Launin verða að hækka 30. ágúst 2005 00:01 Erfitt ástand ríkir víða á leikskólum og frístundaheimilum vegna manneklu. Þetta ástand kemur upp á hverju hausti þegar skólafólk hverfur af vinnumarkaði til síns náms. Vandinn er mismikill eftir atvinnuástandinu í þjóðfélaginu. Í ár er hann í meira lagi vegna þess að mikið framboð er af atvinnu. Skýringin liggur ekki í því að störf með börnum séu óvinsæl. Þessi störf eru hins vegar illa metin til launa og þar af leiðandi ekki eins eftirsóknarverð og þau ættu að vera. Vissulega eru launin ekki það eina sem máli skiptir við starfsval en laun sem eru undir þeim mörkum að fólk geti framfleytt sér með sæmilegri reisn eru engum bjóðandi. Hjá faglærðum stéttum hefur ástandið heldur skánað á umliðnum árum, kennaraskortur er að minnsta kosti ekki eins áberandi og var um árabil. Hins vegar er hlutfall leikskólakennara á leikskólum langt undir því sem eðlilegt getur talist. Ástandið er verst þegar litið er til þeirra stétta sem sinna aðstoðarstörfum á uppeldisstofnunum enda eru launin þar undir velsæmismörkum hjá þjóð sem þykist byggja velferðarsamfélag. Störf að uppeldi og aðhlynningu hljóta að teljast hornsteinar í þróuðu velferðarsamfélagi. Það er hluti af sjálfsvirðingu þróaðrar þjóðar að í skólum og uppeldisstofnunum sé stundað faglegt starf af vel menntuðu og metnaðarfullu starfsfólki sem er stolt af starfi sínu og uppsker laun sem hægt er að lifa af með reisn. Störf þessa fólks leggja grunninn að allri framtíð. Með breyttu samfélagi hefur mikilvægi starfa á uppeldisstofnunum aukist enn. Samvistir barna á virkum dögum eru jafnvel meiri við þá sem annast þau í skólum og á frístundaheimilum en við foreldrana, enda vinnuálag á foreldrum ungra barna óvíða jafnmikið og hér á landi. Þetta þýðir að kennarar, þar með talið leikskólakennarar, og samstarfsfólk þeirra eru áhrifaríkir uppalendur og fyrirmyndir í lífi barna og því lykilatriði að í þessi störf veljist hæft fólk sem sinnir þeim af alúð, áhuga og fullri reisn, af því að það hefur valið að gera uppeldis- og kennslustörf að ævistarfi sínu. Sama máli gegnir vitaskuld um umönnunarstörf þar sem laun eru einnig skammarlega lág. Mannekla sú sem ríkir á öldrunarstofnunum á áreiðanlega að minnsta kosti að hluta rætur í lágum launum. Það hlýtur að vera metnaðarmál að hlúa að veikum, fötluðum og öldruðum þannig að þessir hópar búi við það öryggi að hafa við hlið sér gott starfsfólk og stöðugt. Mikill fjöldi fólks, aðallega kvenna, hefur vissulega gert uppeldis- og umönnunarstörf að ævistarfi og sinnir störfum sínum af kostgæfni. Þess vegna eigum við til dæmis góða skóla. Hins vegar er sá óstöðugleiki sem reglulega kemur upp vegna manneklu óboðlegur börnum okkar og öðrum þeim sem njóta þjónustu uppeldis- og umönnunarstarfsmanna. Starfsfólk í uppeldis- og umönnunarstörfum er nánast allt í vinnu hjá ríki eða sveitarfélögum. Aldrei hafa skatttekjur verið meiri en nú þegar góðærið hefur skilað sér til stórs hluta landsmanna. Því hlýtur að vera lag að færa laun þessara starfshópa til þess horfs að mannsæmandi teljist, strax í næstu kjarasamningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Erfitt ástand ríkir víða á leikskólum og frístundaheimilum vegna manneklu. Þetta ástand kemur upp á hverju hausti þegar skólafólk hverfur af vinnumarkaði til síns náms. Vandinn er mismikill eftir atvinnuástandinu í þjóðfélaginu. Í ár er hann í meira lagi vegna þess að mikið framboð er af atvinnu. Skýringin liggur ekki í því að störf með börnum séu óvinsæl. Þessi störf eru hins vegar illa metin til launa og þar af leiðandi ekki eins eftirsóknarverð og þau ættu að vera. Vissulega eru launin ekki það eina sem máli skiptir við starfsval en laun sem eru undir þeim mörkum að fólk geti framfleytt sér með sæmilegri reisn eru engum bjóðandi. Hjá faglærðum stéttum hefur ástandið heldur skánað á umliðnum árum, kennaraskortur er að minnsta kosti ekki eins áberandi og var um árabil. Hins vegar er hlutfall leikskólakennara á leikskólum langt undir því sem eðlilegt getur talist. Ástandið er verst þegar litið er til þeirra stétta sem sinna aðstoðarstörfum á uppeldisstofnunum enda eru launin þar undir velsæmismörkum hjá þjóð sem þykist byggja velferðarsamfélag. Störf að uppeldi og aðhlynningu hljóta að teljast hornsteinar í þróuðu velferðarsamfélagi. Það er hluti af sjálfsvirðingu þróaðrar þjóðar að í skólum og uppeldisstofnunum sé stundað faglegt starf af vel menntuðu og metnaðarfullu starfsfólki sem er stolt af starfi sínu og uppsker laun sem hægt er að lifa af með reisn. Störf þessa fólks leggja grunninn að allri framtíð. Með breyttu samfélagi hefur mikilvægi starfa á uppeldisstofnunum aukist enn. Samvistir barna á virkum dögum eru jafnvel meiri við þá sem annast þau í skólum og á frístundaheimilum en við foreldrana, enda vinnuálag á foreldrum ungra barna óvíða jafnmikið og hér á landi. Þetta þýðir að kennarar, þar með talið leikskólakennarar, og samstarfsfólk þeirra eru áhrifaríkir uppalendur og fyrirmyndir í lífi barna og því lykilatriði að í þessi störf veljist hæft fólk sem sinnir þeim af alúð, áhuga og fullri reisn, af því að það hefur valið að gera uppeldis- og kennslustörf að ævistarfi sínu. Sama máli gegnir vitaskuld um umönnunarstörf þar sem laun eru einnig skammarlega lág. Mannekla sú sem ríkir á öldrunarstofnunum á áreiðanlega að minnsta kosti að hluta rætur í lágum launum. Það hlýtur að vera metnaðarmál að hlúa að veikum, fötluðum og öldruðum þannig að þessir hópar búi við það öryggi að hafa við hlið sér gott starfsfólk og stöðugt. Mikill fjöldi fólks, aðallega kvenna, hefur vissulega gert uppeldis- og umönnunarstörf að ævistarfi og sinnir störfum sínum af kostgæfni. Þess vegna eigum við til dæmis góða skóla. Hins vegar er sá óstöðugleiki sem reglulega kemur upp vegna manneklu óboðlegur börnum okkar og öðrum þeim sem njóta þjónustu uppeldis- og umönnunarstarfsmanna. Starfsfólk í uppeldis- og umönnunarstörfum er nánast allt í vinnu hjá ríki eða sveitarfélögum. Aldrei hafa skatttekjur verið meiri en nú þegar góðærið hefur skilað sér til stórs hluta landsmanna. Því hlýtur að vera lag að færa laun þessara starfshópa til þess horfs að mannsæmandi teljist, strax í næstu kjarasamningum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun