Allt skal vera uppi á borðinu 7. júlí 2005 00:01 Loksins virðist einhver hreyfing vera komin á að sett verði lög um starfsemi stjórnmálaflokka hér á landi. Þetta hefur verið margrætt mál á undanförnum árum og flokkarnir ekki allir verið sammála um hvernig taki skuli á málinu. Sjálfstæðismenn hafa haft minnstan áhuga á því en talsmenn Samfylkingarinnar haft sig mest í frammi varðandi það. Framsóknarmenn komu svo með óvænt útspil þessu tengt, þegar þeir ákváðu skyndilega í vetur að ráðherrar og alþingismenn flokksins skyldu gera opinberlega grein fyrir fjárhag sínum og tengslum við fjármálalífið. Þetta gerðist ekki löngu eftir að miklar umræður urðu í Danmörku um fjármál ráðherra dönsku ríkistjórnarinnar, samkvæmt ákvörðun Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra. Það hefði fyrir löngu síðan átt að vera búið að leiða í lög reglur um fjármál stjórnmálaflokkanna. Þetta hefur verið gert í nágrannalöndunum og Evrópuráðið samþykkti fyrir tveimur árum að beina því til aðildarríkjanna að setja reglur gegn spillingu í tengslum við fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður Samfylkingar hefur oft gert fjármál stjórnmálaflokkanna að umræðuefni innan þings og utan. Hún bað um skýrslu frá forsætisráðherra á síðsta þingi, og lagði Halldór Ásgrímsson hana fram undir lok síðsta þings. Þar komst hann svo að orði að stjórnmálaflokkarnir séu hornsteinn lýðræðis í landinu og forsenda heilbrigðrar og eðlilegrar stjórnmálaumræðu. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að hafa lagaramma til að starfa eftir og þeir þurfa líka að hafa fjármagn til að halda uppi starfsemi sinni. Flokkarnir hafa verið ákaflega misjafnlega settir hvað þetta varðar og engum hefur dulist stuðningur ávkeðinna afla við ákveðna stjórnmálaflokka. Þannig hafa kaupsýslumenn gjarnan stutt Sjálfstæðisflokkinn og samvinnuhreyfingin meðan hún var og hét studdi Framsóknarflokkinn ljóst og leynt. Þess vegna var það óheppilegt að dragast skyldi úr hófi að Framsóknarflokkurinn fengi afsal fyrir höfuðstöðvum sínum sem keyptar voru af Olíufélaginu sem eitt sinn var angi af samvinnuhreyfingunni. Flokkurinn hefur nú greint frá aðdraganda húsakaupanna, en allt slíkt þarf að vera uppi á borðinu þegar um stjórnmálaflokka er að ræða. Í framhaldi af skýrslu forsætisráðherra um fjárframlög til stjórnmálastarfsemi og starfsumhverfi stjórnmálaflokka hefur ráðherra nú skipað nefnd til að fjalla um þessi mál. Nefndin þarf að hafa snör handtök og skila niðurstöðum eigi síðar en í haust, svo hægt verði að koma þessum málum í lagalegan búning í tæka tíð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári . Öll leynd og pukur í þessum málum gerir ekki annað en að sá fræjum tortryggni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun
Loksins virðist einhver hreyfing vera komin á að sett verði lög um starfsemi stjórnmálaflokka hér á landi. Þetta hefur verið margrætt mál á undanförnum árum og flokkarnir ekki allir verið sammála um hvernig taki skuli á málinu. Sjálfstæðismenn hafa haft minnstan áhuga á því en talsmenn Samfylkingarinnar haft sig mest í frammi varðandi það. Framsóknarmenn komu svo með óvænt útspil þessu tengt, þegar þeir ákváðu skyndilega í vetur að ráðherrar og alþingismenn flokksins skyldu gera opinberlega grein fyrir fjárhag sínum og tengslum við fjármálalífið. Þetta gerðist ekki löngu eftir að miklar umræður urðu í Danmörku um fjármál ráðherra dönsku ríkistjórnarinnar, samkvæmt ákvörðun Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra. Það hefði fyrir löngu síðan átt að vera búið að leiða í lög reglur um fjármál stjórnmálaflokkanna. Þetta hefur verið gert í nágrannalöndunum og Evrópuráðið samþykkti fyrir tveimur árum að beina því til aðildarríkjanna að setja reglur gegn spillingu í tengslum við fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður Samfylkingar hefur oft gert fjármál stjórnmálaflokkanna að umræðuefni innan þings og utan. Hún bað um skýrslu frá forsætisráðherra á síðsta þingi, og lagði Halldór Ásgrímsson hana fram undir lok síðsta þings. Þar komst hann svo að orði að stjórnmálaflokkarnir séu hornsteinn lýðræðis í landinu og forsenda heilbrigðrar og eðlilegrar stjórnmálaumræðu. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að hafa lagaramma til að starfa eftir og þeir þurfa líka að hafa fjármagn til að halda uppi starfsemi sinni. Flokkarnir hafa verið ákaflega misjafnlega settir hvað þetta varðar og engum hefur dulist stuðningur ávkeðinna afla við ákveðna stjórnmálaflokka. Þannig hafa kaupsýslumenn gjarnan stutt Sjálfstæðisflokkinn og samvinnuhreyfingin meðan hún var og hét studdi Framsóknarflokkinn ljóst og leynt. Þess vegna var það óheppilegt að dragast skyldi úr hófi að Framsóknarflokkurinn fengi afsal fyrir höfuðstöðvum sínum sem keyptar voru af Olíufélaginu sem eitt sinn var angi af samvinnuhreyfingunni. Flokkurinn hefur nú greint frá aðdraganda húsakaupanna, en allt slíkt þarf að vera uppi á borðinu þegar um stjórnmálaflokka er að ræða. Í framhaldi af skýrslu forsætisráðherra um fjárframlög til stjórnmálastarfsemi og starfsumhverfi stjórnmálaflokka hefur ráðherra nú skipað nefnd til að fjalla um þessi mál. Nefndin þarf að hafa snör handtök og skila niðurstöðum eigi síðar en í haust, svo hægt verði að koma þessum málum í lagalegan búning í tæka tíð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári . Öll leynd og pukur í þessum málum gerir ekki annað en að sá fræjum tortryggni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun