Fleiri minnisvarða! Guðmundur Gunnarsson skrifar 12. desember 2005 17:28 Sæll Egill Það kom fram hjá þér fyrir nokkru í skemmtilegum pistli, að það væru svo fáar myndastyttur í Reykjavík. Ég hef verið að ráfa um götur hinnar exótísku Buenos Aires undanfarna daga. Þá áttaði ég mig á að ástæðan fyrir þessu er að við eigum enga minnisvarða. Í BA eru mörg stór og víðáttumikil torg og garðar þar sem eru stórir og miklir minnisvarðar um merka viðburði í sögu landsins. Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf verið svo heimóttarlegir, að þeim hefur einungis komið í hug að setja upp styttur af sjálfum sér. Það er nefnilega svo, eins og við vitum öll, að þá eru minnisverðir áfangar ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við ríkjandi stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna og þannig mætti lengi telja. Vitanlega eigum við að reisa minnisvarða. T.d. mætti taka nokkra lágreista bárujárnskofa á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu og búa þar til stórt torg og setja þar upp mikinn minnisvarða um vökulögin. Þarna væri úrvinda sjómaður brosandi sæll í hvílu sinni og nyti svalandi úða frá fallegum gosbrunnum. Einnig mætti rýma svæðið milli MR og Miðbæjarskólans og setja þar upp minnisvarða um þegar vinnuhjú fengu frelsi í byrjun síðustu aldar. Hið stærsta gæti svo verið í Vatnsmýrinni fyrir framan Háskólann, þar sem þess væri minnst á veglegan hátt þegar íslenskur almúgi svínlagði stjórnvöld nýverið. Þegar þau vildu banna blöð sem skrifuðu um þau eins og ekki átti að gera að þeirra mati. "Þetta verður að stöðva"; hrópuðu ráðherrar úr ræðustól Alþingis og veifuðu umræddum blöðum úr ræðustól Alþingis. "Þau urðu næstum til þess að við töpuðum síðustu kosningum," var endurtekið viðkvæði ráðherra og stjórnarþingmanna. Hér gæti maður séð fyrir sér minnisvarða þar sem almúginn nær frumvarpinu úr höndum ráðherra og fótum treður þau. Allt í kring væru gosbrunnar og þar að auki fjöldi kaffihúsa þar sem hægt væri að fá margskonar kruðerí á vinalegu verði. Svo ég sé nú ábyrgur þá ætla ég einnig að benda á leið til þess að fjármagna þetta, það mætti renna í gegnum Alþingi lög um afnám ofureftirlaunaréttar og skattfríðinda fráðherra og annarra útvalinna. Með því sparaðist um 600 millj. kr. (ekki í mesta lagi 6 eins haldið var fram þegar frumvarpið var kynnt). Buenos Aires Kærar kveðjur,Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Það kom fram hjá þér fyrir nokkru í skemmtilegum pistli, að það væru svo fáar myndastyttur í Reykjavík. Ég hef verið að ráfa um götur hinnar exótísku Buenos Aires undanfarna daga. Þá áttaði ég mig á að ástæðan fyrir þessu er að við eigum enga minnisvarða. Í BA eru mörg stór og víðáttumikil torg og garðar þar sem eru stórir og miklir minnisvarðar um merka viðburði í sögu landsins. Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf verið svo heimóttarlegir, að þeim hefur einungis komið í hug að setja upp styttur af sjálfum sér. Það er nefnilega svo, eins og við vitum öll, að þá eru minnisverðir áfangar ætíð tilkomnir þegar almúginn nær einhverju fram eftir langvinna baráttu við ríkjandi stjórnvöld. Kosningaréttur fyrir aðra en sérútvalda, Hjúalögin, Vökulögin, kosningaréttur kvenna og þannig mætti lengi telja. Vitanlega eigum við að reisa minnisvarða. T.d. mætti taka nokkra lágreista bárujárnskofa á svæðinu milli Laugavegs og Grettisgötu og búa þar til stórt torg og setja þar upp mikinn minnisvarða um vökulögin. Þarna væri úrvinda sjómaður brosandi sæll í hvílu sinni og nyti svalandi úða frá fallegum gosbrunnum. Einnig mætti rýma svæðið milli MR og Miðbæjarskólans og setja þar upp minnisvarða um þegar vinnuhjú fengu frelsi í byrjun síðustu aldar. Hið stærsta gæti svo verið í Vatnsmýrinni fyrir framan Háskólann, þar sem þess væri minnst á veglegan hátt þegar íslenskur almúgi svínlagði stjórnvöld nýverið. Þegar þau vildu banna blöð sem skrifuðu um þau eins og ekki átti að gera að þeirra mati. "Þetta verður að stöðva"; hrópuðu ráðherrar úr ræðustól Alþingis og veifuðu umræddum blöðum úr ræðustól Alþingis. "Þau urðu næstum til þess að við töpuðum síðustu kosningum," var endurtekið viðkvæði ráðherra og stjórnarþingmanna. Hér gæti maður séð fyrir sér minnisvarða þar sem almúginn nær frumvarpinu úr höndum ráðherra og fótum treður þau. Allt í kring væru gosbrunnar og þar að auki fjöldi kaffihúsa þar sem hægt væri að fá margskonar kruðerí á vinalegu verði. Svo ég sé nú ábyrgur þá ætla ég einnig að benda á leið til þess að fjármagna þetta, það mætti renna í gegnum Alþingi lög um afnám ofureftirlaunaréttar og skattfríðinda fráðherra og annarra útvalinna. Með því sparaðist um 600 millj. kr. (ekki í mesta lagi 6 eins haldið var fram þegar frumvarpið var kynnt). Buenos Aires Kærar kveðjur,Guðmundur Gunnarsson
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun