Dropi í hafið 15. júní 2005 00:01 Ákvörðun átta iðnríkja um að létta loksins erlendum skuldum af átján fátækralöndum sætir tíðindum, því að hingað til hafa iðnríkin daufheyrzt við ýmsum áskorunum í þessa veru. Rök þeirra hafa hingað til verið á þá leið, að stórskuldugar þjóðir verði hvað sem það kostar að standa í skilum, því að ella myndi lánstraust þeirra þverra, og fátækar þjóðir hafi allra sízt efni á litlu lánstrausti. Þetta var heldur harðneskjuleg afstaða af hálfu lánardrottnanna vegna þess, að fólkið í mörgum þessara skuldugu þróunarlanda var og er saklaust af skuldasöfnun stjórnarherranna, einkum og sér í lagi í einræðislöndum. Nú kveður sem sagt við nýjan tón. Að undirlagi Bandaríkjamanna og Breta hafa sjö helztu iðnríkin (hin fimm eru Frakkland, Japan, Ítalía, Kanada og Þýzkaland) auk Rússlands orðið ásátt um að létta af þessum átján þróunarlöndum erlendum skuldum þeirra við þrjár alþjóðastofnanir. Heildarfjárhæðin nemur a.m.k. 40 milljörðum Bandaríkjadollara. Þessi eftirgjöf er talin munu létta greiðslubyrði ríkjanna átján um einn og hálfan milljarð dollara á ári næstu ár. Afslættinum er komið þannig fyrir, að ríkin átján munu komast af með að greiða Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington og einnig Afríkuþróunarbankanum í Túnisíu einum og hálfum miljarði dollara minna í vexti og afborganir á hverju ári framvegis en þau hefðu ella þurft að gera. Það er búbót. Ríkisstjórnir iðnríkjanna hafa boðizt til eða búast nú til að brúa bilið, enda eru þær bakhjarlar þessara þriggja stofnana. Hvað er þetta mikið? Ef Íslendingar hefðu tekið að sér að reiða fram þessa fjárhæð, hefði reikningurinn hljóðað upp á 325.000 kr. á hvert mannsbarn í landinu á hverju ári. En íbúar iðnríkjanna sjö eru rúmlega 700 milljónir, svo að reikningurinn er ekki nema röskir tveir dollarar á mann á ári, þegar allt kemur til alls. Það er lítilræði í ljósi þess, að iðnríkin hafa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sagzt munu stefna að því að leggja fram á hverju ári jafnvirði 0,7% af landsframleiðslu sinni til þróunarhjálpar, en það heit hefur þó ekkert iðnríkjanna að framan hirt um að efna enn sem komið er, fjarri því. Hefðu þau staðið við heitstrengingarnar, myndu þau á hverju ári leggja fram fjárhæð, sem nemur 200 dollurum á mann á ári. Af þessu má ráða örlætið á bak við skuldafyrirgefninguna í þessum áfanga: fjárhæðin, sem fátækralöndunum er nú gefin eftir, nemur ekki nema einum hundraðasta af þeirri upphæð, sem iðnríkin hafa fyrir löngu lofað að reiða fram. Afslátturinn nemur röskum fimm dollurum á mann á ári í löndunum átján. Hver eru þau annars þessi átján lönd? Fjórtán þeirra eru Afríkulönd (Benín, Búrkína Fasó, Eþíópía, Gana, Madagaskar, Malí, Máritanía, Mósambík, Níger, Rúanda, Senegal, Tansanía, Úganda og Sambía). Hin löndin fjögur eru í Mið- og Suður-Ameríku (Bólivía, Gvæjana, Hondúras og Níkaragva). Nokkur þessara landa (einkum Eþíópía, Gana, Mósambík, Senegal, Tansanía og Úganda) hafa tekið sér tak undangengin ár og gert ýmislegt vel og eru því vel að afslættinum komin og þurfa í reyndinni á miklu meira hjálparfé að halda. Ýmis önnur lönd, sem einnig eru skuldug upp fyrir haus, fá ekki sömu fyrirgreiðslu vegna þess, að þau eru ekki talin hafa unnið til hennar. Nígería fær ekki að vera með, enda hefur stjórn landsins farið illa með olíuauð þjóðarinnar og gert lítið til að uppræta landlæga spillingu. Súdan er ekki heldur með, enda murkar stjórnin þar lífið úr saklausu fólki í Darfur. Þetta er allt með ráðum gert. Menn eru hér að þreifa sig áfram með árangurstengda þróunarhjálp af því tagi, sem Jeffrey Sachs, prófessor í New York, hefur lagt til og margir aðrir: að sumum löndum sé veitt sérmeðferð til að verðlauna þau fyrir góða hagstjórn og framfarir og til að senda sem skýrust skilaboð til hinna. Skuldafyrirgefningin í þessum áfanga verður ekki bundin skilyrðum um frekari framfarir í hagstjórn, heldur er hún hugsuð fyrst og fremst sem viðurkenning fyrir sómasamlega frammistöðu undangengin ár. Eigi að síður er þess vænzt, að hluta fjárins, sem ríkin átján geta nú losað ár hvert, verði varið til uppbyggingar í heilbrigðis- og menntamálum og til að herða baráttuna gegn fátækt og afleiðingum hennar. Er hægt að hugsa sér verðugra verkefni? Kannski virkjun? Meira síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Ákvörðun átta iðnríkja um að létta loksins erlendum skuldum af átján fátækralöndum sætir tíðindum, því að hingað til hafa iðnríkin daufheyrzt við ýmsum áskorunum í þessa veru. Rök þeirra hafa hingað til verið á þá leið, að stórskuldugar þjóðir verði hvað sem það kostar að standa í skilum, því að ella myndi lánstraust þeirra þverra, og fátækar þjóðir hafi allra sízt efni á litlu lánstrausti. Þetta var heldur harðneskjuleg afstaða af hálfu lánardrottnanna vegna þess, að fólkið í mörgum þessara skuldugu þróunarlanda var og er saklaust af skuldasöfnun stjórnarherranna, einkum og sér í lagi í einræðislöndum. Nú kveður sem sagt við nýjan tón. Að undirlagi Bandaríkjamanna og Breta hafa sjö helztu iðnríkin (hin fimm eru Frakkland, Japan, Ítalía, Kanada og Þýzkaland) auk Rússlands orðið ásátt um að létta af þessum átján þróunarlöndum erlendum skuldum þeirra við þrjár alþjóðastofnanir. Heildarfjárhæðin nemur a.m.k. 40 milljörðum Bandaríkjadollara. Þessi eftirgjöf er talin munu létta greiðslubyrði ríkjanna átján um einn og hálfan milljarð dollara á ári næstu ár. Afslættinum er komið þannig fyrir, að ríkin átján munu komast af með að greiða Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington og einnig Afríkuþróunarbankanum í Túnisíu einum og hálfum miljarði dollara minna í vexti og afborganir á hverju ári framvegis en þau hefðu ella þurft að gera. Það er búbót. Ríkisstjórnir iðnríkjanna hafa boðizt til eða búast nú til að brúa bilið, enda eru þær bakhjarlar þessara þriggja stofnana. Hvað er þetta mikið? Ef Íslendingar hefðu tekið að sér að reiða fram þessa fjárhæð, hefði reikningurinn hljóðað upp á 325.000 kr. á hvert mannsbarn í landinu á hverju ári. En íbúar iðnríkjanna sjö eru rúmlega 700 milljónir, svo að reikningurinn er ekki nema röskir tveir dollarar á mann á ári, þegar allt kemur til alls. Það er lítilræði í ljósi þess, að iðnríkin hafa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sagzt munu stefna að því að leggja fram á hverju ári jafnvirði 0,7% af landsframleiðslu sinni til þróunarhjálpar, en það heit hefur þó ekkert iðnríkjanna að framan hirt um að efna enn sem komið er, fjarri því. Hefðu þau staðið við heitstrengingarnar, myndu þau á hverju ári leggja fram fjárhæð, sem nemur 200 dollurum á mann á ári. Af þessu má ráða örlætið á bak við skuldafyrirgefninguna í þessum áfanga: fjárhæðin, sem fátækralöndunum er nú gefin eftir, nemur ekki nema einum hundraðasta af þeirri upphæð, sem iðnríkin hafa fyrir löngu lofað að reiða fram. Afslátturinn nemur röskum fimm dollurum á mann á ári í löndunum átján. Hver eru þau annars þessi átján lönd? Fjórtán þeirra eru Afríkulönd (Benín, Búrkína Fasó, Eþíópía, Gana, Madagaskar, Malí, Máritanía, Mósambík, Níger, Rúanda, Senegal, Tansanía, Úganda og Sambía). Hin löndin fjögur eru í Mið- og Suður-Ameríku (Bólivía, Gvæjana, Hondúras og Níkaragva). Nokkur þessara landa (einkum Eþíópía, Gana, Mósambík, Senegal, Tansanía og Úganda) hafa tekið sér tak undangengin ár og gert ýmislegt vel og eru því vel að afslættinum komin og þurfa í reyndinni á miklu meira hjálparfé að halda. Ýmis önnur lönd, sem einnig eru skuldug upp fyrir haus, fá ekki sömu fyrirgreiðslu vegna þess, að þau eru ekki talin hafa unnið til hennar. Nígería fær ekki að vera með, enda hefur stjórn landsins farið illa með olíuauð þjóðarinnar og gert lítið til að uppræta landlæga spillingu. Súdan er ekki heldur með, enda murkar stjórnin þar lífið úr saklausu fólki í Darfur. Þetta er allt með ráðum gert. Menn eru hér að þreifa sig áfram með árangurstengda þróunarhjálp af því tagi, sem Jeffrey Sachs, prófessor í New York, hefur lagt til og margir aðrir: að sumum löndum sé veitt sérmeðferð til að verðlauna þau fyrir góða hagstjórn og framfarir og til að senda sem skýrust skilaboð til hinna. Skuldafyrirgefningin í þessum áfanga verður ekki bundin skilyrðum um frekari framfarir í hagstjórn, heldur er hún hugsuð fyrst og fremst sem viðurkenning fyrir sómasamlega frammistöðu undangengin ár. Eigi að síður er þess vænzt, að hluta fjárins, sem ríkin átján geta nú losað ár hvert, verði varið til uppbyggingar í heilbrigðis- og menntamálum og til að herða baráttuna gegn fátækt og afleiðingum hennar. Er hægt að hugsa sér verðugra verkefni? Kannski virkjun? Meira síðar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun