Aldrei fleiri í háskólanám 13. júní 2005 00:01 Háskólasamfélagið á Íslandi er stöðugt að verða stærra og stærra. Fleiri og fleiri leggja stund á nám í háskólum landsins og þeim hefur fjölgað mjög hratt á fáum árum. Jafnframt því verður starf þeirra sífellt umfangsmeira, nýjar námsgreinar bætast við, fleiri fara í framhaldsnám og Háskóli Íslands útskrifar fleiri og fleiri doktora. Svo virðist sem fjölgun háskólanna hafi orðið til þess að efla þá hvern og einn. Þegar fyrst kom til tals að setja á stofn háskóla á Akureyri heyrðust margar gagnrýnisraddir úr Háskóla Íslands, sem hafði setið einn að því hér á landi að mennta fólk á háskólastigi. Sem betur fer var settur á stofn háskóli á Akureyri, og ef þakka á það einum manni er það Sverrir Hermannsson, sem þá gegndi stöðu menntamálaráðherra.. Síðan Háskólinn á Akureyri var settur á stofn hefur orðið mikil og hröð þróun í háskólamálum hér, og sér ekki fyrir endann á henni. Nýir vindar hafa blásið í háskólasamfélaginu og nýjar áherslur eru nú í háskólanámi, auk þess sem fleiri greinar eru nú kenndar á háskólastigi hér á landi. En það er ekki sama háskóli og háskóli. Skólar sem bera þetta nafn verða að standa undir því með því að sýna árangur varðandi rannsóknir og framfarir í vísindum. Það verður líka að gera nýju skólunum kleift að standa undir nafni, því annars er hætta á því að háskólar hér njóti ekki þeirrar virðingar erlendis sem nauðsynleg er. Háskólarnir hér verða að standast kröfur erlendra háskóla um kennslu og námsefni, annars er hætta á því að íslenskir háskólastúdentar komist ekki í framhaldsnám hjá virtum og þekktum háskólum austan hafs og vestan. Það hýtur að vera keppikefli skólanna hér að nemendur þeirra komist í virtustu menntastofnanir heims, en að hér sé ekki eingöngu stunduð færibandamenntun. Líkur eru á því að næsta haust verði fleiri nemendur í háskólum hér á landi en nokkru sinni fyrr. Tölur um innritun nýnema benda til þess. Það er líka greinilega orðin samkeppni milli háskólanna um nemendur, jafnvel Háskóli Íslands er farinn að auglýsa nám í einstökum greinum. Þar á bæ hafa menn vaknað upp við aukna samkeppni, ekki aðeins á viðskiptasviðinu og ýmsum öðrum greinum heldur líka verkfræði og fleiri greinum. Það er svo spurning hvort þörf sé á að kenna ákveðar greinar hér í mörgum háskólum, og það er líka spurning hvort hér eigi að halda uppi fámennum dýrum deildum fyrir mjög sérhæft nám. Þetta eru hlutir sem yfirvöld menntamála verða að vega og meta. Við höfum mjög gott samband við marga háskóla í nágrannalöndunum og góða reynslu af því að senda stúdenta þangað. Hið litla samfélag hér á landi býður ekki upp á mikla fjölbreytni á vissum sviðum og því getur verið nauðsynlegt fyrir okur að sækja menntun til annarra landa til að víkka sjóndeildarhringinn og fá meiri fjölbreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið á Íslandi er stöðugt að verða stærra og stærra. Fleiri og fleiri leggja stund á nám í háskólum landsins og þeim hefur fjölgað mjög hratt á fáum árum. Jafnframt því verður starf þeirra sífellt umfangsmeira, nýjar námsgreinar bætast við, fleiri fara í framhaldsnám og Háskóli Íslands útskrifar fleiri og fleiri doktora. Svo virðist sem fjölgun háskólanna hafi orðið til þess að efla þá hvern og einn. Þegar fyrst kom til tals að setja á stofn háskóla á Akureyri heyrðust margar gagnrýnisraddir úr Háskóla Íslands, sem hafði setið einn að því hér á landi að mennta fólk á háskólastigi. Sem betur fer var settur á stofn háskóli á Akureyri, og ef þakka á það einum manni er það Sverrir Hermannsson, sem þá gegndi stöðu menntamálaráðherra.. Síðan Háskólinn á Akureyri var settur á stofn hefur orðið mikil og hröð þróun í háskólamálum hér, og sér ekki fyrir endann á henni. Nýir vindar hafa blásið í háskólasamfélaginu og nýjar áherslur eru nú í háskólanámi, auk þess sem fleiri greinar eru nú kenndar á háskólastigi hér á landi. En það er ekki sama háskóli og háskóli. Skólar sem bera þetta nafn verða að standa undir því með því að sýna árangur varðandi rannsóknir og framfarir í vísindum. Það verður líka að gera nýju skólunum kleift að standa undir nafni, því annars er hætta á því að háskólar hér njóti ekki þeirrar virðingar erlendis sem nauðsynleg er. Háskólarnir hér verða að standast kröfur erlendra háskóla um kennslu og námsefni, annars er hætta á því að íslenskir háskólastúdentar komist ekki í framhaldsnám hjá virtum og þekktum háskólum austan hafs og vestan. Það hýtur að vera keppikefli skólanna hér að nemendur þeirra komist í virtustu menntastofnanir heims, en að hér sé ekki eingöngu stunduð færibandamenntun. Líkur eru á því að næsta haust verði fleiri nemendur í háskólum hér á landi en nokkru sinni fyrr. Tölur um innritun nýnema benda til þess. Það er líka greinilega orðin samkeppni milli háskólanna um nemendur, jafnvel Háskóli Íslands er farinn að auglýsa nám í einstökum greinum. Þar á bæ hafa menn vaknað upp við aukna samkeppni, ekki aðeins á viðskiptasviðinu og ýmsum öðrum greinum heldur líka verkfræði og fleiri greinum. Það er svo spurning hvort þörf sé á að kenna ákveðar greinar hér í mörgum háskólum, og það er líka spurning hvort hér eigi að halda uppi fámennum dýrum deildum fyrir mjög sérhæft nám. Þetta eru hlutir sem yfirvöld menntamála verða að vega og meta. Við höfum mjög gott samband við marga háskóla í nágrannalöndunum og góða reynslu af því að senda stúdenta þangað. Hið litla samfélag hér á landi býður ekki upp á mikla fjölbreytni á vissum sviðum og því getur verið nauðsynlegt fyrir okur að sækja menntun til annarra landa til að víkka sjóndeildarhringinn og fá meiri fjölbreytni.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun