Sigurjón,Súsanna og Gísli Marteinn 21. september 2005 00:01 Framboð Gísla Marteins Baldurssonar - Heimir Örn Herbertsson lögmaður Í Fréttablaðinu þann 15. september sl. deildu Sigurjón Egilsson og Súsanna Svavarsdóttir með lesendum blaðsins hugleiðingum sínum um Gísla Martein Baldursson, frambjóðanda til 1. sætis á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Af skrifum þeirra verður helst ráðið að þau glími við djúpstæðan vanda gagnvart persónu frambjóðandans, hvort á sinn hátt. Sigurjón lýsir áhyggjum af íslenskum fjölmiðlum og viðbrögðum þeirra við framboði Gísla Marteins. Hann telur frambjóðandann trana sér fram í fjölmiðlum meira en góðu hófi gegnir en segir fjölmiðla verða að spyrja sig hvort rétt sé að gefa honum þá miklu athygli sem þeir gera. Þarna virðist Sigurjón vera að tala við sjálfan sig enda hefur Fréttablaðið verið einkar duglegt við að birta alls kyns frásagnir af frambjóðandanum allt frá því hann tilkynnti um framboð sitt. Mér er nær að halda að Sigurjón lesi ekki blaðið sem hann ritstýrir. Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins hafa þau málefni á vettvangi borgarmálanna sem frambjóðandinn hefur lagt áherslu á reyndar ekki endilega verið í forgrunni heldur hefur blaðinu orðið tíðrætt um persónu hans. Enda afgreiðir Sigurjón málefni frambjóðandans, sem hugsanlega gætu jú verið skýring á athyglinni, á þann málefnalega hátt að segja: "... einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og best." Takk fyrir það Sigurjón. Aðalatriðið er þó að framboð Gísla Marteins heyrir til tíðinda og þau sjónarmið sem hann hefur sett fram um málefni Reykjavíkurborgar eiga erindi við fólkið í borginni. Ekkert er sjálfsagðara en að fluttar séu fréttir af þessu. Vandi Súsönnu er persónulegs eðlis. Henni líkar hvorki stíll Gísla Marteins né röddin. Neikvæðnin og niðurrifið er allsráðandi í skrifum hennar og hún hefur ekkert uppbyggilegt þar fram að færa. Mér er með öllu hulið hvaða erindi þessi geðvonska í gagnrýnandanum fyrrverandi á við lesendur Fréttablaðsins. Komandi borgarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda þess hafa allt til að bera til að verða sögulegir atburðir. Gísli Marteinn hefur með framboði sínu og þeirri umræðu sem hann hefur staðið fyrir blásið ferskum vindi í stjórnmálaumræðuna. Bæði Sigurjón og Súsanna hafa lengi verið viðloðandi fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki trúað að þau hafi ekki merkilegri hluti fram að færa um þessi atriði en ólundarlegt nöldur um aukaatriði og, í tilfelli Súsönnu, hatursfullt skítkast í garð frambjóðandans, sem á ekki erindi við neinn. Í leiðara Sigurjóns er lagt út af hugleiðingu um framboð og eftirspurn. Ég hygg að það sé eftirspurn eftir Gísla Marteini, þeim sjónarmiðum sem hann hefur lýst um málefni Reykjavíkurborgar og þeim áherslum sem hann leggur upp með í stjórnmálaumræðunni. Að fjalla um hagsmunamál Reykvíkinga á jákvæðan, gagnrýnan en uppbyggilegan hátt. Af slíkum stjórnmálamönnum er hins vegar lítið framboð. Öðru máli gegnir um framlag Sigurjóns og Súsönnu. Það er enginn skortur á neikvæðni og nöldri eins og því sem þau láta birta eftir sig en þegar upp er staðið held ég að eftirspurnin eftir þess háttar sjónarmiðum sé lítil. Kannski Fréttablaðið mætti velta því aðeins fyrir sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Framboð Gísla Marteins Baldurssonar - Heimir Örn Herbertsson lögmaður Í Fréttablaðinu þann 15. september sl. deildu Sigurjón Egilsson og Súsanna Svavarsdóttir með lesendum blaðsins hugleiðingum sínum um Gísla Martein Baldursson, frambjóðanda til 1. sætis á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Af skrifum þeirra verður helst ráðið að þau glími við djúpstæðan vanda gagnvart persónu frambjóðandans, hvort á sinn hátt. Sigurjón lýsir áhyggjum af íslenskum fjölmiðlum og viðbrögðum þeirra við framboði Gísla Marteins. Hann telur frambjóðandann trana sér fram í fjölmiðlum meira en góðu hófi gegnir en segir fjölmiðla verða að spyrja sig hvort rétt sé að gefa honum þá miklu athygli sem þeir gera. Þarna virðist Sigurjón vera að tala við sjálfan sig enda hefur Fréttablaðið verið einkar duglegt við að birta alls kyns frásagnir af frambjóðandanum allt frá því hann tilkynnti um framboð sitt. Mér er nær að halda að Sigurjón lesi ekki blaðið sem hann ritstýrir. Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins hafa þau málefni á vettvangi borgarmálanna sem frambjóðandinn hefur lagt áherslu á reyndar ekki endilega verið í forgrunni heldur hefur blaðinu orðið tíðrætt um persónu hans. Enda afgreiðir Sigurjón málefni frambjóðandans, sem hugsanlega gætu jú verið skýring á athyglinni, á þann málefnalega hátt að segja: "... einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og best." Takk fyrir það Sigurjón. Aðalatriðið er þó að framboð Gísla Marteins heyrir til tíðinda og þau sjónarmið sem hann hefur sett fram um málefni Reykjavíkurborgar eiga erindi við fólkið í borginni. Ekkert er sjálfsagðara en að fluttar séu fréttir af þessu. Vandi Súsönnu er persónulegs eðlis. Henni líkar hvorki stíll Gísla Marteins né röddin. Neikvæðnin og niðurrifið er allsráðandi í skrifum hennar og hún hefur ekkert uppbyggilegt þar fram að færa. Mér er með öllu hulið hvaða erindi þessi geðvonska í gagnrýnandanum fyrrverandi á við lesendur Fréttablaðsins. Komandi borgarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda þess hafa allt til að bera til að verða sögulegir atburðir. Gísli Marteinn hefur með framboði sínu og þeirri umræðu sem hann hefur staðið fyrir blásið ferskum vindi í stjórnmálaumræðuna. Bæði Sigurjón og Súsanna hafa lengi verið viðloðandi fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki trúað að þau hafi ekki merkilegri hluti fram að færa um þessi atriði en ólundarlegt nöldur um aukaatriði og, í tilfelli Súsönnu, hatursfullt skítkast í garð frambjóðandans, sem á ekki erindi við neinn. Í leiðara Sigurjóns er lagt út af hugleiðingu um framboð og eftirspurn. Ég hygg að það sé eftirspurn eftir Gísla Marteini, þeim sjónarmiðum sem hann hefur lýst um málefni Reykjavíkurborgar og þeim áherslum sem hann leggur upp með í stjórnmálaumræðunni. Að fjalla um hagsmunamál Reykvíkinga á jákvæðan, gagnrýnan en uppbyggilegan hátt. Af slíkum stjórnmálamönnum er hins vegar lítið framboð. Öðru máli gegnir um framlag Sigurjóns og Súsönnu. Það er enginn skortur á neikvæðni og nöldri eins og því sem þau láta birta eftir sig en þegar upp er staðið held ég að eftirspurnin eftir þess háttar sjónarmiðum sé lítil. Kannski Fréttablaðið mætti velta því aðeins fyrir sér?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar