Snemmbúið hausthret 26. september 2005 00:01 Á sama tíma og bændur og búalið á norðan- og austanverðu landinu hafa nú um helgina verið að smala fé sínu og bjarga undan snjó stendur þjóðin á öndinni yfir framvindunni í Baugsmálinu svokallaða. Ef Fréttablaðið hefði ekki birt ný gögn í málinu á laugardag snerist umræðan áreiðanlega um snemmbúið hausthret á landinu kalda. Það má kannski heimfæra þetta hausthret líka upp á ýmsa þá sem nú hafa birst sjónum manna í Baugsmálinu með skyndilegum hætti, og hvaða afleiðingar þetta kann að hafa í þjóðmálunum. Það hlýtur að hafa farið kuldahrollur um marga þegar Fréttablaðið birti stöðugt nýjar upplýsingar um málið um helgina. Athygli manna hefur óneitanlega beinst að valdamönnum innan Sjálfstæðisflokksins og hver þeirra hlutur er í málinu. Þetta gerist á sama tíma og Davíð Oddsson er að hverfa úr ríkisstjórn og síðar að yfirgefa forystuhlutverk sitt í Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur oft átt sælli daga sem ráðamaður í íslenskum stjórnmálum en einmitt nú - daginn áður en hann hverfur úr ráðherraembætti. Þessi atburðarás hlýtur líka að vera samstarfsflokknum – Framsóknrflokknum – áhyggjuefni, og voru þó áhyggjurnar á þeim bæ nægar fyrir. Það skyldi því engan undra þótt sumir í þeim flokki væru farnir að hugsa sér til hreyfings, ekki síst vegna sífellt lakari stöðu hans í skoðnakönnunum. Í þessu hausthreti er ábyrgð fjölmiðla mikil eins og endranær. Hlutverk þeirra er að upplýsa og fræða almenning, segja frá öllum hliðum mála, svo lesendur, hlustendur og áhorfendur þeirra geti myndað sér sjálfstæða skoðun á því sem fram fer í þjóðfélaginu. En það er líka mikil ábyrgð sem fylgir því fyrir fjölmiðla að þegja yfir ákveðnum hlutum sem þeir vita um. Slíkt getur aðeins átt við í einstaka tilfellum, en fyrir því verða að vera sterk rök, sem varða þjóðarhagsmuni eða öryggishagsmuni viðkomdi ríkis. Þögn fjölmiðla um það sem efst er á baugi í þjóðfélaginu er hins vegar erfitt að verja. Þessir köldu haustdagar verða mörgum áreiðanlega minnisstæðir og örlagaríkir – bændum og búaliði á norðanverðu landinu vegna óvæntrar snjókomu og þeirra erfiðleika sem henni fylgir fyrir fé og menn, en í höfuðstöðvum stjórnkerfisins og víðar hljóta menn að hafa áhyggjur af framtíðinni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefði áreiðanlega viljað að örlagadísirnar hefðu spilað eitthvert annað lag fyrir þjóðina nú um helgina en það sem hljómað hefur í flestöllum fjölmiðlum, þegar hann er að yfirgefa Stjórnarráðið. Hann hefði verið mörgum minnisstæðari sem stjórnmálaforingi ef hann hefði stigið fyrr af valdastóli og ekki þurft að sitja uppi með ýmislegt það sem komið hefur í ljós varðandi gjörðir nánustu samstarfsmanna hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Á sama tíma og bændur og búalið á norðan- og austanverðu landinu hafa nú um helgina verið að smala fé sínu og bjarga undan snjó stendur þjóðin á öndinni yfir framvindunni í Baugsmálinu svokallaða. Ef Fréttablaðið hefði ekki birt ný gögn í málinu á laugardag snerist umræðan áreiðanlega um snemmbúið hausthret á landinu kalda. Það má kannski heimfæra þetta hausthret líka upp á ýmsa þá sem nú hafa birst sjónum manna í Baugsmálinu með skyndilegum hætti, og hvaða afleiðingar þetta kann að hafa í þjóðmálunum. Það hlýtur að hafa farið kuldahrollur um marga þegar Fréttablaðið birti stöðugt nýjar upplýsingar um málið um helgina. Athygli manna hefur óneitanlega beinst að valdamönnum innan Sjálfstæðisflokksins og hver þeirra hlutur er í málinu. Þetta gerist á sama tíma og Davíð Oddsson er að hverfa úr ríkisstjórn og síðar að yfirgefa forystuhlutverk sitt í Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur oft átt sælli daga sem ráðamaður í íslenskum stjórnmálum en einmitt nú - daginn áður en hann hverfur úr ráðherraembætti. Þessi atburðarás hlýtur líka að vera samstarfsflokknum – Framsóknrflokknum – áhyggjuefni, og voru þó áhyggjurnar á þeim bæ nægar fyrir. Það skyldi því engan undra þótt sumir í þeim flokki væru farnir að hugsa sér til hreyfings, ekki síst vegna sífellt lakari stöðu hans í skoðnakönnunum. Í þessu hausthreti er ábyrgð fjölmiðla mikil eins og endranær. Hlutverk þeirra er að upplýsa og fræða almenning, segja frá öllum hliðum mála, svo lesendur, hlustendur og áhorfendur þeirra geti myndað sér sjálfstæða skoðun á því sem fram fer í þjóðfélaginu. En það er líka mikil ábyrgð sem fylgir því fyrir fjölmiðla að þegja yfir ákveðnum hlutum sem þeir vita um. Slíkt getur aðeins átt við í einstaka tilfellum, en fyrir því verða að vera sterk rök, sem varða þjóðarhagsmuni eða öryggishagsmuni viðkomdi ríkis. Þögn fjölmiðla um það sem efst er á baugi í þjóðfélaginu er hins vegar erfitt að verja. Þessir köldu haustdagar verða mörgum áreiðanlega minnisstæðir og örlagaríkir – bændum og búaliði á norðanverðu landinu vegna óvæntrar snjókomu og þeirra erfiðleika sem henni fylgir fyrir fé og menn, en í höfuðstöðvum stjórnkerfisins og víðar hljóta menn að hafa áhyggjur af framtíðinni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefði áreiðanlega viljað að örlagadísirnar hefðu spilað eitthvert annað lag fyrir þjóðina nú um helgina en það sem hljómað hefur í flestöllum fjölmiðlum, þegar hann er að yfirgefa Stjórnarráðið. Hann hefði verið mörgum minnisstæðari sem stjórnmálaforingi ef hann hefði stigið fyrr af valdastóli og ekki þurft að sitja uppi með ýmislegt það sem komið hefur í ljós varðandi gjörðir nánustu samstarfsmanna hans.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun