Che-línan vs. Thatcher 24. ágúst 2005 00:01 Ólafur Teitur Guðnason kvartar yfir því í pistli að verslunin Office1 selji skólavörur með mynd af Che Guevara ? þetta mun vera allsherjar Che-lína. Che er semsagt kominn í sama flokk og Bangsímon, Spiderman, Litla hafmeyjan og hvað þær heita þessar fígúrur sem skreyta pennaveski og annað skóladót. Ólafur Teitur hefur áhyggjur af þessu, segir að Che hafi verið pyntingameistari og böðull. Sem er alveg rétt. Það breytir því samt ekki að hann hefur verið íkon alveg síðan á tíma 68-kynslóðarinnar. Strax þá gekk ungt fólk í skyrtubolum með mynd af Che. Það sætir auðvitað furðu að þetta skuli enn vera í tísku. Um daginn sá ég tilsýndar í sjónvarpi myndband þar sem svartur rappari skók sig og hristi, umkringdur fansi glæsimeyja. Líka hann var í bol með mynd af Che. En líklega er Che tákn um ekki neitt núorðið. Kannski ekki annað en að maður sé með á nótunum, eitthvað óljóst smartness. En hann var samt óþjóðalýður. --- --- --- Ég hef stundum sagt söguna af fallegu stelpunni sem leigði í sama húsi og ég í Latínuhverfinu í París, það eru að verða tuttugu ár síðan. Hún átti mjög flottan gallajakka, aftan á honum var stór mynd af Maó formanni. Einn daginn ætlaði ég að spjalla við hana, sagði: "Þú ert bara með mynd af Maó á bakinu?" "Ha, hverjum?" ansaði hún. --- --- --- Í netverslun Sambands ungra sjálfstæðismanna eru til sölu bolir með mynd af Margréti Thatcher. Það virðist ekki vera mikil eftirspurn eftir Thatcher-línunni á hinum frjálsa markaði, þar hefur kommúnistinn Che ótvírætt vinninginn. Altént hef ég ekki séð neinn í Thatcher-bol undanfarið, ekki Ólaf Teit, Gísla Martein né Birgi Ármannsson. Það er ekki tískustatement að ganga með mynd af Thatcher utan á sér ? gefur frekar til kynna að maður sé lúði. Kannski er enginn í svoleiðis flík nema innan undir jakkafötum og bindi ? svo geta menn flett klæðunum frá sér eins og fótboltamenn þegar mikið liggur við og þá birtist hún sjálf, Járnfrúin. --- --- --- Talandi um frægt fólk. Clint Eastwood er eitt stærsta íkon tuttugustu aldarinnar; í gegnum öll hlutverk sín er hann einhvern veginn margfalt stærri en hann sjálfur. Það er skiljanlegt að mönnum verði hverft við ef þeir hitta hann til dæmis í líkamsræktarstöð. Karlinn mun vera á hlaupabrettinu öllum stundum. Það kostar áreynslu að halda sér í svona formi þegar maður er 75 ára. Hins vegar fer tvennum sögum af Clint og kvikmyndaliði hans á Íslandi. Stjörnurnar lifa í vellystingum ? mér var sagt í gær að handa þeim hefðu verið pöntuð hundrað kíló af nautalundum, allt skásta grænmeti sem hægt var að finna á Íslandi, sérstakt eftirréttahlaðborð. Aukaleikararnir í myndinni fá hins vegar ekki svona sérfæði, heldur tvær samlokur á dag ? með gerviosti. Hann er samt flottur, er viðkvæðið um Clint. Jafnræðishugmyndin er enn svo sterk í Íslendingum að þeir eiga erfitt með að þola svonalagað. Þrátt fyrir allt snobbið fyrir ríka og fræga fólkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun
Ólafur Teitur Guðnason kvartar yfir því í pistli að verslunin Office1 selji skólavörur með mynd af Che Guevara ? þetta mun vera allsherjar Che-lína. Che er semsagt kominn í sama flokk og Bangsímon, Spiderman, Litla hafmeyjan og hvað þær heita þessar fígúrur sem skreyta pennaveski og annað skóladót. Ólafur Teitur hefur áhyggjur af þessu, segir að Che hafi verið pyntingameistari og böðull. Sem er alveg rétt. Það breytir því samt ekki að hann hefur verið íkon alveg síðan á tíma 68-kynslóðarinnar. Strax þá gekk ungt fólk í skyrtubolum með mynd af Che. Það sætir auðvitað furðu að þetta skuli enn vera í tísku. Um daginn sá ég tilsýndar í sjónvarpi myndband þar sem svartur rappari skók sig og hristi, umkringdur fansi glæsimeyja. Líka hann var í bol með mynd af Che. En líklega er Che tákn um ekki neitt núorðið. Kannski ekki annað en að maður sé með á nótunum, eitthvað óljóst smartness. En hann var samt óþjóðalýður. --- --- --- Ég hef stundum sagt söguna af fallegu stelpunni sem leigði í sama húsi og ég í Latínuhverfinu í París, það eru að verða tuttugu ár síðan. Hún átti mjög flottan gallajakka, aftan á honum var stór mynd af Maó formanni. Einn daginn ætlaði ég að spjalla við hana, sagði: "Þú ert bara með mynd af Maó á bakinu?" "Ha, hverjum?" ansaði hún. --- --- --- Í netverslun Sambands ungra sjálfstæðismanna eru til sölu bolir með mynd af Margréti Thatcher. Það virðist ekki vera mikil eftirspurn eftir Thatcher-línunni á hinum frjálsa markaði, þar hefur kommúnistinn Che ótvírætt vinninginn. Altént hef ég ekki séð neinn í Thatcher-bol undanfarið, ekki Ólaf Teit, Gísla Martein né Birgi Ármannsson. Það er ekki tískustatement að ganga með mynd af Thatcher utan á sér ? gefur frekar til kynna að maður sé lúði. Kannski er enginn í svoleiðis flík nema innan undir jakkafötum og bindi ? svo geta menn flett klæðunum frá sér eins og fótboltamenn þegar mikið liggur við og þá birtist hún sjálf, Járnfrúin. --- --- --- Talandi um frægt fólk. Clint Eastwood er eitt stærsta íkon tuttugustu aldarinnar; í gegnum öll hlutverk sín er hann einhvern veginn margfalt stærri en hann sjálfur. Það er skiljanlegt að mönnum verði hverft við ef þeir hitta hann til dæmis í líkamsræktarstöð. Karlinn mun vera á hlaupabrettinu öllum stundum. Það kostar áreynslu að halda sér í svona formi þegar maður er 75 ára. Hins vegar fer tvennum sögum af Clint og kvikmyndaliði hans á Íslandi. Stjörnurnar lifa í vellystingum ? mér var sagt í gær að handa þeim hefðu verið pöntuð hundrað kíló af nautalundum, allt skásta grænmeti sem hægt var að finna á Íslandi, sérstakt eftirréttahlaðborð. Aukaleikararnir í myndinni fá hins vegar ekki svona sérfæði, heldur tvær samlokur á dag ? með gerviosti. Hann er samt flottur, er viðkvæðið um Clint. Jafnræðishugmyndin er enn svo sterk í Íslendingum að þeir eiga erfitt með að þola svonalagað. Þrátt fyrir allt snobbið fyrir ríka og fræga fólkinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun