Þáttaskil hvernig sem lyktir verða 9. júlí 2005 00:01 Nú þegar Baugur hefur dregið sig úr hópi fjárfesta sem stefndu að því að gera tilboð í bresku verslunarkeðjuna Somerfield, er skiljanlegt að fyrirtækið barmi sér yfir rannsókn ríkislögreglustjóra. Ef marka má fréttir hefur rannsóknin einkum beinst að meintum fjárdrætti stjórnenda og umboðssvikum gagnvart fyrirtækinu. Baugur er með öðrum orðum fórnarlamb meintra lögbrota stjórnendanna. Rannsóknin, húsleitir og nú síðast birting ákæra á hendur meintum brotamönnum hefur hins vegar skaðað fyrirtækið trekk í trekk. Fyrst missti það af kaupum á Arcadia í kjölfar húsleitar lögreglunnar, en breski kaupsýslumaðurinn Peter Green hagnaðist gríðarlega á þessum kaupum -- svo mikið að ætla má að hlutur Baugs í þeim hagnaði hefði numið tugum milljarða. Og nú er ljóst að Baugi er ekki vært í þeim hópi fjárfesta sem fyrirtækið myndaði um kaup á Somerfield, eftir að lögreglan birti ákærur í málinu fyrir viku. Í báðum tilfellum hefur Baugur misst af tækifæri til að njóta ávaxtanna af viðskiptum sem fyrirtækið hefur undirbúið. Auðvitað er það svo að enginn er hafinn yfir lög. Þótt Baugur standi í stórræðum er það ekki svo að fyrirtækið verði með því ósnertanlegt og geti farið sínu fram án tillits til laga og reglna. En í þessu máli er Baugur hins vegar fórnarlamb meintra afbrota. Það hlýtur því að vera hundfúlt fyrir fyrirtækið, starfsmenn þess og eigendur að verða sí og æ fyrir áföllum vegna lögregluaðgerða sem í orði kveðnu eiga að vernda fyrirtækið fyrir órétti. Sjálfsagt er það erfitt fyrir allan þorra fólks að skilja þessa stöðu. Við erum vön því að í opinberum refsimálum sé skýrt hvert sé fórnarlamb glæpsins. Ef það er stolið frá einhverjum kvartar sá vanalega. Það er reyndar þekkt í nauðgunarmálum að þeim sem er nauðgað leggur ekki fram kæru. Viðkomandi veigrar sér þá við að upplifa glæpinn aftur og aftur allt rannsóknarferlið og síðan enn og aftur í dómsölum undir- og Hæstaréttar. En við þekkjum engin dæmi þess að lögreglan rannsaki meinta nauðgun þvert á fullyrðingar þess sem á að hafa verið nauðgað um að ekkert ósæmilegt hafi gerst. Baugsmálið er því ekki aðeins sérstakt vegna augljósra tengsla þess við breytingar í viðskipta- og stjórnmálalífi Íslendinga og lítt duldrar andstyggðar valdamikilla stjórnmálamanna á öllu er viðkemur fyrirtækinu; heldur er það á einhvern undarlegt í sjálfu sér -- þjófnaður án þess að nokkur sakni fjármuna og nauðgun án þess að nokkur segi að sér hafi verið nauðgað. Auðvitað vita allir að sumir ákærðra eru jafnframt meirihlutaeigendur að Baugi. Einhver kann að segja að það sé því skiljanlegt að þeir kvarti ekki. En er þá verið að saka fólkið um að stela frá sjálfu sér? Nei, líklega er verið að vernda minnihlutaeigendurna. En mér vitanlega hafa þeir heldur ekki kvartað eða viljað kannast við neitt misjafnt í rekstri fyrirtækisins. Öll þessi þrjú ár sem rannsóknin hefur staðið yfir höfum við aðeins heyrt Jón Gerald Sullenberger og Jónínu Benediktsdóttur ásaka stjórnendur þess um eitthvað misjafnt. Og síðan auðvitað áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum og ritstjóra Morgunblaðsins. Það eru mikil líkindi með Hafskipsmálinu og Baugsmálinu. Í báðum tilfellum blæs lögreglan til viðamikillar rannsóknar á fyrirtæki sem að lokum spannar nánast alla þætti starfsemi þess. Í báðum tilfellum er um að ræða fyrirtæki sem starfa án velvildar langsetinna valdablokka í samfélaginu. Hafskipsmálið varð frægt að endemum fyrir kunnáttuleysi lögreglunnar í bókfærslu, fordóma og fyrirframgefna sannfæringu fyrir sekt sakborninga. Sem kunnugt er varð Hafskipsmálið lögreglu og ákæruvaldi sneypuför -- en auðvitað er fráleitt að gefa sér að líkindin sem Hafskipsmálinu og yfirstandandi Baugsmáli haldi allt til enda. Og um sumt eru þau ólík. Í Hafskipsmálinu var til dæmis hægt að finna fórnarlamb; gjaldþrota fyrirtæki, skiptastjóra þess og kröfuhafa -- öfugt við Baugsmálið. Það má því ætla að það mál reyni enn meir á rannsókn lögreglu og málatilbúnað ákæruvaldsins. Þótt við eigum að sjálfsögðu að ætla lögreglunni að kunna fótum sínum forráð, þá getum við heldur ekki látið sem við þekkjum ekki söguna. Og því miður er of margt í þeirri sögu sem fær okkur til að taka það sem frá lögreglu og ákæruvaldi kemur með temmilegum fyrirvara og of fátt sem bendir til að þessir aðilar hafi eflst og þroskast svo á undanförnum árum að þeim hafi tekist að yfirstíga fyrri afglöp. Hvernig sem fer verður niðurstaða Baugsmálsins þáttaskil. Annaðhvort upphaf þess að lögregla og ákæruvald ráði við stór og flókin mál þar sem ekki liggur fyrir hrein og klár játning eða lokaþáttur þess hörmungartíma að lögregla eyði tíma og fjármunum í vafasamar rannsóknir og ákæruvaldið birti langar ákæruskrár sem síðan gufa upp í málsmeðferð fyrir dómstólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Gunnar Smári Egilsson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Nú þegar Baugur hefur dregið sig úr hópi fjárfesta sem stefndu að því að gera tilboð í bresku verslunarkeðjuna Somerfield, er skiljanlegt að fyrirtækið barmi sér yfir rannsókn ríkislögreglustjóra. Ef marka má fréttir hefur rannsóknin einkum beinst að meintum fjárdrætti stjórnenda og umboðssvikum gagnvart fyrirtækinu. Baugur er með öðrum orðum fórnarlamb meintra lögbrota stjórnendanna. Rannsóknin, húsleitir og nú síðast birting ákæra á hendur meintum brotamönnum hefur hins vegar skaðað fyrirtækið trekk í trekk. Fyrst missti það af kaupum á Arcadia í kjölfar húsleitar lögreglunnar, en breski kaupsýslumaðurinn Peter Green hagnaðist gríðarlega á þessum kaupum -- svo mikið að ætla má að hlutur Baugs í þeim hagnaði hefði numið tugum milljarða. Og nú er ljóst að Baugi er ekki vært í þeim hópi fjárfesta sem fyrirtækið myndaði um kaup á Somerfield, eftir að lögreglan birti ákærur í málinu fyrir viku. Í báðum tilfellum hefur Baugur misst af tækifæri til að njóta ávaxtanna af viðskiptum sem fyrirtækið hefur undirbúið. Auðvitað er það svo að enginn er hafinn yfir lög. Þótt Baugur standi í stórræðum er það ekki svo að fyrirtækið verði með því ósnertanlegt og geti farið sínu fram án tillits til laga og reglna. En í þessu máli er Baugur hins vegar fórnarlamb meintra afbrota. Það hlýtur því að vera hundfúlt fyrir fyrirtækið, starfsmenn þess og eigendur að verða sí og æ fyrir áföllum vegna lögregluaðgerða sem í orði kveðnu eiga að vernda fyrirtækið fyrir órétti. Sjálfsagt er það erfitt fyrir allan þorra fólks að skilja þessa stöðu. Við erum vön því að í opinberum refsimálum sé skýrt hvert sé fórnarlamb glæpsins. Ef það er stolið frá einhverjum kvartar sá vanalega. Það er reyndar þekkt í nauðgunarmálum að þeim sem er nauðgað leggur ekki fram kæru. Viðkomandi veigrar sér þá við að upplifa glæpinn aftur og aftur allt rannsóknarferlið og síðan enn og aftur í dómsölum undir- og Hæstaréttar. En við þekkjum engin dæmi þess að lögreglan rannsaki meinta nauðgun þvert á fullyrðingar þess sem á að hafa verið nauðgað um að ekkert ósæmilegt hafi gerst. Baugsmálið er því ekki aðeins sérstakt vegna augljósra tengsla þess við breytingar í viðskipta- og stjórnmálalífi Íslendinga og lítt duldrar andstyggðar valdamikilla stjórnmálamanna á öllu er viðkemur fyrirtækinu; heldur er það á einhvern undarlegt í sjálfu sér -- þjófnaður án þess að nokkur sakni fjármuna og nauðgun án þess að nokkur segi að sér hafi verið nauðgað. Auðvitað vita allir að sumir ákærðra eru jafnframt meirihlutaeigendur að Baugi. Einhver kann að segja að það sé því skiljanlegt að þeir kvarti ekki. En er þá verið að saka fólkið um að stela frá sjálfu sér? Nei, líklega er verið að vernda minnihlutaeigendurna. En mér vitanlega hafa þeir heldur ekki kvartað eða viljað kannast við neitt misjafnt í rekstri fyrirtækisins. Öll þessi þrjú ár sem rannsóknin hefur staðið yfir höfum við aðeins heyrt Jón Gerald Sullenberger og Jónínu Benediktsdóttur ásaka stjórnendur þess um eitthvað misjafnt. Og síðan auðvitað áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum og ritstjóra Morgunblaðsins. Það eru mikil líkindi með Hafskipsmálinu og Baugsmálinu. Í báðum tilfellum blæs lögreglan til viðamikillar rannsóknar á fyrirtæki sem að lokum spannar nánast alla þætti starfsemi þess. Í báðum tilfellum er um að ræða fyrirtæki sem starfa án velvildar langsetinna valdablokka í samfélaginu. Hafskipsmálið varð frægt að endemum fyrir kunnáttuleysi lögreglunnar í bókfærslu, fordóma og fyrirframgefna sannfæringu fyrir sekt sakborninga. Sem kunnugt er varð Hafskipsmálið lögreglu og ákæruvaldi sneypuför -- en auðvitað er fráleitt að gefa sér að líkindin sem Hafskipsmálinu og yfirstandandi Baugsmáli haldi allt til enda. Og um sumt eru þau ólík. Í Hafskipsmálinu var til dæmis hægt að finna fórnarlamb; gjaldþrota fyrirtæki, skiptastjóra þess og kröfuhafa -- öfugt við Baugsmálið. Það má því ætla að það mál reyni enn meir á rannsókn lögreglu og málatilbúnað ákæruvaldsins. Þótt við eigum að sjálfsögðu að ætla lögreglunni að kunna fótum sínum forráð, þá getum við heldur ekki látið sem við þekkjum ekki söguna. Og því miður er of margt í þeirri sögu sem fær okkur til að taka það sem frá lögreglu og ákæruvaldi kemur með temmilegum fyrirvara og of fátt sem bendir til að þessir aðilar hafi eflst og þroskast svo á undanförnum árum að þeim hafi tekist að yfirstíga fyrri afglöp. Hvernig sem fer verður niðurstaða Baugsmálsins þáttaskil. Annaðhvort upphaf þess að lögregla og ákæruvald ráði við stór og flókin mál þar sem ekki liggur fyrir hrein og klár játning eða lokaþáttur þess hörmungartíma að lögregla eyði tíma og fjármunum í vafasamar rannsóknir og ákæruvaldið birti langar ákæruskrár sem síðan gufa upp í málsmeðferð fyrir dómstólum.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun