Jafngamall og Davíð 6. ágúst 2005 00:01 Skoðanakönnunin sem vinir Gísla Marteins Baldurssonar létu gera hefur valdið miklum taugatitringi í Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarsson hugsa Gísla þegjandi þörfina vegna þessa. Stuðningsmönnum Gísla hefur tekist ágætlega að nota könnunina í áróðursskyni, þótt enn sé ekki orðið ljóst hvort Gísli áræðir yfirleitt að sækjast eftir efsta sæti framboðslistans. Það heitir að rugga bátnum – og er ekkert sérlega vinsælt í Sjálfstæðisflokknum. --- --- --- Það er raunar spurning hversu afgerandi niðurstaðan er. Grapevine bendir á að það séu aðeins ríflega 10 prósent þeirra sem voru spurðir í könnuninni sem nefna Gísla – sem er kannski ekki mikið miðað við hversu pilturinn er frægur. Annars virðist áhugaleysið á forystumönnunum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða allnokkuð; aðeins 57 prósent svöruðu könnuninni og af þeim vildu 52 prósent engan af þeim sem nefndir voru. --- --- --- Sjálfstæðisflokkurinn þráir mann sem hefur töfrana til að vinna Reykjavík. Fólk er sannarlega ekki spennt fyrir Vilhjálmi Þ. Eftir öll ár sín í pólitík er hann furðulega óþekktur; menn tengja hann ekki við neitt sérstakt – hann virkar aðallega kerfislegur. Gísli hefur samt ekki náð að sannfæra neinn almennilega um að hann sé maðurinn í djobbið – enda virðist hann ekki endilega hafa trú á því sjálfur. Hann er ungur, en Davíð Oddsson var raunar aðeins 34 ára þegar hann varð borgarstjóri - jafngamall og Gísli verður á næsta ári! Hins vegar hafði Davíð þá verið starfandi í borgarstjórninni í tvö kjörtímabil, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu – brillerað þar – meðan Gísli hefur haft aðalstarfa af því að vera geðþekkur og skemmtilegur í sjónvarpi, en bara verið varaborgarfulltrúi stutta hríð. --- --- --- Fréttablaðið bendir á að vinahópur Gísla kunni að reynast honum fjötur um fót. Það er vitnað í greinarkorn í DV þar sem stóð að hann hafi sést í för með Hannesi Hólmsteini og Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni á veitingahúsi. Kannski er rétt að ekki ýkja marga langar til að leiða þá kumpána til valda í borginni? Guðmundur Magnússon, skríbent Fréttablaðsins, heldur því fram að þeir séu komnir út á jaðar í Sjálfstæðisflokknum. --- --- --- Í skoðanakönnunum þessa dagana er Sjálfstæðisflokkurinn nokkurn veginn jafn R-listanum. Eins og bent hefur verið á hefur þetta gerst áður á síðari hluta kjörtímabils; þarf engan veginn að gefa nein fyrirheit um sigur Sjálfstæðismanna. R-listinn hefur unnið borgina þrisvar í röð; í síðustu kosningum var hægt að tala um algjöra niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar veit maður aldrei hvað gerist ef valið stendur á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Vilhjálms Þ.? Kannski láta Reykvíkingar einfaldlega vera að mæta á kjörstað? --- --- --- R-listinn á líka í vandræðum með mannaval sitt. Stefán Hafstein langar mikið, hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða listann – það er ekki víst að hann geri sér grein fyrir því hvað hann fer í taugarnar á mörgum þrátt fyrir sitt glaðbeitta fas. Dagur B. Eggertsson kemur líka til greina, en mörgum þykir hann hafa yfirbragð besserwissers sem virkar fráhrindandi. --- --- --- En það er greinilega ekki hægt að plotta á veitingahúsum lengur. Í Fréttablaðinu stóð að Gísli Marteinn, Gunnlaugur Sævar og Hannes Hólmsteinn hefðu verið í Sjávarréttakjallaranum (sic). Maður getur ekki einu sinni verið óhultur á svo obskúrum stöðum. Það er líka vond reynsla af Öskjuhlíðinni – og London. Plottarar verða kannski bara að læra að halda sig heima – eins leiðinlegt og það nú er fyrir alvöru samsærismenn. --- --- --- Annars er dálítið sýrt ástand á Íslandi. Þjálfari einhvers handboltaliðs kippti í flugþjón og það er allt upp í loft í fjölmiðlunum – og svo var það auðmaðurinn sem fékk höfnun á debetkortið. Hvað næst - fara menn að komast í blöðin fyrir að fara yfir á stöðumæli, gleyma að skila bók á bókasafnið eða ganga yfir á rauðu? Þetta er allt stóralvarlegt. --- --- --- Farísei er sá sem ber sér á brjóst og segir – þakka að ég er ekki eins og hinir. Af því leiðir að sá sem segir að aðrir séu farísear - hann er svolítill farísei sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Skoðanakönnunin sem vinir Gísla Marteins Baldurssonar létu gera hefur valdið miklum taugatitringi í Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarsson hugsa Gísla þegjandi þörfina vegna þessa. Stuðningsmönnum Gísla hefur tekist ágætlega að nota könnunina í áróðursskyni, þótt enn sé ekki orðið ljóst hvort Gísli áræðir yfirleitt að sækjast eftir efsta sæti framboðslistans. Það heitir að rugga bátnum – og er ekkert sérlega vinsælt í Sjálfstæðisflokknum. --- --- --- Það er raunar spurning hversu afgerandi niðurstaðan er. Grapevine bendir á að það séu aðeins ríflega 10 prósent þeirra sem voru spurðir í könnuninni sem nefna Gísla – sem er kannski ekki mikið miðað við hversu pilturinn er frægur. Annars virðist áhugaleysið á forystumönnunum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða allnokkuð; aðeins 57 prósent svöruðu könnuninni og af þeim vildu 52 prósent engan af þeim sem nefndir voru. --- --- --- Sjálfstæðisflokkurinn þráir mann sem hefur töfrana til að vinna Reykjavík. Fólk er sannarlega ekki spennt fyrir Vilhjálmi Þ. Eftir öll ár sín í pólitík er hann furðulega óþekktur; menn tengja hann ekki við neitt sérstakt – hann virkar aðallega kerfislegur. Gísli hefur samt ekki náð að sannfæra neinn almennilega um að hann sé maðurinn í djobbið – enda virðist hann ekki endilega hafa trú á því sjálfur. Hann er ungur, en Davíð Oddsson var raunar aðeins 34 ára þegar hann varð borgarstjóri - jafngamall og Gísli verður á næsta ári! Hins vegar hafði Davíð þá verið starfandi í borgarstjórninni í tvö kjörtímabil, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu – brillerað þar – meðan Gísli hefur haft aðalstarfa af því að vera geðþekkur og skemmtilegur í sjónvarpi, en bara verið varaborgarfulltrúi stutta hríð. --- --- --- Fréttablaðið bendir á að vinahópur Gísla kunni að reynast honum fjötur um fót. Það er vitnað í greinarkorn í DV þar sem stóð að hann hafi sést í för með Hannesi Hólmsteini og Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni á veitingahúsi. Kannski er rétt að ekki ýkja marga langar til að leiða þá kumpána til valda í borginni? Guðmundur Magnússon, skríbent Fréttablaðsins, heldur því fram að þeir séu komnir út á jaðar í Sjálfstæðisflokknum. --- --- --- Í skoðanakönnunum þessa dagana er Sjálfstæðisflokkurinn nokkurn veginn jafn R-listanum. Eins og bent hefur verið á hefur þetta gerst áður á síðari hluta kjörtímabils; þarf engan veginn að gefa nein fyrirheit um sigur Sjálfstæðismanna. R-listinn hefur unnið borgina þrisvar í röð; í síðustu kosningum var hægt að tala um algjöra niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar veit maður aldrei hvað gerist ef valið stendur á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Vilhjálms Þ.? Kannski láta Reykvíkingar einfaldlega vera að mæta á kjörstað? --- --- --- R-listinn á líka í vandræðum með mannaval sitt. Stefán Hafstein langar mikið, hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða listann – það er ekki víst að hann geri sér grein fyrir því hvað hann fer í taugarnar á mörgum þrátt fyrir sitt glaðbeitta fas. Dagur B. Eggertsson kemur líka til greina, en mörgum þykir hann hafa yfirbragð besserwissers sem virkar fráhrindandi. --- --- --- En það er greinilega ekki hægt að plotta á veitingahúsum lengur. Í Fréttablaðinu stóð að Gísli Marteinn, Gunnlaugur Sævar og Hannes Hólmsteinn hefðu verið í Sjávarréttakjallaranum (sic). Maður getur ekki einu sinni verið óhultur á svo obskúrum stöðum. Það er líka vond reynsla af Öskjuhlíðinni – og London. Plottarar verða kannski bara að læra að halda sig heima – eins leiðinlegt og það nú er fyrir alvöru samsærismenn. --- --- --- Annars er dálítið sýrt ástand á Íslandi. Þjálfari einhvers handboltaliðs kippti í flugþjón og það er allt upp í loft í fjölmiðlunum – og svo var það auðmaðurinn sem fékk höfnun á debetkortið. Hvað næst - fara menn að komast í blöðin fyrir að fara yfir á stöðumæli, gleyma að skila bók á bókasafnið eða ganga yfir á rauðu? Þetta er allt stóralvarlegt. --- --- --- Farísei er sá sem ber sér á brjóst og segir – þakka að ég er ekki eins og hinir. Af því leiðir að sá sem segir að aðrir séu farísear - hann er svolítill farísei sjálfur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun