Árásirnar afar vel skipulagðar 9. júlí 2005 00:01 Óttast er að allt að 75 hafi týnt lífi í hryðjuverkunum London. Enn hefur ekki tekist að ná öllum líkum úr lestarvögnunum og á meðan leita grátandi ættingjar að þeim sem saknað er. Flest bendir til að árásirnar hafi verið vel skipulagðar en þær voru gerðar nánast samtímis á þremur stöðum. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 var í London og hún segir rannsóknina á hryðjuverkunum eina þá viðamestu sem lögreglan í Lundúnum hefur staðið frammi fyrir. Í ljós er að koma að árasirnar vor afar vel skipulagðar. Á blaðamannfundi í dag voru sýndar myndir sem sanna að sprengjurnar þrjár sprungu svo til samtímis. Brian Paddick hjá Scotland Yard segir engan vara leika á öðru en að sprengjurnar hafi sprungið með fárra sekúndna millibili klukkan 8:50 um morguninn. Á þessum tíma er umferð um neðanjarðalestarkerfið hvað mest. Vegna þess er talið líklegt að sprengjurnar sem voru gerðar úr ódýru plastsprengiefni hafi verið settar í gang með tímarofa. Öðru máli gegnir um sprengjuna sem sprakk í Tavistock torgi, hún sprakk ekki fyrr en klukkutíma síðar og sjónarvottar hafa lýst grunsamlegum manni sem hljóp niður stiga strætisvagnsins um leið og sprengjan sprakk. Lögreglan hefur ekki útilokað að sú sprenging hafi verið sjálfmorðsárás. Rannsókn bendir þó til þess að sprengjan sjálf hafi verið í poka en ekki límd við likama mannsins. Það gengur erfiðlega að komast að lestarvögnunum til að rannsaka þá nánar, gríðarlegur hiti er í göngunum og óttast er að úr þeim hrynji. Eftir að ljóst var að enginn er enn á lífi hefur lögreglan ekki viljað hætta lífi sinna manna til að fara um lestargöngin fyrr en víst er að öllu sé óhætt. Lögregla hefur staðfest að lík og líkamsleifar liggja enn í einum lestarvagnanna. Ekki er vitað hversu margir þetta eru, en ættingjar þeirra sem enn er saknað og líka þeir sem vilja votta samúð og virðingu sínu fara á Kings Cross lestarstöðina og leggja þar blóm. Að öðru leyti er allt að komast í samt horf í Lundúnum og fólk virðist staðráðið í að láta ekki þessa atburði breyta háttalagi sínu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Óttast er að allt að 75 hafi týnt lífi í hryðjuverkunum London. Enn hefur ekki tekist að ná öllum líkum úr lestarvögnunum og á meðan leita grátandi ættingjar að þeim sem saknað er. Flest bendir til að árásirnar hafi verið vel skipulagðar en þær voru gerðar nánast samtímis á þremur stöðum. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 var í London og hún segir rannsóknina á hryðjuverkunum eina þá viðamestu sem lögreglan í Lundúnum hefur staðið frammi fyrir. Í ljós er að koma að árasirnar vor afar vel skipulagðar. Á blaðamannfundi í dag voru sýndar myndir sem sanna að sprengjurnar þrjár sprungu svo til samtímis. Brian Paddick hjá Scotland Yard segir engan vara leika á öðru en að sprengjurnar hafi sprungið með fárra sekúndna millibili klukkan 8:50 um morguninn. Á þessum tíma er umferð um neðanjarðalestarkerfið hvað mest. Vegna þess er talið líklegt að sprengjurnar sem voru gerðar úr ódýru plastsprengiefni hafi verið settar í gang með tímarofa. Öðru máli gegnir um sprengjuna sem sprakk í Tavistock torgi, hún sprakk ekki fyrr en klukkutíma síðar og sjónarvottar hafa lýst grunsamlegum manni sem hljóp niður stiga strætisvagnsins um leið og sprengjan sprakk. Lögreglan hefur ekki útilokað að sú sprenging hafi verið sjálfmorðsárás. Rannsókn bendir þó til þess að sprengjan sjálf hafi verið í poka en ekki límd við likama mannsins. Það gengur erfiðlega að komast að lestarvögnunum til að rannsaka þá nánar, gríðarlegur hiti er í göngunum og óttast er að úr þeim hrynji. Eftir að ljóst var að enginn er enn á lífi hefur lögreglan ekki viljað hætta lífi sinna manna til að fara um lestargöngin fyrr en víst er að öllu sé óhætt. Lögregla hefur staðfest að lík og líkamsleifar liggja enn í einum lestarvagnanna. Ekki er vitað hversu margir þetta eru, en ættingjar þeirra sem enn er saknað og líka þeir sem vilja votta samúð og virðingu sínu fara á Kings Cross lestarstöðina og leggja þar blóm. Að öðru leyti er allt að komast í samt horf í Lundúnum og fólk virðist staðráðið í að láta ekki þessa atburði breyta háttalagi sínu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira