Hiroshima – 60 árum síðar 1. ágúst 2005 00:01 Max Hastings, blaðamaður og sagnfræðingur, ritar grein um Hiroshima í Guardian. Nú í ágústbyrjun eru liðin 60 ár frá því kjarnorkusprengjunum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Sjálfsagt munu enn hefjast deilur um hvort þessi verknaður var réttlætanlegur, hvort hann bjargaði ef til vill fleiri mannslífum en var fórnað? Og svo er líka spurningin hvort slíkar reikningskúnstir eigi yfirleitt við? Hastings segir að nútímamenn eigi erfitt með að setja sig í spor stjórnmálamanna sem þurftu að taka skelfilegar ákvarðanir mitt í því allsherjarstríði sem geisaði 1939 til 1945. Það hafi verið nánast daglegt brauð að senda fjölda manns í dauðann. Til dæmis hafi fleiri beðið bana í hefðbundnum sprengjuárásum á Tókíó en dóu í Hiroshima. Því hafi ákvörðunin um að nota kjarnorkusprengjuna kannski ekki virkað eins stór og menn hafa talið síðarmeir. --- --- --- Hernaðurinn í Kyrrahafi hafi verið miklu hryllilegri en menn grunar, báðir stríðsaðilarnir hafi verið orðnir ónæmir fyrir mennsku hins. Japanir frömdu hroðalega stríðsglæpi, fangar í haldi þeirra voru til dæmis látnir undirgangast viðurstyggilegar tilraunir í nafni vísinda. Bandaríkjamenn vildu helst ekki taka fanga í Kyrrahafsstríðinu; ómennskan var orðin slík að þeir litu á óvininn sem kakkalakka og þaðan af verra. Baráttuþrek Japana var vissulega mjög veiklað áður en kom að Hiroshima. Margt benti hins vegar til þess að valdamikil öfl í ríkinu vildu berjast til síðasta manns. Stríðsæðið var slíkt að á síðustu misserum stríðsins færðust örvæntingarfullar sjálfsmorðsárásir – kamikaze – mjög í vöxt. Einnig má minna á að fram yfir 1970 voru að finnast japanskir hermenn í felum víða um Kyrrahafið; menn sem héldu að stríðið stæði ennþá yfir og ætluðu ekki að gefast upp. --- --- --- Svo er spurningin um hvort Hiroshima hafi verið ætlað að skjóta Sovétmönnum skelk í bringu – sýna fram á hernaðaryfirburði Bandaríkjanna að stríðinu loknu. Hastings telur að slíkar samsæriskenningar standist varla. Ákvörðunin um að varpa kjarnorkusprengjunni hafi verið tekin í stríðsþreyttum heimi af ráðamönnum sem vildu fyrir alla muni binda endi á ófriðinn. --- --- --- Hins vegar hafði Hiroshima mikil áhrif á Stalín. Hann var staddur á ráðstefnu stórveldanna í Potsdam þegar hann frétti af árásinni. Stuttu síðar fór Stalín að leggja allt kapp á að afla kjarnorkuvopna fyrir Sovétríkin. Ekki minni maður en sjálfur Beria, greindasti og grimmasti skósveinn hans, var settur yfir verkið. Margt bendir til þess að Stalín hafi verið að skipuleggja þriðju heimstyrjöldina þegar hann dó 1953. Það hefði orðið kjarnorkustyrjöld. Hins vegar voru eftirmenn hans raunsæismenn sem höfðu ekki löngun til að heyja kjarnorkustríð. Þetta skildi Stalín; undir andlátið var hann farinn að leggja á ráðin um nýjar hreinsanir til að búa flokkinn undir stríð. Í Kúbudeilunni, þegar heimurinn var á barmi kjarnorkustríðs, kaus Krútsjof hins vegar að draga eldflaugar sínar til baka fremur en að eiga hættu á kjarnorkutortímingu. --- --- --- Í Kína var Maó og hafði enga slíka fyrirvara. Maó lá ekki á þeirri skoðun sinni að því væri fórnandi að svona þriðjungur mannkyns dræpist í kjarnorkustríði til að koma á heimsbyltingunni. Kína ætti hvort sem er nóg af fólki. Hann var sífellt að nuða í Sovétmönnum að láta sig hafa tækni til að smíða kjarnorkuvopn – eftir að Kínverjar sprengdu vetnissprengu 1967 sagði hann að nú væri Kína orðið vopnabúr heimsbyltingarinnar. Þetta var á þeim tíma þegar ungir vinstri menn á Vesturlöndum veifuðu litlum rauðum bókum sem innihéldu "hugsun" Maós formanns. Það orð sem oftast kemur fyrir í þeirri bók er "tortíming". --- --- --- Á sinn skrumskælda hátt varðveittu kjarnorkuvopn friðinn í kalda stríðinu. Auðvitað er spurning hversu siðlegt ógnarjafnvægið var – en það hélt þó í fjóra áratugi. Kjarnorkuvopnin mótuðu andlegt líf eftirstríðsáranna, stjórnmálin, bókmenntirnar og heimspekina; maður sér fyrir sér langa mótmælagöngu, fólk í gefjunar- og álafossúlpum með hornspangagleraugu þrammandi um með mótmælaskilti í rigningu – þyljandi ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Blowing in the Wind eftir Dylan. Winston Churchill sagði að hægt væri að súmma CND (Campaign for Nuclear Disarmament) upp í tveimur orðum: Treystið Kreml! --- --- --- Alain Resnais gerði kvikmyndina Hiroshima Mon Amour. Þetta var á blómaskeiði listrænnar kvikmyndagerðar á árunum 1950 til 1960. Þetta er ekta kvikmyndaklúbbsmynd; svona bíómyndir eru ekki gerðar lengur. Því miður. Samt er hún mjög áhrifarík ef maður gefur sér stund til að horfa: fjallar um ástarævintýri japansks manns og franskrar konu nokkra daga í Hiroshima – með afskaplega ljóðrænum texta eftir Margurite Duras, en inn í er fléttað myndum af hörmungunum eftir sprengjuárásina, rústunum og fólkinu þar. Myndin er full af tilvistarangist eftirstríðsáranna; Hiroshima er lýst eins og endalokum hins siðmenntaða heims. --- --- --- En hvað hefðir þú gert, spyr Hastings – í sporum þeirra sem ákváðu að varpa kjarnorkusprengjunum á Japan? Það er ekki úr vegi að velta því fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Max Hastings, blaðamaður og sagnfræðingur, ritar grein um Hiroshima í Guardian. Nú í ágústbyrjun eru liðin 60 ár frá því kjarnorkusprengjunum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Sjálfsagt munu enn hefjast deilur um hvort þessi verknaður var réttlætanlegur, hvort hann bjargaði ef til vill fleiri mannslífum en var fórnað? Og svo er líka spurningin hvort slíkar reikningskúnstir eigi yfirleitt við? Hastings segir að nútímamenn eigi erfitt með að setja sig í spor stjórnmálamanna sem þurftu að taka skelfilegar ákvarðanir mitt í því allsherjarstríði sem geisaði 1939 til 1945. Það hafi verið nánast daglegt brauð að senda fjölda manns í dauðann. Til dæmis hafi fleiri beðið bana í hefðbundnum sprengjuárásum á Tókíó en dóu í Hiroshima. Því hafi ákvörðunin um að nota kjarnorkusprengjuna kannski ekki virkað eins stór og menn hafa talið síðarmeir. --- --- --- Hernaðurinn í Kyrrahafi hafi verið miklu hryllilegri en menn grunar, báðir stríðsaðilarnir hafi verið orðnir ónæmir fyrir mennsku hins. Japanir frömdu hroðalega stríðsglæpi, fangar í haldi þeirra voru til dæmis látnir undirgangast viðurstyggilegar tilraunir í nafni vísinda. Bandaríkjamenn vildu helst ekki taka fanga í Kyrrahafsstríðinu; ómennskan var orðin slík að þeir litu á óvininn sem kakkalakka og þaðan af verra. Baráttuþrek Japana var vissulega mjög veiklað áður en kom að Hiroshima. Margt benti hins vegar til þess að valdamikil öfl í ríkinu vildu berjast til síðasta manns. Stríðsæðið var slíkt að á síðustu misserum stríðsins færðust örvæntingarfullar sjálfsmorðsárásir – kamikaze – mjög í vöxt. Einnig má minna á að fram yfir 1970 voru að finnast japanskir hermenn í felum víða um Kyrrahafið; menn sem héldu að stríðið stæði ennþá yfir og ætluðu ekki að gefast upp. --- --- --- Svo er spurningin um hvort Hiroshima hafi verið ætlað að skjóta Sovétmönnum skelk í bringu – sýna fram á hernaðaryfirburði Bandaríkjanna að stríðinu loknu. Hastings telur að slíkar samsæriskenningar standist varla. Ákvörðunin um að varpa kjarnorkusprengjunni hafi verið tekin í stríðsþreyttum heimi af ráðamönnum sem vildu fyrir alla muni binda endi á ófriðinn. --- --- --- Hins vegar hafði Hiroshima mikil áhrif á Stalín. Hann var staddur á ráðstefnu stórveldanna í Potsdam þegar hann frétti af árásinni. Stuttu síðar fór Stalín að leggja allt kapp á að afla kjarnorkuvopna fyrir Sovétríkin. Ekki minni maður en sjálfur Beria, greindasti og grimmasti skósveinn hans, var settur yfir verkið. Margt bendir til þess að Stalín hafi verið að skipuleggja þriðju heimstyrjöldina þegar hann dó 1953. Það hefði orðið kjarnorkustyrjöld. Hins vegar voru eftirmenn hans raunsæismenn sem höfðu ekki löngun til að heyja kjarnorkustríð. Þetta skildi Stalín; undir andlátið var hann farinn að leggja á ráðin um nýjar hreinsanir til að búa flokkinn undir stríð. Í Kúbudeilunni, þegar heimurinn var á barmi kjarnorkustríðs, kaus Krútsjof hins vegar að draga eldflaugar sínar til baka fremur en að eiga hættu á kjarnorkutortímingu. --- --- --- Í Kína var Maó og hafði enga slíka fyrirvara. Maó lá ekki á þeirri skoðun sinni að því væri fórnandi að svona þriðjungur mannkyns dræpist í kjarnorkustríði til að koma á heimsbyltingunni. Kína ætti hvort sem er nóg af fólki. Hann var sífellt að nuða í Sovétmönnum að láta sig hafa tækni til að smíða kjarnorkuvopn – eftir að Kínverjar sprengdu vetnissprengu 1967 sagði hann að nú væri Kína orðið vopnabúr heimsbyltingarinnar. Þetta var á þeim tíma þegar ungir vinstri menn á Vesturlöndum veifuðu litlum rauðum bókum sem innihéldu "hugsun" Maós formanns. Það orð sem oftast kemur fyrir í þeirri bók er "tortíming". --- --- --- Á sinn skrumskælda hátt varðveittu kjarnorkuvopn friðinn í kalda stríðinu. Auðvitað er spurning hversu siðlegt ógnarjafnvægið var – en það hélt þó í fjóra áratugi. Kjarnorkuvopnin mótuðu andlegt líf eftirstríðsáranna, stjórnmálin, bókmenntirnar og heimspekina; maður sér fyrir sér langa mótmælagöngu, fólk í gefjunar- og álafossúlpum með hornspangagleraugu þrammandi um með mótmælaskilti í rigningu – þyljandi ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Blowing in the Wind eftir Dylan. Winston Churchill sagði að hægt væri að súmma CND (Campaign for Nuclear Disarmament) upp í tveimur orðum: Treystið Kreml! --- --- --- Alain Resnais gerði kvikmyndina Hiroshima Mon Amour. Þetta var á blómaskeiði listrænnar kvikmyndagerðar á árunum 1950 til 1960. Þetta er ekta kvikmyndaklúbbsmynd; svona bíómyndir eru ekki gerðar lengur. Því miður. Samt er hún mjög áhrifarík ef maður gefur sér stund til að horfa: fjallar um ástarævintýri japansks manns og franskrar konu nokkra daga í Hiroshima – með afskaplega ljóðrænum texta eftir Margurite Duras, en inn í er fléttað myndum af hörmungunum eftir sprengjuárásina, rústunum og fólkinu þar. Myndin er full af tilvistarangist eftirstríðsáranna; Hiroshima er lýst eins og endalokum hins siðmenntaða heims. --- --- --- En hvað hefðir þú gert, spyr Hastings – í sporum þeirra sem ákváðu að varpa kjarnorkusprengjunum á Japan? Það er ekki úr vegi að velta því fyrir sér.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun