Bush á erfitt uppdráttar 30. júní 2005 00:01 Þegar Bush Bandaríkjaforseti hóf annað kjörtímabil sitt í janúar á þessu ári lagði hann áherslu á hugmyndir sínar um endurbætur á almannatryggingkerfinu í landinu , lækkun skatta og fleiri þjóðþrifamál .Á þeim rösklega fjórum mánuðum sem hann hefur verið í embætti hefur hinsvegar heldur lítið farið fyrir þessum málum, því hugur Bandaríkjamanna er sem fyrr mikið bundinn við stríðið í Írak , og samkvæmt skoðanakönnunum þar í landi er frekar að þeim fjölgi en fækki sem eru þeirrar skoðunar að Bandaríkjamenn hafi ekki átt að ráðast inn í landið . Bush flutti ávarp til þjóðar sinar í vikunni, og reyndi þar enn á ný að telja fólki trú um rétmæti þess að senda bandaríska hermenn til Íraks til að steypa Saddan Hussein af stóli. Bush hefur oft á undanförnum mánuðum tengt hryðjuverkaárásirnar í september 2003 á tvíburaturnana í New York og varnarmálaráðuneytið í Washington við innrásina í Írak, og sagt að samband væri þar á milli . Gagnrýnendur hans hafa hinsvegar hvað eftir annað haldið því fram að ekkert samband hafi verið þarna á milli . Sadam Hussen hafi verið svarinn óvinur stjórnvalda í Washington , en ekki sé hægt að setja samasemmerki á milli hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum og innrásarinnar í Írak. Nú síðast var Bush bent á það í ritstjórnargrein stórblaðsins New York Times að hætta að tengja þessa atburði saman, en forsetinn hefur ekki látið sér segjast. Þótt Bush hafi meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins virðist sem honum hafi enn sem komið er ekki tekist að notfæra sér þá sterku stöðu sem hann er í . Auk þess að standa vel að vígi í þinginu er hann nú á sínu síðara kjörtímabili, og þarf því ekki að haga gerðum sínum með tilliti til endurkjörs. Þá liggur það fyrir að varaforsetinn Dick Cheney stefnir ekki á forsetastól á næsta kjörtímabili, þannig að Bush er mjög frjáls gerða sinna. Samkvæmt skoðanakönnunum eru aðeins 42 % kjósenda í Bandaríkjunum hlynnt því sem forsetinn er að gera, en til samanburðar þá voru um 60 % kjósenda hlynnt gjörðum Clintons fyrrum forseta á sama tíma annars kjörtímabils hans. Íraksstríðið á áreiðanlega sinn þátt í þessu. Fyrir utan að það kostar gífurlega fjármuni, þá hafa hundruð bandarískra hermanna fallið í stríðinu, og þeir sem eru í hernum sagðir orðnir mjög þreyttir á því. Það reynir mjög á taugarnar hjá þeim hermönnum sem eru í Írak, ekki síst í ljósi þess að sumir þeirra eru að fara þangað í þriðja skiptið, og hafa orðið vitni að árásum hryðjuverkamanna sem erfitt er að varast. Það stefnir allt í það að stríðið í Írak eigi eftir að standa lengi yfir enn , nema takist að koma á samningaviðræðum um frið við uppreisnarmenn. Það getur hinsvegar orðið mjög erfitt, því það er ekki eins og sé við einhvern einn að semja, heldur marga flokka uppreisnarmanna með mismunandi sjónarmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Þegar Bush Bandaríkjaforseti hóf annað kjörtímabil sitt í janúar á þessu ári lagði hann áherslu á hugmyndir sínar um endurbætur á almannatryggingkerfinu í landinu , lækkun skatta og fleiri þjóðþrifamál .Á þeim rösklega fjórum mánuðum sem hann hefur verið í embætti hefur hinsvegar heldur lítið farið fyrir þessum málum, því hugur Bandaríkjamanna er sem fyrr mikið bundinn við stríðið í Írak , og samkvæmt skoðanakönnunum þar í landi er frekar að þeim fjölgi en fækki sem eru þeirrar skoðunar að Bandaríkjamenn hafi ekki átt að ráðast inn í landið . Bush flutti ávarp til þjóðar sinar í vikunni, og reyndi þar enn á ný að telja fólki trú um rétmæti þess að senda bandaríska hermenn til Íraks til að steypa Saddan Hussein af stóli. Bush hefur oft á undanförnum mánuðum tengt hryðjuverkaárásirnar í september 2003 á tvíburaturnana í New York og varnarmálaráðuneytið í Washington við innrásina í Írak, og sagt að samband væri þar á milli . Gagnrýnendur hans hafa hinsvegar hvað eftir annað haldið því fram að ekkert samband hafi verið þarna á milli . Sadam Hussen hafi verið svarinn óvinur stjórnvalda í Washington , en ekki sé hægt að setja samasemmerki á milli hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum og innrásarinnar í Írak. Nú síðast var Bush bent á það í ritstjórnargrein stórblaðsins New York Times að hætta að tengja þessa atburði saman, en forsetinn hefur ekki látið sér segjast. Þótt Bush hafi meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins virðist sem honum hafi enn sem komið er ekki tekist að notfæra sér þá sterku stöðu sem hann er í . Auk þess að standa vel að vígi í þinginu er hann nú á sínu síðara kjörtímabili, og þarf því ekki að haga gerðum sínum með tilliti til endurkjörs. Þá liggur það fyrir að varaforsetinn Dick Cheney stefnir ekki á forsetastól á næsta kjörtímabili, þannig að Bush er mjög frjáls gerða sinna. Samkvæmt skoðanakönnunum eru aðeins 42 % kjósenda í Bandaríkjunum hlynnt því sem forsetinn er að gera, en til samanburðar þá voru um 60 % kjósenda hlynnt gjörðum Clintons fyrrum forseta á sama tíma annars kjörtímabils hans. Íraksstríðið á áreiðanlega sinn þátt í þessu. Fyrir utan að það kostar gífurlega fjármuni, þá hafa hundruð bandarískra hermanna fallið í stríðinu, og þeir sem eru í hernum sagðir orðnir mjög þreyttir á því. Það reynir mjög á taugarnar hjá þeim hermönnum sem eru í Írak, ekki síst í ljósi þess að sumir þeirra eru að fara þangað í þriðja skiptið, og hafa orðið vitni að árásum hryðjuverkamanna sem erfitt er að varast. Það stefnir allt í það að stríðið í Írak eigi eftir að standa lengi yfir enn , nema takist að koma á samningaviðræðum um frið við uppreisnarmenn. Það getur hinsvegar orðið mjög erfitt, því það er ekki eins og sé við einhvern einn að semja, heldur marga flokka uppreisnarmanna með mismunandi sjónarmið.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun