segir Þórólfur. Eftir sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi varð til risastórt mjólkursamlag sem nær alla leið að Skagafirði. Þórólfur vill sjá mótvægi við sunnlenska mjólkurrisann. Í því sambandi þurfi mjólkursamlag KS og Norðurmjólk á Akureyri að auka samvinnu sína. Huga þurfi að verkaskiptingu á milli þessara samlaga og hagræða frekar í mjólkurframleiðslu. "Við teljum mjög mikilvægt að mjólkursamlögin auki samstarf sitt og verkaskiptingu. Einn þriðji af mjólkurframleiðslu verði þá hér fyrir norðan en tveir þriðju fyrir sunnan," segir Þórólfur. Samvinnureksturinn lifir Aðspurður hvort það hafi komið til skoðunar að breyta samvinnurekstrarformi KS segist Þórólfur hafa þá trú að allir hlutir fari í hringi þegar upp er staðið. "Það er spurning hversu mikill hraði er á hlutunum. Sumir telja að einkavæðing og mjög mikil einstaklingshyggja muni leiða af sér þá þróun að menn fari aftur að horfa til samfélagslegra þátta og sjái heildarmyndina í víðara samhengi. Sumir grínast með að það sé ekkert óeðlilegt að samvinnufélag þrífist í Skagafirði. Samvinnufélögin hafi kannski breyst en Skagfirðingar hafi alltaf verið svolítið á eftir í þróuninni. Þeir voru til dæmis miklu lengur í torfbæjum en aðrir. Svo fer þetta í hringi og samvinnufélög eins og KS komast kannski aftur í tísku." Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri, stjórnarformaður VÍS, stjórnarformaður Fiskiðjunnar Skagfirðing, stjórnarformaður Vörumiðlunar og stjórnarmaður í Samvinnutryggingum og Andvöku. Hann situr í miðstjórn Framsóknarflokksins og á í persónulegum samskiptum við formenn stjórnarflokkanna. Samt sem áður gerir hann lítið úr völdum sínum og pólitískum tengingum. Segir það andstætt sínum vilja að umræðan um Kaupfélagið tengist hans nafni jafn mikið og raun ber vitni. Tengsl fyrirtækja sem hann starfi í við Framsóknarflokkinn séu orðum ofaukin. Kaupfélaginu sé ekki beitt pólitískt. Þeir sem vilji draga þá mynd upp geri það því að þeir telji það sér í hag. Er þér illa við kastljósið? "Við forðumst ekki að standa fyrir það sem við stöndum fyrir. Við erum hins vegar ekki á hlutabréfamarkaði, við erum ekki í pólitík þannig að við erum ekki að reyna að draga upp einhverja mynd af okkur til að selja. Við viljum bara standa fyrir staðreyndum," svarar Þórólfur Gíslason. Salan á Búnaðarbankanum Viðskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
"Ég reyni að vinna þau störf sem mér er falið - eftir bestu samvisku og getu. Það kítlar ekkert mína hégómagirnd að menn telji að ég hafi meiri völd en ég hef. Ég er ekki að sækjast eftir völdum og hef aldrei gert. Mér þykir bara gaman að koma að rekstri og því sem tengist þessu fyrirtæki. Ég tel mig hafa mjög mikinn metnað fyrir héraðinu. Það er það sem við leggjum áherslu á," segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Á meðan kaupfélög landsins týndu tölunni í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar efldist Kaupfélag Skagfirðinga (KS) með hverju árinu. Í dag er það eitt öflugasta samvinnufélag landsins sem hefur náð að lifa mikið umbreytingarskeið íslensks atvinnulífs og uppgjöf Sambands íslenskra samvinnufélaga. Er þetta eitt stærsta fyrirtækið utan höfuðborgarsvæðisins. Í þessu ferli hefur rekstur útgerðarhluta KS skipt miklu og segir Þórólfur þann hluta starfseminnar hafa vaxið hratt. En einnig hefur mjólkur- og kjötframleiðslan verið að sækja verulega á. Framtíðarsýn og barátta Þórólfs og samstarfsmanna er að skila góðum árangri. "Ég er búinn að vera hér síðan 1988. Samstarf stjórnar og stjórnenda hefur verið mjög gott. Góður árangur er því ekki mér einum að þakka. Að þessu koma þeir sem bera ábyrgð á daglegum rekstri og starfsfólk samstæðunnar," segir Þórólfur. Á aðalfundi KS á Sauðárkróki í síðasta mánuði var upplýst að hagnaður félagsins í fyrra var 1,2 milljarðar króna og jókst um tæp tvö hundruð prósent á milli ára. Inni í þeim tölum er ekki tekið tillit til jákvæðrar afkomu útgerðarfélagsins Skagstrendings, sem var formlega sameinað Fiskiðju Skagfirðinga, útgerðararmi KS, um síðustu áramót. Kaupverðið var tæpir þrír milljarðar króna. Sé horft til ársins 2001 hefur hagnaðurinn margfaldast, var þá um hundrað milljónir króna. Þórólfur segir sjávarútveginn langstærstu rekstrareininguna innan samstæðunnar. Veltan hafi verið nálægt fimm milljörðum króna á síðasta ári. Í heild nam veltan tæpum sjö milljörðum. Samvinnufélögin dóuAf hverju er staða KS góð á meðan önnur kaupfélög hafa lagt upp laupana? "Við völdum fljótlega þá leið, eftir að erfiðleikar komu upp hjá samvinnufélögunum í kringum 1990, að halda okkur við blandað félag; samvinnufélag, byggðalega tengt, sem ræki verslun, þjónustu og landbúnaðarframleiðslu og svo hlutafélög um annan rekstur. Þar er Fiskiðjan Skagfirðingur stærst og hefur verið að vaxa. Árið 1988, þegar ég tók við stöðu kaupfélagsstjóra, var sjávarútvegur um tíu próent af veltu félagssins. Nú er hann yfir helmingur," segir Þórólfur. "Það hafa orðið miklar breytingar á samfélaginu hér eins og annars staðar. Flutningar eru komnir á vegina og við rekum Vörumiðlun, sem sér um flutninga hér á Norðurlandi vestra. Þetta er félag sem hefur líka verið að vaxa. Við höfum einnig reynt að horfa á þau tækifæri sem hafa legið fyrir okkur. Í rauninni höfum við bara lagt áherslu á að enginn annar gerir hlutina fyrir okkur. Við verðum að gera þá sjálf." Fiskiðjan Skagfirðingur er hluthafi í Hesteyri sem á tæpan þriðjungshlut í Vátryggingarfélagi Íslands. Aðrir hluthafar í Hesteyri eru svo Samvinnutryggingar og Skinney-Þinganes, fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Samvinnutryggingar eiga einnig þriðjungshlut í VÍS og þar er Þórólfur í stjórn. Þórólfur er hins vegar stjórnarformaður VÍS sem er þriðji stærsti hluthafinn í KB banka eftir samruna Kaupþings og Búnaðarbankans. Verðmæti þess hlutar eru tæpir fimmtán milljarðar króna. VÍS hefur svo verið að fjárfesta mikið í öðrum félögum undanfarið og skilaði methagnaði á síðasta ári. Uppstokkun S-hópsins Þórólfur vill ekki gera mikið úr þessum fjárfestingum KS utan heimahéraðsins. KS tengist þessum fjárfestingum í VÍS einungis í gegnum Hesteyri. "Þetta er eina fyrirtækið utan héraðsins sem við höfum fjárfest í sem einhverju nemur. Þátttaka okkar er fyrst og fremst í gegnum þetta félag, Hesteyri. Við höfum ekki algjörlega viljað binda okkur við að fjárfesta hér innan héraðsins." VÍS var hluti af S-hópnum svokallaða sem keypti kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum af ríkinu. Þórólfur er ánægður með hvernig sá eignarhlutur hefur ávaxtað sig í gegnum KB banka, sem hafi þróast með mjög farsælum hætti. Aðspurður segir hann VÍS ekki vera órólegt með eignarhaldið þar enda búið að ganga vel. Um uppstokkun S-hópsins haustið 2002, þegar leiðir nokkurra sambandsmanna skildu, segir Þórólfur: "Þá gerðist það að menn lögðu mismunandi áherslur á hlutina. Við tókum okkur stöðu í Vátryggingarfélaginu og Samvinnutryggingum. Aðrir tóku fjárfestingar í olíurekstri og skiparekstri og öðru slíku fram yfir. Það er mjög mikilvægt að ákveðinir aðilar beri ábyrgð á ákveðnum þáttum." Þórólfur segir menn gera of mikið úr sinni aðkomu að þessari uppstokkun og tilurð S-hópsins. "Þessi S-hópur er eitthvað sem menn hafa teiknað upp. Þetta er enginn formlegur félagsskapur. Það er alls ekki hægt að líta á þetta sem samstæða viðskiptablokk. Staðreyndin er sú að þetta eru sjálfstæð félög sem hafa í sumum tilfellum kosið að vinna saman og í öðrum ekki. Við vinnum í rauninni á viðskiptalegum grundvelli með hinum ýmsu fyrirtækjum. Umsvifamikið kaupfélag Umsvif Kaupfélags Skagfirðinga í heimabyggð hefur að sögn viðmælenda Markaðarins orðið til þess að menn beri blendnar tilfinningar í garð fyrirtækisins. Margir þakka fyrir þá miklu uppbyggingu sem Þórólfur og hans fólk hefur staðið fyrir. Aðrir segja að kaupfélagsmenn noti sterka stöðu sína til að knésetja þá sem ekki vilji vinna með þeim. Þessi óánægja hverfist oft um persónu Þórólfs Gíslasonar og hans nánustu samstarfsmanna, Sigurjón Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóra og Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Skagfirðing. Sjálfur hefur hann ekki áhyggjur af því að KS sé orðið of fyrirferðarmikið í Skagafirði. Kaupfélagið sé héraðsleg eign. "Ég hef aldrei haft neinar áhyggur af því hvort ég er umdeildur eða ekki. Það er sama hver myndi gegna mínu starfi og kæmi svona víða við, hann yrði umdeildur. Fólk blandar saman persónunni og fyrirtækinu. Ég legg fyrst og fremst áherslu á að vera fyrirtækinu og héraðinu að liði. Það er það sem skiptir máli. Við höfum aldrei haft það að markmiði að skaða neinn hér í þessu byggðarlagi. Nema síður sé. Við höfum gengið til liðs við fyrirtæki sem hafa verið að ganga í gegnum breytingar og jafnvel endurreisa. Og við höfum komið víða að málum. Þannig að við viljum fyrst og fremst líta þannig á að við rekum kraftmikið atvinnulíf hér í héraðinu," segir Þórólfur. Eru bændur sem ekki versla við Kaupfélagið litnir hornauga? "Við liggjum ekki yfir því. Hins vegar teljum við að það séu hagsmunir héraðsins að auka margfeldisviðskipti inni í héraðinu. Við höfum alla tíð lagt mjög mikla áherslu á það. Mjólkuriðnaðurinn væri ekki hér annars, sláturhúsið væri ekki í héraðinu og ekki heldur fóðurframleiðslan. Við gerum okkur grein fyrir að við getum ekki borgað lakara verð fyrir mjólkina eða kjötið. Verðið verður að vera samkeppnishæft. Ef allt þetta er í lagi þá teljum við þetta til hagsbóta fyrir Skagfirðinga, ef þeir skaða sjálfa sig ekki á því. Ef atvinnulífið stendur ekki styrkum fótum minnkar verðgildi eigna og jarða. Þetta tengist allt saman en byggir á lýðræðislegri ákvörðun hvers og eins," segir Þórólfur. Vill beisla orkuna KS á tæp helmingshlut í Héraðsvötnum í gegnum Norðlenska orku. Héraðsvötn hafa unnið að því að fá að reisa Villinganesvirkjun í þágu atvinnulífsins fyrir norðan, eins og það er orðað. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á fundi í fyrra að það væri skynsamlegt að gera ráð fyrir þessari virkjun og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur haldið fund um virkjanamál á Sauðárkróki í vetur. Einnig búast eigendur Héraðsvatna við því að fá rannsóknar- og virkjunarrétt við Skatastaði. Þórólfur segir Halldór hafa talað á svipuðum nótum í Skagafirði eins og hann gerði fyrir austan. "Það sama á við hér í Skagafirði og á Norðurlandi vestra og Austfjörðum. Það er mikilvægt að sú orka, sem hægt er að beisla, sé notuð til atvinnuuppbyggingar. Það er mjög brýnt til að veikja ekki byggð í þessu kjördæmi meira en orðið er. Þetta er landbúnaðarhérað og mikil þróun hefur átt sér stað í landbúnaði. Tækniþróun hefur leitt til þess að færra fólk vinnur störfin. Því er mjög mikilvægt að það komi ný starfsemi inn á þetta svæði, t.d. sterkt iðnaðarfyrirtæki sem geti boðið upp á fjölbreytta atvinnu." Sprenging í landbúnaðarframleiðslu Í fyrsta sinn í sögu KS fór heildarslátrun sauðfjár yfir hundrað þúsund fjár í fyrra. Árið 2000 var um 37 þúsund fjár slátrað. Þá tók mjólkursamlagið á móti yfir tíu milljónum lítra af mjólk og greiddi bændum tæpan hálfan milljarð fyrir. Frá árinu 2000 hefur innvegin mjólk aukist um tæpa milljón lítra. Kúabúm hefur fækkað og meðalinnlegg hvers bónda hækkað. Þetta er í takt við þróun í mjólkurframleiðslu í landinu. Undanfarin ár hefur KS aðstoðað bændur fjárhagslega til að kaupa framleiðslurétt á mjólk, svokallaðan mjólkurkvóta. Þórólfur segir að bú á svæði mjólkursamlagsins hafi verið tiltölulega lítil, eða tíu prósentum undir landsmeðaltali. Samhliða því að kúabú á öðrum landsvæðum hafa stækkað hafa bú í Skagafirði stækkað hraðar og eru við landsmeðaltalið að stærð í dag. "Framleiðslurétturinn hér hefur vaxið úr því að vera 7,5 prósent af landsframleiðslurétti í mjólk í að nálgast tíu prósentin," segir Þórólfur. Eftir sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi varð til risastórt mjólkursamlag sem nær alla leið að Skagafirði. Þórólfur vill sjá mótvægi við sunnlenska mjólkurrisann. Í því sambandi þurfi mjólkursamlag KS og Norðurmjólk á Akureyri að auka samvinnu sína. Huga þurfi að verkaskiptingu á milli þessara samlaga og hagræða frekar í mjólkurframleiðslu. "Við teljum mjög mikilvægt að mjólkursamlögin auki samstarf sitt og verkaskiptingu. Einn þriðji af mjólkurframleiðslu verði þá hér fyrir norðan en tveir þriðju fyrir sunnan," segir Þórólfur. Samvinnureksturinn lifir Aðspurður hvort það hafi komið til skoðunar að breyta samvinnurekstrarformi KS segist Þórólfur hafa þá trú að allir hlutir fari í hringi þegar upp er staðið. "Það er spurning hversu mikill hraði er á hlutunum. Sumir telja að einkavæðing og mjög mikil einstaklingshyggja muni leiða af sér þá þróun að menn fari aftur að horfa til samfélagslegra þátta og sjái heildarmyndina í víðara samhengi. Sumir grínast með að það sé ekkert óeðlilegt að samvinnufélag þrífist í Skagafirði. Samvinnufélögin hafi kannski breyst en Skagfirðingar hafi alltaf verið svolítið á eftir í þróuninni. Þeir voru til dæmis miklu lengur í torfbæjum en aðrir. Svo fer þetta í hringi og samvinnufélög eins og KS komast kannski aftur í tísku." Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri, stjórnarformaður VÍS, stjórnarformaður Fiskiðjunnar Skagfirðing, stjórnarformaður Vörumiðlunar og stjórnarmaður í Samvinnutryggingum og Andvöku. Hann situr í miðstjórn Framsóknarflokksins og á í persónulegum samskiptum við formenn stjórnarflokkanna. Samt sem áður gerir hann lítið úr völdum sínum og pólitískum tengingum. Segir það andstætt sínum vilja að umræðan um Kaupfélagið tengist hans nafni jafn mikið og raun ber vitni. Tengsl fyrirtækja sem hann starfi í við Framsóknarflokkinn séu orðum ofaukin. Kaupfélaginu sé ekki beitt pólitískt. Þeir sem vilji draga þá mynd upp geri það því að þeir telji það sér í hag. Er þér illa við kastljósið? "Við forðumst ekki að standa fyrir það sem við stöndum fyrir. Við erum hins vegar ekki á hlutabréfamarkaði, við erum ekki í pólitík þannig að við erum ekki að reyna að draga upp einhverja mynd af okkur til að selja. Við viljum bara standa fyrir staðreyndum," svarar Þórólfur Gíslason.
Salan á Búnaðarbankanum Viðskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira