Hvað er að? 8. júní 2005 00:01 Þegar Hafrannsóknastofnun leggur til að á næsta fiskveiðiári verði veiddar innan við 200 þúsund lestir af þorski hljóta menn að staldra við og spyrja hvað sé að? Er fiskveiðistjórnun hér við land búin að vera á villigötum í 30 ár og þá hversvegna? Menn kipptust við þegar "svörtu skýrslurnar" voru birtar snemma á áttunda áratugnum og þær urðu grundvöllur mikillar umræðu um auðlindir okkar í hafinu umhverfis Ísland. Þetta var á sama tíma og við vorum í fararbroddi í heiminum hvað varðaði útfærslu fiskveiðilögsögunnar og háðum þorskastríð við bandamenn okkar. Þeim lauk með sigri okkar og mikilli ásókn var létt af fiskimiðunum, en þrátt fyrir það stöndum við í svipuðum sporum og áður með þorskstofninn. Það er því eitthvað að. Við höfum sett upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem margar þjóðir hafa kynnt sér og þeim hefur þótt eftirtektarvert. Fiskifræðingar okkar hafa lagt sig fram um að meta aðstæður í sjónum og flestir hafa trúað á ráðgjöf þeirra. Það verður hins vegar að draga fram í dagsljósið að ekki hefur alltaf verið farið að ráðum þeirra í einu og öllu, og kannski erum við að súpa seyðið af því. Hafrannsóknastofnun hefur á síðari árum komið hreinskilnislega fram, þegar komið hefur í ljós að ákveðnir þættir hafa verið vanmetnir, en það er ekki nóg. Við hljótum að gera þá kröfu til þeirra að þeir nái að draga réttar ályktanir af ástandinu í sjónum eftir öll þessi ár og allar þessar rannsóknir. Hvers vegna er þorskstofninn í mun verra ásigkomuloagi en ýsustofninn, svo dæmi sé tekið. Hvers vegna hefur nýliðun í þorskstofninum verið léleg í mörg ár í röð? Eru það umhverfisþættir sem valda því, stórvirk veiðarfæri togaranna, eða hvað? Er ekki hægt að fá ákveðin svör við slíkum lykilspurningum? Forystumenn útvegsmanna hafa löngum verið í hópi dyggustu stuðningsmanna Hafrannsóknastofnunar. Þeir líta gjarnan á heildardæmið, og sætta sig við smávegis samdrátt í veiðum á einni tegund, ef hægt er að auka veiðar á annarri. Þannig vegur aukinn ýsukvóti nú upp á móti samdrætti í þorskveiðum. Þorskurinn er samt sú fisktegund sem hefur verið okkur mikilvægust í gegnum árin, og því hljóta sjónir manna nú að beinast að þorskinum eins og síðustu 30 ár. Enn og aftur er því spurt: "Hvað er að?" Á næstu árum minnkar hlutfall sjávarútvegs í útflutningi okkar Íslendinga vegna aukins álútflutnings. Sjávarafurðir verða samt enn mikilvægasta útflutningsgrein okkar og við eigum, Íslendingar, að hafa alla burði til þess að vera í fararbroddi í fiskveiðum. Fiskirannsóknir okkar eiga því að vera þannig að ekki sé alltaf verið að vanmeta þetta og hitt eins og umhverfisþætti og þess vegna verði hlutirnir svona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun
Þegar Hafrannsóknastofnun leggur til að á næsta fiskveiðiári verði veiddar innan við 200 þúsund lestir af þorski hljóta menn að staldra við og spyrja hvað sé að? Er fiskveiðistjórnun hér við land búin að vera á villigötum í 30 ár og þá hversvegna? Menn kipptust við þegar "svörtu skýrslurnar" voru birtar snemma á áttunda áratugnum og þær urðu grundvöllur mikillar umræðu um auðlindir okkar í hafinu umhverfis Ísland. Þetta var á sama tíma og við vorum í fararbroddi í heiminum hvað varðaði útfærslu fiskveiðilögsögunnar og háðum þorskastríð við bandamenn okkar. Þeim lauk með sigri okkar og mikilli ásókn var létt af fiskimiðunum, en þrátt fyrir það stöndum við í svipuðum sporum og áður með þorskstofninn. Það er því eitthvað að. Við höfum sett upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem margar þjóðir hafa kynnt sér og þeim hefur þótt eftirtektarvert. Fiskifræðingar okkar hafa lagt sig fram um að meta aðstæður í sjónum og flestir hafa trúað á ráðgjöf þeirra. Það verður hins vegar að draga fram í dagsljósið að ekki hefur alltaf verið farið að ráðum þeirra í einu og öllu, og kannski erum við að súpa seyðið af því. Hafrannsóknastofnun hefur á síðari árum komið hreinskilnislega fram, þegar komið hefur í ljós að ákveðnir þættir hafa verið vanmetnir, en það er ekki nóg. Við hljótum að gera þá kröfu til þeirra að þeir nái að draga réttar ályktanir af ástandinu í sjónum eftir öll þessi ár og allar þessar rannsóknir. Hvers vegna er þorskstofninn í mun verra ásigkomuloagi en ýsustofninn, svo dæmi sé tekið. Hvers vegna hefur nýliðun í þorskstofninum verið léleg í mörg ár í röð? Eru það umhverfisþættir sem valda því, stórvirk veiðarfæri togaranna, eða hvað? Er ekki hægt að fá ákveðin svör við slíkum lykilspurningum? Forystumenn útvegsmanna hafa löngum verið í hópi dyggustu stuðningsmanna Hafrannsóknastofnunar. Þeir líta gjarnan á heildardæmið, og sætta sig við smávegis samdrátt í veiðum á einni tegund, ef hægt er að auka veiðar á annarri. Þannig vegur aukinn ýsukvóti nú upp á móti samdrætti í þorskveiðum. Þorskurinn er samt sú fisktegund sem hefur verið okkur mikilvægust í gegnum árin, og því hljóta sjónir manna nú að beinast að þorskinum eins og síðustu 30 ár. Enn og aftur er því spurt: "Hvað er að?" Á næstu árum minnkar hlutfall sjávarútvegs í útflutningi okkar Íslendinga vegna aukins álútflutnings. Sjávarafurðir verða samt enn mikilvægasta útflutningsgrein okkar og við eigum, Íslendingar, að hafa alla burði til þess að vera í fararbroddi í fiskveiðum. Fiskirannsóknir okkar eiga því að vera þannig að ekki sé alltaf verið að vanmeta þetta og hitt eins og umhverfisþætti og þess vegna verði hlutirnir svona.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun