Valdið eða fræðin? 12. ágúst 2005 00:01 Einhverjir eftirminnilegustu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi eru þættirnir "Já ráðherra" og "Já forsætisráðherra" þar sem framagjarni stjórnmálamaðurinn Jim Hacker lét í flestu stjórnast af embættismönnum sínum sem gættu þess að hann gerði ekki annað en það sem hentaði skrifræðiskerfinu, að hann gerði helst ekki neitt. Þessu virðist öfugt farið með Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hefur nú komið í veg fyrir innflutning á argentínsku nautakjöti þrátt fyrir að starfsmenn yfirdýralæknis mæli með innflutningnum þrátt fyrir að taka fram að innflutningur nautakjöts frá Argentínu sé ekki áhættulaus frekar en innflutningur frá öðrum löndum. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits búfjárafurða, hefur farið yfir gögn um sjúkdóma í Argentínu síðustu ár og komist að þessari niðurstöðu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki geta samþykkt innflutninginn þar sem gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Í gögnum yfirdýralæknis til ráðherra kemur þó fram að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í öðrum landshluta Argentínu en stóð til að flytja inn kjöt frá og því sé ekki hægt að taka alla Argentínu sem eitt svæði í þessu samhengi. Að auki kemur fram að landsvæðið þaðan sem fyrirhugaður innflutningur átti að koma er skilgreint sem land án gin- og klaufaveiki án bólusetningar gegn sjúkdómnum. Það er því ljóst að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lætur embættismenn ekki stjórna sér heldur tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé góð ákvörðun. Af þeim gögnum sem fyrir liggja virðast einu áhrif hennar vera þau að neytendur hafa minna val en ella. Ákvörðun um það byggir ekki á bestu rökum og rannsóknum vísindamanna þótt ekki skuli gert lítið úr þekkingu og reynslu landbúnaðarráðherrans Guðna Ágústssonar. Ákvörðunin ber þess merki að hana tekur stjórnmálamaður sem þekktur er fyrir stuðning sinn við núverandi landbúnaðarkerfi sem byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar ríkulegum fjárstuðningi til bænda, hins vegar takmörkunum við innflutningi erlendra búfjárafurða sem hefur í för með sér að verð innlendra búfjárafurða verður hærra en ef þær fengju samkeppni erlendis frá. Niðurstaða kerfisins er því minna val og hærra verð, þótt háa verðið sé að vissu leyti dulbúið með ríkisstyrkjum en þeir eru sóttir í vasa neytenda sem greiða því brúsann. Því er spurning hvort það sé ekki stundum betra að embættismennirnir ráði ferðinni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Einhverjir eftirminnilegustu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi eru þættirnir "Já ráðherra" og "Já forsætisráðherra" þar sem framagjarni stjórnmálamaðurinn Jim Hacker lét í flestu stjórnast af embættismönnum sínum sem gættu þess að hann gerði ekki annað en það sem hentaði skrifræðiskerfinu, að hann gerði helst ekki neitt. Þessu virðist öfugt farið með Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hefur nú komið í veg fyrir innflutning á argentínsku nautakjöti þrátt fyrir að starfsmenn yfirdýralæknis mæli með innflutningnum þrátt fyrir að taka fram að innflutningur nautakjöts frá Argentínu sé ekki áhættulaus frekar en innflutningur frá öðrum löndum. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits búfjárafurða, hefur farið yfir gögn um sjúkdóma í Argentínu síðustu ár og komist að þessari niðurstöðu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki geta samþykkt innflutninginn þar sem gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Í gögnum yfirdýralæknis til ráðherra kemur þó fram að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í öðrum landshluta Argentínu en stóð til að flytja inn kjöt frá og því sé ekki hægt að taka alla Argentínu sem eitt svæði í þessu samhengi. Að auki kemur fram að landsvæðið þaðan sem fyrirhugaður innflutningur átti að koma er skilgreint sem land án gin- og klaufaveiki án bólusetningar gegn sjúkdómnum. Það er því ljóst að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lætur embættismenn ekki stjórna sér heldur tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé góð ákvörðun. Af þeim gögnum sem fyrir liggja virðast einu áhrif hennar vera þau að neytendur hafa minna val en ella. Ákvörðun um það byggir ekki á bestu rökum og rannsóknum vísindamanna þótt ekki skuli gert lítið úr þekkingu og reynslu landbúnaðarráðherrans Guðna Ágústssonar. Ákvörðunin ber þess merki að hana tekur stjórnmálamaður sem þekktur er fyrir stuðning sinn við núverandi landbúnaðarkerfi sem byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar ríkulegum fjárstuðningi til bænda, hins vegar takmörkunum við innflutningi erlendra búfjárafurða sem hefur í för með sér að verð innlendra búfjárafurða verður hærra en ef þær fengju samkeppni erlendis frá. Niðurstaða kerfisins er því minna val og hærra verð, þótt háa verðið sé að vissu leyti dulbúið með ríkisstyrkjum en þeir eru sóttir í vasa neytenda sem greiða því brúsann. Því er spurning hvort það sé ekki stundum betra að embættismennirnir ráði ferðinni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - [email protected]
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun